Stefnir í óefni hjá leikskólum borgarinnar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 13. september 2017 22:37 Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum í dag að setja á laggirnar tvö teymi til að bregðast við manneklu í leikskólum og frístundaheimilum borgarinnar.Leikskólastjóri segir stöðuna verulega slæma og að það verði að bregðast fljótt við svo að starfsfólk gefist ekki upp. Að undanförnu hafa verið sagðar fréttir af mikilli manneklu í leikskólum borgarinnar. Eins og staðan er í dag er enn óráðið í 96 stöðugildi. Þá er staðan einnig mjög slæm á frístundaheimilum borgarinnar en þar vantar 173 starfsmenn í tæplega 89 stöðugildi. Á fundi sínum í dag samþykkti skóla- og frístundaráð að setja á laggirnar tvö teymi til að bregðast við manneklunni. Hlutverk þeirra verður að móta tillögur um aðgerðir til að bæta stöðuna í ráðningarmálum og styrkja vinnuumhverfi starfsfólks leikskóla- og frístundar. Valborg Hlín Guðlaugsdóttir, leikskólastjóri í leikskólanum Langholti í Laugardal, segir að staðan á leikskólum borgarinnar sé mjög slæm enda aðeins 23 leikskólar af 64 fullmannaðir. „Það vantar 100 stöður hjá borginni í dag í leikskólana og að ætla að reka þá á því er ekki hægt. Það bara segir sig sjálft. Deildir eru ekki opnaðar og þeir sem eru að hlaupa hraðar þeir gefast upp,” segir Valborg. Eins og staðan er í dag stendur Valborg frammi fyrir miklum vanda, þrátt fyrir að vera með grunnmönnun á leikskólanum. Opnunartími leikskólanna er svo langur. Börn geta fengið allt upp í níu og hálfan klukkutíma á dag í vistun en við erum bara í átta tíma vinnu. Þannig að við þurfum að manna þetta á þessum grunnstöðugildum sem við erum með og það reynist okkur mjög erfitt,“ segir Valborg og bætir við að laun séu lág á sama tíma og það er mikið álag á starfsmönnum. Valborg segir að það sé ógerlegt fyrir hana að finna menntaðan leikskólakennara á leikskólann en eins staðan er í dag vantar 60 leikskólakennar í borginni. „Leikskólakennarar eru ekki til. Ég hef nú stundum sagt svona í gríni að við séum eins og risaeðlurnar, við erum að deyja út. Það eru leikskólar sem eru jafnvel bara með leikskólastjóra, sem leikskólakennara. Eða leikskólastjóra og aðstoðarleikskólastjóra sem eru leikskólakennarar en aðrir eru ekki með leikskólakennaramenntun í húsinu. Við gerum ótrúlegar kröfur á það fólk að sinna menntun yngstu barnanna okkar.“ Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum í dag að setja á laggirnar tvö teymi til að bregðast við manneklu í leikskólum og frístundaheimilum borgarinnar.Leikskólastjóri segir stöðuna verulega slæma og að það verði að bregðast fljótt við svo að starfsfólk gefist ekki upp. Að undanförnu hafa verið sagðar fréttir af mikilli manneklu í leikskólum borgarinnar. Eins og staðan er í dag er enn óráðið í 96 stöðugildi. Þá er staðan einnig mjög slæm á frístundaheimilum borgarinnar en þar vantar 173 starfsmenn í tæplega 89 stöðugildi. Á fundi sínum í dag samþykkti skóla- og frístundaráð að setja á laggirnar tvö teymi til að bregðast við manneklunni. Hlutverk þeirra verður að móta tillögur um aðgerðir til að bæta stöðuna í ráðningarmálum og styrkja vinnuumhverfi starfsfólks leikskóla- og frístundar. Valborg Hlín Guðlaugsdóttir, leikskólastjóri í leikskólanum Langholti í Laugardal, segir að staðan á leikskólum borgarinnar sé mjög slæm enda aðeins 23 leikskólar af 64 fullmannaðir. „Það vantar 100 stöður hjá borginni í dag í leikskólana og að ætla að reka þá á því er ekki hægt. Það bara segir sig sjálft. Deildir eru ekki opnaðar og þeir sem eru að hlaupa hraðar þeir gefast upp,” segir Valborg. Eins og staðan er í dag stendur Valborg frammi fyrir miklum vanda, þrátt fyrir að vera með grunnmönnun á leikskólanum. Opnunartími leikskólanna er svo langur. Börn geta fengið allt upp í níu og hálfan klukkutíma á dag í vistun en við erum bara í átta tíma vinnu. Þannig að við þurfum að manna þetta á þessum grunnstöðugildum sem við erum með og það reynist okkur mjög erfitt,“ segir Valborg og bætir við að laun séu lág á sama tíma og það er mikið álag á starfsmönnum. Valborg segir að það sé ógerlegt fyrir hana að finna menntaðan leikskólakennara á leikskólann en eins staðan er í dag vantar 60 leikskólakennar í borginni. „Leikskólakennarar eru ekki til. Ég hef nú stundum sagt svona í gríni að við séum eins og risaeðlurnar, við erum að deyja út. Það eru leikskólar sem eru jafnvel bara með leikskólastjóra, sem leikskólakennara. Eða leikskólastjóra og aðstoðarleikskólastjóra sem eru leikskólakennarar en aðrir eru ekki með leikskólakennaramenntun í húsinu. Við gerum ótrúlegar kröfur á það fólk að sinna menntun yngstu barnanna okkar.“
Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira