Kvöldverðarfundur í Hvíta húsinu skilaði samkomulagi Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. september 2017 06:12 Þetta er í annað sinn sem Donald Trump nær samkomulagi við demókrata á skömmum tíma, þvert á óskir eigin flokksmanna. Vísir/Getty Tveir háttskrifaðir demókratar segja flokk þeirra hafa náð samkomulagi við Donald Trump Bandaríkjaforseta um áframhaldandi tilvist DACA-áætlunarinnar svokölluðu. Áætlunin felur í sér vernd fyrir fólk sem var flutt ólöglega til Bandaríkjanna sem börn en Trump lýsti því yfir í upphafi mánaðarins að að hún yrði afnumin í stjórnartíð hans. Það hefði sett líf þeirra 800 þúsund einstaklinga sem fengið hafa atvinnuleyfi í Bandaríkjanum til tveggja ára í uppnám. Barack Obama, fyrrverandi forseti, kom áætluninni til framkvæmda með forsetatilskipun árið 2012. Eftir kvöldverðarfund í Hvíta húsinu í gær tilkynntu Nanci Pelosi og Chuck Schumer, leiðtogar minnihlutanna í fulltrúadeildinni og öldungaráðinu, að í samkomulaginu fælist ekki einungis framhald á DACA heldur jafnframt að hinn umdeildi veggur á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkós yrði sleginn af borðinu í bili. Þess í stað hefðu náðst sættir um umfangsmiklar aðgerðir í landamæramálum sem bæði Bandaríkjaforseti, sem lengi hefur talað fyrir veggnum, og Demókratar gætu sætt sig við.Chuck Schumer stendur hér í pontu merktri baráttunni gegn afnámi DACA. Honum á hægri hönd er Nancy Pelosi.Vísir/gettyDemókratar hafa ítrekað sagt að þeir munu aldrei samþykkja nein fjárlög eða aðrar fjárveitingar sem hjálpa veggnum rísa. Tilkynning frá Hvíta húsinu eftir fundinn var þó aðeins hófstilltari að sögn BBC. Þar kom einungis fram að skatta- og landamæramál hafi verið rædd ásamt DACA. Talsmaður Hvíta hússins sagði á Twitter-síðu sinni í gær að þó vissulega hafi verið rætt um DACA og landamæramál hafi ekkert samkomulag náðst um vegginn á fundinum í gær. Aðstoðarmaður Schumer svaraði henni á Twitter og benti á að forsetinn myndi áfram berjast fyrir veggnum en hann væri þó ekki hluti af þessu samkomulagi. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem Trump semur við demókrata. Þannig náðu þeir saman í síðustu viku um tímabundna hækkun skuldaþaks Bandaríkjanna til 8. desember næstkomandi. Repúblikanar, flokksmenn forsetans, vildu hins vegar kaupa sér meiri tíma fyrir þingkosningarnar næsta vor. Donald Trump Tengdar fréttir Stjórn Trump afnemur vernd fyrir innflytjendur sem voru fluttir sem börn til Bandaríkjanna Bæði repúblikanar og demókratar höfðu biðlað til Trump um að afnema ekki vernd sem fólk sem var flutt sem börn til Bandaríkjanna hafa notið gegn brottvísunum. 5. september 2017 15:24 Obama gagnrýnir Trump harðlega fyrir afnám DACA-áætluninnar Trump varði ákvörðun sína í dag og sagði að bandarískar verkamannafjölskyldur þyrftu að vera í forgangi. 5. september 2017 21:44 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Fleiri fréttir Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Sjá meira
Tveir háttskrifaðir demókratar segja flokk þeirra hafa náð samkomulagi við Donald Trump Bandaríkjaforseta um áframhaldandi tilvist DACA-áætlunarinnar svokölluðu. Áætlunin felur í sér vernd fyrir fólk sem var flutt ólöglega til Bandaríkjanna sem börn en Trump lýsti því yfir í upphafi mánaðarins að að hún yrði afnumin í stjórnartíð hans. Það hefði sett líf þeirra 800 þúsund einstaklinga sem fengið hafa atvinnuleyfi í Bandaríkjanum til tveggja ára í uppnám. Barack Obama, fyrrverandi forseti, kom áætluninni til framkvæmda með forsetatilskipun árið 2012. Eftir kvöldverðarfund í Hvíta húsinu í gær tilkynntu Nanci Pelosi og Chuck Schumer, leiðtogar minnihlutanna í fulltrúadeildinni og öldungaráðinu, að í samkomulaginu fælist ekki einungis framhald á DACA heldur jafnframt að hinn umdeildi veggur á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkós yrði sleginn af borðinu í bili. Þess í stað hefðu náðst sættir um umfangsmiklar aðgerðir í landamæramálum sem bæði Bandaríkjaforseti, sem lengi hefur talað fyrir veggnum, og Demókratar gætu sætt sig við.Chuck Schumer stendur hér í pontu merktri baráttunni gegn afnámi DACA. Honum á hægri hönd er Nancy Pelosi.Vísir/gettyDemókratar hafa ítrekað sagt að þeir munu aldrei samþykkja nein fjárlög eða aðrar fjárveitingar sem hjálpa veggnum rísa. Tilkynning frá Hvíta húsinu eftir fundinn var þó aðeins hófstilltari að sögn BBC. Þar kom einungis fram að skatta- og landamæramál hafi verið rædd ásamt DACA. Talsmaður Hvíta hússins sagði á Twitter-síðu sinni í gær að þó vissulega hafi verið rætt um DACA og landamæramál hafi ekkert samkomulag náðst um vegginn á fundinum í gær. Aðstoðarmaður Schumer svaraði henni á Twitter og benti á að forsetinn myndi áfram berjast fyrir veggnum en hann væri þó ekki hluti af þessu samkomulagi. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem Trump semur við demókrata. Þannig náðu þeir saman í síðustu viku um tímabundna hækkun skuldaþaks Bandaríkjanna til 8. desember næstkomandi. Repúblikanar, flokksmenn forsetans, vildu hins vegar kaupa sér meiri tíma fyrir þingkosningarnar næsta vor.
Donald Trump Tengdar fréttir Stjórn Trump afnemur vernd fyrir innflytjendur sem voru fluttir sem börn til Bandaríkjanna Bæði repúblikanar og demókratar höfðu biðlað til Trump um að afnema ekki vernd sem fólk sem var flutt sem börn til Bandaríkjanna hafa notið gegn brottvísunum. 5. september 2017 15:24 Obama gagnrýnir Trump harðlega fyrir afnám DACA-áætluninnar Trump varði ákvörðun sína í dag og sagði að bandarískar verkamannafjölskyldur þyrftu að vera í forgangi. 5. september 2017 21:44 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Fleiri fréttir Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Sjá meira
Stjórn Trump afnemur vernd fyrir innflytjendur sem voru fluttir sem börn til Bandaríkjanna Bæði repúblikanar og demókratar höfðu biðlað til Trump um að afnema ekki vernd sem fólk sem var flutt sem börn til Bandaríkjanna hafa notið gegn brottvísunum. 5. september 2017 15:24
Obama gagnrýnir Trump harðlega fyrir afnám DACA-áætluninnar Trump varði ákvörðun sína í dag og sagði að bandarískar verkamannafjölskyldur þyrftu að vera í forgangi. 5. september 2017 21:44