Kvöldverðarfundur í Hvíta húsinu skilaði samkomulagi Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. september 2017 06:12 Þetta er í annað sinn sem Donald Trump nær samkomulagi við demókrata á skömmum tíma, þvert á óskir eigin flokksmanna. Vísir/Getty Tveir háttskrifaðir demókratar segja flokk þeirra hafa náð samkomulagi við Donald Trump Bandaríkjaforseta um áframhaldandi tilvist DACA-áætlunarinnar svokölluðu. Áætlunin felur í sér vernd fyrir fólk sem var flutt ólöglega til Bandaríkjanna sem börn en Trump lýsti því yfir í upphafi mánaðarins að að hún yrði afnumin í stjórnartíð hans. Það hefði sett líf þeirra 800 þúsund einstaklinga sem fengið hafa atvinnuleyfi í Bandaríkjanum til tveggja ára í uppnám. Barack Obama, fyrrverandi forseti, kom áætluninni til framkvæmda með forsetatilskipun árið 2012. Eftir kvöldverðarfund í Hvíta húsinu í gær tilkynntu Nanci Pelosi og Chuck Schumer, leiðtogar minnihlutanna í fulltrúadeildinni og öldungaráðinu, að í samkomulaginu fælist ekki einungis framhald á DACA heldur jafnframt að hinn umdeildi veggur á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkós yrði sleginn af borðinu í bili. Þess í stað hefðu náðst sættir um umfangsmiklar aðgerðir í landamæramálum sem bæði Bandaríkjaforseti, sem lengi hefur talað fyrir veggnum, og Demókratar gætu sætt sig við.Chuck Schumer stendur hér í pontu merktri baráttunni gegn afnámi DACA. Honum á hægri hönd er Nancy Pelosi.Vísir/gettyDemókratar hafa ítrekað sagt að þeir munu aldrei samþykkja nein fjárlög eða aðrar fjárveitingar sem hjálpa veggnum rísa. Tilkynning frá Hvíta húsinu eftir fundinn var þó aðeins hófstilltari að sögn BBC. Þar kom einungis fram að skatta- og landamæramál hafi verið rædd ásamt DACA. Talsmaður Hvíta hússins sagði á Twitter-síðu sinni í gær að þó vissulega hafi verið rætt um DACA og landamæramál hafi ekkert samkomulag náðst um vegginn á fundinum í gær. Aðstoðarmaður Schumer svaraði henni á Twitter og benti á að forsetinn myndi áfram berjast fyrir veggnum en hann væri þó ekki hluti af þessu samkomulagi. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem Trump semur við demókrata. Þannig náðu þeir saman í síðustu viku um tímabundna hækkun skuldaþaks Bandaríkjanna til 8. desember næstkomandi. Repúblikanar, flokksmenn forsetans, vildu hins vegar kaupa sér meiri tíma fyrir þingkosningarnar næsta vor. Donald Trump Tengdar fréttir Stjórn Trump afnemur vernd fyrir innflytjendur sem voru fluttir sem börn til Bandaríkjanna Bæði repúblikanar og demókratar höfðu biðlað til Trump um að afnema ekki vernd sem fólk sem var flutt sem börn til Bandaríkjanna hafa notið gegn brottvísunum. 5. september 2017 15:24 Obama gagnrýnir Trump harðlega fyrir afnám DACA-áætluninnar Trump varði ákvörðun sína í dag og sagði að bandarískar verkamannafjölskyldur þyrftu að vera í forgangi. 5. september 2017 21:44 Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fleiri fréttir Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Sjá meira
Tveir háttskrifaðir demókratar segja flokk þeirra hafa náð samkomulagi við Donald Trump Bandaríkjaforseta um áframhaldandi tilvist DACA-áætlunarinnar svokölluðu. Áætlunin felur í sér vernd fyrir fólk sem var flutt ólöglega til Bandaríkjanna sem börn en Trump lýsti því yfir í upphafi mánaðarins að að hún yrði afnumin í stjórnartíð hans. Það hefði sett líf þeirra 800 þúsund einstaklinga sem fengið hafa atvinnuleyfi í Bandaríkjanum til tveggja ára í uppnám. Barack Obama, fyrrverandi forseti, kom áætluninni til framkvæmda með forsetatilskipun árið 2012. Eftir kvöldverðarfund í Hvíta húsinu í gær tilkynntu Nanci Pelosi og Chuck Schumer, leiðtogar minnihlutanna í fulltrúadeildinni og öldungaráðinu, að í samkomulaginu fælist ekki einungis framhald á DACA heldur jafnframt að hinn umdeildi veggur á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkós yrði sleginn af borðinu í bili. Þess í stað hefðu náðst sættir um umfangsmiklar aðgerðir í landamæramálum sem bæði Bandaríkjaforseti, sem lengi hefur talað fyrir veggnum, og Demókratar gætu sætt sig við.Chuck Schumer stendur hér í pontu merktri baráttunni gegn afnámi DACA. Honum á hægri hönd er Nancy Pelosi.Vísir/gettyDemókratar hafa ítrekað sagt að þeir munu aldrei samþykkja nein fjárlög eða aðrar fjárveitingar sem hjálpa veggnum rísa. Tilkynning frá Hvíta húsinu eftir fundinn var þó aðeins hófstilltari að sögn BBC. Þar kom einungis fram að skatta- og landamæramál hafi verið rædd ásamt DACA. Talsmaður Hvíta hússins sagði á Twitter-síðu sinni í gær að þó vissulega hafi verið rætt um DACA og landamæramál hafi ekkert samkomulag náðst um vegginn á fundinum í gær. Aðstoðarmaður Schumer svaraði henni á Twitter og benti á að forsetinn myndi áfram berjast fyrir veggnum en hann væri þó ekki hluti af þessu samkomulagi. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem Trump semur við demókrata. Þannig náðu þeir saman í síðustu viku um tímabundna hækkun skuldaþaks Bandaríkjanna til 8. desember næstkomandi. Repúblikanar, flokksmenn forsetans, vildu hins vegar kaupa sér meiri tíma fyrir þingkosningarnar næsta vor.
Donald Trump Tengdar fréttir Stjórn Trump afnemur vernd fyrir innflytjendur sem voru fluttir sem börn til Bandaríkjanna Bæði repúblikanar og demókratar höfðu biðlað til Trump um að afnema ekki vernd sem fólk sem var flutt sem börn til Bandaríkjanna hafa notið gegn brottvísunum. 5. september 2017 15:24 Obama gagnrýnir Trump harðlega fyrir afnám DACA-áætluninnar Trump varði ákvörðun sína í dag og sagði að bandarískar verkamannafjölskyldur þyrftu að vera í forgangi. 5. september 2017 21:44 Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fleiri fréttir Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Sjá meira
Stjórn Trump afnemur vernd fyrir innflytjendur sem voru fluttir sem börn til Bandaríkjanna Bæði repúblikanar og demókratar höfðu biðlað til Trump um að afnema ekki vernd sem fólk sem var flutt sem börn til Bandaríkjanna hafa notið gegn brottvísunum. 5. september 2017 15:24
Obama gagnrýnir Trump harðlega fyrir afnám DACA-áætluninnar Trump varði ákvörðun sína í dag og sagði að bandarískar verkamannafjölskyldur þyrftu að vera í forgangi. 5. september 2017 21:44