Hafnfirðingar krefjast áframhaldandi framkvæmda við Reykjanesbraut Atli Ísleifsson skrifar 14. september 2017 08:16 Í tilkynningu frá bænum segir að mikil uppsöfnuð þörf sé á verulegum úrbótum við Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar. Vísir/Vilhelm Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur krafist þess að haldið verði áfram með framkvæmdir við Reykjanesbraut. Ályktun var samþykkt á fundi bæjarstjórnar í gærkvöldi þar sem þess var kröftuglega mótmælt að Reykjanesbrautin virðist hvergi vera að finna í nýkynntu fjárlagafrumvarpi fjármálaráðherra. Í tilkynningu frá bænum segir að mikil uppsöfnuð þörf sé á verulegum úrbótum við Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar. Gríðarleg aukning bílaumferðar á Reykjanesbraut valdi mikilli slysahættu og langar raðir af bílum myndist á álagstímum. „Mjög brýnt er að auka umferðaröryggi vegfarenda og finna leiðir til lausnar á þeim umferðarvanda sem er á Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar ítrekar áskorun sína frá 21. júní sl á alþingismenn kjördæmisins að tryggja að fjármagn fáist á fjárlögum ársins 2018 og árunum þar á eftir til að ljúka framkvæmdum við Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar,“ segir í bókuninni sem var samþykkt einróma.Með hæstu slysatíðni Bent er á að gatnamótin og hringtorgin á kafla frá Kaplakrika að Lækjargötu séu með hæstu slysatíðni á höfuðborgarsvæðinu auk þess sem fjölmörg alvarleg slys hafi orðið á einfalda kafla Reykjanesbrautar frá kirkjugarði suður fyrir Straumsvík. „Krafa er gerð til stjórnvalda að umferðaröryggi sé tryggt á Reykjanesbraut og að íbúar komist með sæmilegu móti til og frá heimilum sínum án þess að þurfa að leggja sig daglega í stórhættu. Á fundinum var einnig samþykkt að haldinn verði íbúafundur þar sem samgöngumál með áherslu á Reykjanesbraut verði rædd. Til fundarins verði boðaðir m.a. samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, vegamálastjóri eða fulltrúar hans, þingmenn kjördæmisins og fleiri sem með málið hafa að gera. Markmið fundarins væri meðal annars að upplýsa almenning um stöðu á samgöngumálum í Hafnarfirði. Kynna tiltækar umferðarspár og skipulag Reykjanesbrautar, Kaldárselsvegar og Ofanbyggðavegar á væntanlegu aðalskipulagi Garðabæjar. Gera grein fyrir viðræðum við Vegagerðina varðandi úrbætur á Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar. Ræða úrbætur vegna tíðra slysa á kafla frá kirkjugarði að tvöfalda/fjórfalda kaflanum sunnan Straumsvíkur og fá áætlun stjórnvalda með áframhaldandi uppbyggingu samgöngumannvirkja í og við Hafnarfjörð,“ segir í tilkynningunni. Fjárlagafrumvarp 2018 Samgöngur Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Innlent Fleiri fréttir Viðsnúningur í rekstri sveitarfélaga Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Sjá meira
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur krafist þess að haldið verði áfram með framkvæmdir við Reykjanesbraut. Ályktun var samþykkt á fundi bæjarstjórnar í gærkvöldi þar sem þess var kröftuglega mótmælt að Reykjanesbrautin virðist hvergi vera að finna í nýkynntu fjárlagafrumvarpi fjármálaráðherra. Í tilkynningu frá bænum segir að mikil uppsöfnuð þörf sé á verulegum úrbótum við Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar. Gríðarleg aukning bílaumferðar á Reykjanesbraut valdi mikilli slysahættu og langar raðir af bílum myndist á álagstímum. „Mjög brýnt er að auka umferðaröryggi vegfarenda og finna leiðir til lausnar á þeim umferðarvanda sem er á Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar ítrekar áskorun sína frá 21. júní sl á alþingismenn kjördæmisins að tryggja að fjármagn fáist á fjárlögum ársins 2018 og árunum þar á eftir til að ljúka framkvæmdum við Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar,“ segir í bókuninni sem var samþykkt einróma.Með hæstu slysatíðni Bent er á að gatnamótin og hringtorgin á kafla frá Kaplakrika að Lækjargötu séu með hæstu slysatíðni á höfuðborgarsvæðinu auk þess sem fjölmörg alvarleg slys hafi orðið á einfalda kafla Reykjanesbrautar frá kirkjugarði suður fyrir Straumsvík. „Krafa er gerð til stjórnvalda að umferðaröryggi sé tryggt á Reykjanesbraut og að íbúar komist með sæmilegu móti til og frá heimilum sínum án þess að þurfa að leggja sig daglega í stórhættu. Á fundinum var einnig samþykkt að haldinn verði íbúafundur þar sem samgöngumál með áherslu á Reykjanesbraut verði rædd. Til fundarins verði boðaðir m.a. samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, vegamálastjóri eða fulltrúar hans, þingmenn kjördæmisins og fleiri sem með málið hafa að gera. Markmið fundarins væri meðal annars að upplýsa almenning um stöðu á samgöngumálum í Hafnarfirði. Kynna tiltækar umferðarspár og skipulag Reykjanesbrautar, Kaldárselsvegar og Ofanbyggðavegar á væntanlegu aðalskipulagi Garðabæjar. Gera grein fyrir viðræðum við Vegagerðina varðandi úrbætur á Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar. Ræða úrbætur vegna tíðra slysa á kafla frá kirkjugarði að tvöfalda/fjórfalda kaflanum sunnan Straumsvíkur og fá áætlun stjórnvalda með áframhaldandi uppbyggingu samgöngumannvirkja í og við Hafnarfjörð,“ segir í tilkynningunni.
Fjárlagafrumvarp 2018 Samgöngur Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Innlent Fleiri fréttir Viðsnúningur í rekstri sveitarfélaga Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Sjá meira