Vísar orðum forsætisráðherra til föðurhúsanna Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 14. september 2017 14:12 Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, undrast orð Bjarna Benediktssonar og segir launahækkanir tekjuhárra ríkisstarfsmanna setja nýjar kjaralínur. vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson forsætisráðherra talaði meðal annars um vinnumarkaðinn og komandi kjarasamninga í stefnuræðu sinni. Sagði hann gamalgróið sundurlyndi vera þjóðinni fjötur um fót og að vinnumarkaðslíkanið sé í raun ónýtt. Hvatti Bjarni aðila til þess að sammælast um hve mikið laun geti hækkað svo stutt sé við efnahagslegan stöðugleika. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segist undrast þessi ummæli forsætisráðherra. Að frá vorinu 2016 hafi Kjararáð úrskurðað um miklar launahækkanir ráðuneytisstjóra, svo alþingismanna, ráðherra og reglulega um launahækkanir forstöðumanna einstakra stofnana. Þessar launahækkanir séu ekki í samhengi við aðrar launahækkanir í landinu og langt umfram það sem almenningur fái að njóta. „Þar sem forsætisráðherra og áður fjármálaráðherra, hefur staðfestlega neitað að taka á því máli þá verður að vísa þessum orðum hans til föðurhúsanna. Megin misklíð er vegna þess að þessi ríkisstjórn og sú síðasta hefur ekki viljað taka á þessu vandamáli," segir Gylfi. Bjarni sagði einnig í ræðu sinni að menn keppist við að lýsa yfir andláti Salek-samkomulagsins og tala það niður. Gylfi segir aftur á móti aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar vegna ákvarðana kjararáðs hafa mótað kjaralínu sem grafi undan Salek-samningalíkaninu. „Þessi ríkisstjórn vill stuðla að því að tilteknir tekjuháir hópar fái miklu meiri launahækkanir en almenningur. Við höfum látið vita af því að ef þetta er viðhorf ríkisstjórn þá sé verið að efna til ófriðar á vinnumarkaði - því það verður engin sátt um þetta,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Tengdar fréttir Sagði Bjarna skamma stéttarfélög fyrir að krefjast kjarabóta Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, gaf lítið fyrir orð Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, um komandi kjaraviðræður. 13. september 2017 22:08 Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana Þingfundur hefst á Alþingi klukkan 19:30 þegar Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, flytur stefnuræða sína. 13. september 2017 19:00 Forsætisráðherra segir vinnumarkaðslíkanið á Íslandi ónýtt Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, flutti stefnuræðu sína fyrir komandi þingvetur á Alþingi upp úr klukkan hálfátta í kvöld. 13. september 2017 20:00 Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra talaði meðal annars um vinnumarkaðinn og komandi kjarasamninga í stefnuræðu sinni. Sagði hann gamalgróið sundurlyndi vera þjóðinni fjötur um fót og að vinnumarkaðslíkanið sé í raun ónýtt. Hvatti Bjarni aðila til þess að sammælast um hve mikið laun geti hækkað svo stutt sé við efnahagslegan stöðugleika. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segist undrast þessi ummæli forsætisráðherra. Að frá vorinu 2016 hafi Kjararáð úrskurðað um miklar launahækkanir ráðuneytisstjóra, svo alþingismanna, ráðherra og reglulega um launahækkanir forstöðumanna einstakra stofnana. Þessar launahækkanir séu ekki í samhengi við aðrar launahækkanir í landinu og langt umfram það sem almenningur fái að njóta. „Þar sem forsætisráðherra og áður fjármálaráðherra, hefur staðfestlega neitað að taka á því máli þá verður að vísa þessum orðum hans til föðurhúsanna. Megin misklíð er vegna þess að þessi ríkisstjórn og sú síðasta hefur ekki viljað taka á þessu vandamáli," segir Gylfi. Bjarni sagði einnig í ræðu sinni að menn keppist við að lýsa yfir andláti Salek-samkomulagsins og tala það niður. Gylfi segir aftur á móti aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar vegna ákvarðana kjararáðs hafa mótað kjaralínu sem grafi undan Salek-samningalíkaninu. „Þessi ríkisstjórn vill stuðla að því að tilteknir tekjuháir hópar fái miklu meiri launahækkanir en almenningur. Við höfum látið vita af því að ef þetta er viðhorf ríkisstjórn þá sé verið að efna til ófriðar á vinnumarkaði - því það verður engin sátt um þetta,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.
Tengdar fréttir Sagði Bjarna skamma stéttarfélög fyrir að krefjast kjarabóta Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, gaf lítið fyrir orð Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, um komandi kjaraviðræður. 13. september 2017 22:08 Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana Þingfundur hefst á Alþingi klukkan 19:30 þegar Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, flytur stefnuræða sína. 13. september 2017 19:00 Forsætisráðherra segir vinnumarkaðslíkanið á Íslandi ónýtt Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, flutti stefnuræðu sína fyrir komandi þingvetur á Alþingi upp úr klukkan hálfátta í kvöld. 13. september 2017 20:00 Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Sagði Bjarna skamma stéttarfélög fyrir að krefjast kjarabóta Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, gaf lítið fyrir orð Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, um komandi kjaraviðræður. 13. september 2017 22:08
Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana Þingfundur hefst á Alþingi klukkan 19:30 þegar Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, flytur stefnuræða sína. 13. september 2017 19:00
Forsætisráðherra segir vinnumarkaðslíkanið á Íslandi ónýtt Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, flutti stefnuræðu sína fyrir komandi þingvetur á Alþingi upp úr klukkan hálfátta í kvöld. 13. september 2017 20:00