Forsetinn með fiskabindi Stefán Árni Pálsson skrifar 14. september 2017 15:30 Guðni skoðar hér skipslíkan í bás Måløy Maritime Group frá Noregi á IceFish. mynd/Bragi Þór Jósefsson Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, heimsótti Íslensku sjávarútvegssýninguna, IceFish 2017, í Smáranum fyrr í dag. Guðni ræddi við skipuleggjendur sýningarinnar undir forystu Marianne Rasmussen-Coulling, framkvæmdastjóra sýningarinnar og Andrew Webster, framkvæmdastjóra Mercator Media sem hefur haft umsjón með sýningunni síðan 2008, en heimsótti síðan nokkra af helstu sýnendum. Guðni lýsti yfir ánægju sinni með sýninguna og hvernig að henni var staðið, sérstaklega hversu vel hún endurspeglaði þrótt og nýsköpun íslenskra fyrirtækja í sjávarútvegi og þeirra sem þjónusta þau með tækjum og búnaði. Forsetinn þáði m.a. boð Marels um að reyna ný sýndarveruleikagleraugu sem senda notandann á ferðalag um hátæknilega fiskvinnslu. Guðni sló á létta strengi þegar gleraugun voru komin á hann og uppskar hlátur viðstaddra þegar hann spurði hvort að hann ætti núna að skjóta á geimverur? Bindið sem forsetinn bar vakti líka athygli gesta, en það skartaði litríkum fiskum. Guðni sagðist hafa fengið bindið þegar hann var að vinna að doktorsritgerð sinni í Bretlandi, en hún fjallaði um útvíkkun landhelgi Íslands og þorskastríðin við Breta 1948-1964. Þá þurfti hann að leita til nefndar ytra um styrk til frekari ritsmíða og þáverandi unnusta hans og núverandi eiginkona, Eliza Reid, gaf honum bindið af því tilefni. Hann fór síðan á fund nefndarinnar og fékk styrkinn. „Þeir sögðu við mig eftir á að maður sem sýndi svo mikla ástríðu fyrir efninu að hann bæri meira að segja hálsbindi skreytt fiskum yrði óhjákvæmilega að fá styrk,“ sagði Guðni við góðar viðtökur viðstaddra. Mest lesið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Fleiri fréttir Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, heimsótti Íslensku sjávarútvegssýninguna, IceFish 2017, í Smáranum fyrr í dag. Guðni ræddi við skipuleggjendur sýningarinnar undir forystu Marianne Rasmussen-Coulling, framkvæmdastjóra sýningarinnar og Andrew Webster, framkvæmdastjóra Mercator Media sem hefur haft umsjón með sýningunni síðan 2008, en heimsótti síðan nokkra af helstu sýnendum. Guðni lýsti yfir ánægju sinni með sýninguna og hvernig að henni var staðið, sérstaklega hversu vel hún endurspeglaði þrótt og nýsköpun íslenskra fyrirtækja í sjávarútvegi og þeirra sem þjónusta þau með tækjum og búnaði. Forsetinn þáði m.a. boð Marels um að reyna ný sýndarveruleikagleraugu sem senda notandann á ferðalag um hátæknilega fiskvinnslu. Guðni sló á létta strengi þegar gleraugun voru komin á hann og uppskar hlátur viðstaddra þegar hann spurði hvort að hann ætti núna að skjóta á geimverur? Bindið sem forsetinn bar vakti líka athygli gesta, en það skartaði litríkum fiskum. Guðni sagðist hafa fengið bindið þegar hann var að vinna að doktorsritgerð sinni í Bretlandi, en hún fjallaði um útvíkkun landhelgi Íslands og þorskastríðin við Breta 1948-1964. Þá þurfti hann að leita til nefndar ytra um styrk til frekari ritsmíða og þáverandi unnusta hans og núverandi eiginkona, Eliza Reid, gaf honum bindið af því tilefni. Hann fór síðan á fund nefndarinnar og fékk styrkinn. „Þeir sögðu við mig eftir á að maður sem sýndi svo mikla ástríðu fyrir efninu að hann bæri meira að segja hálsbindi skreytt fiskum yrði óhjákvæmilega að fá styrk,“ sagði Guðni við góðar viðtökur viðstaddra.
Mest lesið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Fleiri fréttir Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira