Eitrað fyrir heimilisketti á Selfossi: „Hún var svo kvalin“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 14. september 2017 19:35 Bergþóra Stefánsdóttir, íbúi á Selfossi, leitar þess sem eitraði fyrir fjölskyldukettinum Ösku. Í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag segir hún að dýralæknir hafi staðfest að eitrað hafi verið fyrir kettinum með frostlegi. Svæfa þurfti köttinn í dag. „Við fórum með hann í morgun þar sem okkur leist ekki á blikuna“ Bergþóra lét skoða köttinn um leið og dýraspítalinn opnaði í morgun. „Þeir tóku blóðsýni sem að staðfesti það að það væri um eitrun að ræða. Hún var líka með blóð í munni.“ Kötturinn var einnig með mikla nýrnabilun. „Það er notaður frostlögur sem veldur mjög kvalarfullum dauðdaga,“ svarar Bergþóra aðspurð um það hvað hafi verið notað til þess að eitra fyrir kettinum. „Frostlögur er góður á bragðið, hann er sætur þannig að þeim finnst hann góður.“Átta ára stúlka átti köttinnKötturinn Aska verður krufinn hjá dýralækni. „Hún er öll. Við vorum bara að koma frá því að segja bless.“ Átta ára dóttir Bergþóru átti kisuna og fékk hún tækifæri til þess að kveðja hana. „Svo var hún bara svæfð, það var í raun ekki hægt að bíða lengur því hún var svo kvalin“ Bergþóra segir að dóttir sín hafi tekið þessu mjög illa enda sé mjög erfitt fyrir átta ára gamalt barn að missa gæludýrið sitt. „Hún var búin að bíða svo lengi eftir því að fá kisu.“Staðbundið við SuðurlandBergþóra hefur heyrt um fleiri svona dæmi úr nágrenni fjölskyldunnar. „Þetta er víst að gerast á fleiri stöðum á Selfossi, Stokkseyri og Hveragerði.“ Hún segir að dýralæknirinn hefði sagt að þessar eitranir virtust staðbundnar við Suðurland. Bergþóra auglýsir nú á Facebook eftir „mannfýlunni“ sem hafi eitrað fyrir ketti fjölskyldunnar. Hún segir í viðtalinu að kettirnir verði mjög máttfarnir eftir að þeir innbyrða eitrið. Hún hefði ekki komið heim í gærkvöldi. „Ég labbaði um hverfið og fann hana í runna.“Viðtalið má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Tengdar fréttir Grunur um að eitrað hafi verið fyrir ketti með frostlegi á Selfossi Matvælastofnun hefur kært til lögreglu meinta eitrun fyrir ketti á Selfossi í byrjun október. 17. nóvember 2016 09:47 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Sjá meira
Bergþóra Stefánsdóttir, íbúi á Selfossi, leitar þess sem eitraði fyrir fjölskyldukettinum Ösku. Í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag segir hún að dýralæknir hafi staðfest að eitrað hafi verið fyrir kettinum með frostlegi. Svæfa þurfti köttinn í dag. „Við fórum með hann í morgun þar sem okkur leist ekki á blikuna“ Bergþóra lét skoða köttinn um leið og dýraspítalinn opnaði í morgun. „Þeir tóku blóðsýni sem að staðfesti það að það væri um eitrun að ræða. Hún var líka með blóð í munni.“ Kötturinn var einnig með mikla nýrnabilun. „Það er notaður frostlögur sem veldur mjög kvalarfullum dauðdaga,“ svarar Bergþóra aðspurð um það hvað hafi verið notað til þess að eitra fyrir kettinum. „Frostlögur er góður á bragðið, hann er sætur þannig að þeim finnst hann góður.“Átta ára stúlka átti köttinnKötturinn Aska verður krufinn hjá dýralækni. „Hún er öll. Við vorum bara að koma frá því að segja bless.“ Átta ára dóttir Bergþóru átti kisuna og fékk hún tækifæri til þess að kveðja hana. „Svo var hún bara svæfð, það var í raun ekki hægt að bíða lengur því hún var svo kvalin“ Bergþóra segir að dóttir sín hafi tekið þessu mjög illa enda sé mjög erfitt fyrir átta ára gamalt barn að missa gæludýrið sitt. „Hún var búin að bíða svo lengi eftir því að fá kisu.“Staðbundið við SuðurlandBergþóra hefur heyrt um fleiri svona dæmi úr nágrenni fjölskyldunnar. „Þetta er víst að gerast á fleiri stöðum á Selfossi, Stokkseyri og Hveragerði.“ Hún segir að dýralæknirinn hefði sagt að þessar eitranir virtust staðbundnar við Suðurland. Bergþóra auglýsir nú á Facebook eftir „mannfýlunni“ sem hafi eitrað fyrir ketti fjölskyldunnar. Hún segir í viðtalinu að kettirnir verði mjög máttfarnir eftir að þeir innbyrða eitrið. Hún hefði ekki komið heim í gærkvöldi. „Ég labbaði um hverfið og fann hana í runna.“Viðtalið má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Tengdar fréttir Grunur um að eitrað hafi verið fyrir ketti með frostlegi á Selfossi Matvælastofnun hefur kært til lögreglu meinta eitrun fyrir ketti á Selfossi í byrjun október. 17. nóvember 2016 09:47 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Sjá meira
Grunur um að eitrað hafi verið fyrir ketti með frostlegi á Selfossi Matvælastofnun hefur kært til lögreglu meinta eitrun fyrir ketti á Selfossi í byrjun október. 17. nóvember 2016 09:47