Forseti Bandaríkjanna heimsótti Flórída eftir storminn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 15. september 2017 06:00 Donald Trump var með Mike Pence varaforseta í Flórída í gær. Nordicphotos/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, heimsótti Flórída-ríki í gær en stutt er síðan fellibylurinn Irma gekk yfir ríkið og olli þó nokkru tjóni. Kostaði stormurinn 55 lífið bæði í Bandaríkjunum og á Karíbahafi. Unnið er að því að laga það sem skemmdist í Flórída en enn eru rúmlega fjórar milljónir heimila án rafmagns í ríkinu sem og nærliggjandi ríkjum. Forsetinn þakkaði björgunarfólki og þeim sem komu að því að undirbúa ríkið fyrir hamfarirnar. „Þegar þú hugsar um hversu rosalega öflugur þessi stormur var, og þótt fólk hafi því miður látið lífið, voru það sem betur fer ekki eins margir og óttast hafði verið,“ sagði forsetinn. „Fólk taldi að þúsundir á þúsundir ofan myndu farast en í raun varð talan mun lægri, það sýnir hversu gott starf þið unnuð,“ bætti Trump við og hrósaði einnig viðbrögðum Ricks Scott ríkisstjóra. Hvatti Trump Scott til þess að bjóða sig fram til öldungadeildar þingsins. Hvatning forsetans er athyglisverð í ljósi annarra tíðinda gærdagsins en hann sagðist afar nálægt því að komast að samkomulagi við Demókrata í öldungadeildinni um að vernda unga ólöglega innflytjendur. Þó með því skilyrði að „gífurlega aukið landamæraeftirlit“ yrði hluti af samkomulaginu. „Vill einhver virkilega henda menntuðu og góðu fólki, sem er í vinnu og þjónar sumt hvert í hernum, úr landi? Í alvöru?!“ spurði forsetinn á Twitter í gær. Er það athyglisvert í ljósi þess að í kosningabaráttu hans sagði Trump að til stæði að flytja alla ólöglega innflytjendur úr landi. Trump hefur undanfarið einnig rætt við Demókrata um hjálp við að koma skattabreytingum og fjárlögum í gegn. Scott er Repúblikani en samflokksmenn hans hafa reiðst Trump mikið vegna samstarfsins við Demókrata. Forsetinn er einnig reiður Repúblikönum á þingi fyrir að hafa mistekist að innleiða stefnumál hans. Donald Trump Fellibylurinn Irma Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, heimsótti Flórída-ríki í gær en stutt er síðan fellibylurinn Irma gekk yfir ríkið og olli þó nokkru tjóni. Kostaði stormurinn 55 lífið bæði í Bandaríkjunum og á Karíbahafi. Unnið er að því að laga það sem skemmdist í Flórída en enn eru rúmlega fjórar milljónir heimila án rafmagns í ríkinu sem og nærliggjandi ríkjum. Forsetinn þakkaði björgunarfólki og þeim sem komu að því að undirbúa ríkið fyrir hamfarirnar. „Þegar þú hugsar um hversu rosalega öflugur þessi stormur var, og þótt fólk hafi því miður látið lífið, voru það sem betur fer ekki eins margir og óttast hafði verið,“ sagði forsetinn. „Fólk taldi að þúsundir á þúsundir ofan myndu farast en í raun varð talan mun lægri, það sýnir hversu gott starf þið unnuð,“ bætti Trump við og hrósaði einnig viðbrögðum Ricks Scott ríkisstjóra. Hvatti Trump Scott til þess að bjóða sig fram til öldungadeildar þingsins. Hvatning forsetans er athyglisverð í ljósi annarra tíðinda gærdagsins en hann sagðist afar nálægt því að komast að samkomulagi við Demókrata í öldungadeildinni um að vernda unga ólöglega innflytjendur. Þó með því skilyrði að „gífurlega aukið landamæraeftirlit“ yrði hluti af samkomulaginu. „Vill einhver virkilega henda menntuðu og góðu fólki, sem er í vinnu og þjónar sumt hvert í hernum, úr landi? Í alvöru?!“ spurði forsetinn á Twitter í gær. Er það athyglisvert í ljósi þess að í kosningabaráttu hans sagði Trump að til stæði að flytja alla ólöglega innflytjendur úr landi. Trump hefur undanfarið einnig rætt við Demókrata um hjálp við að koma skattabreytingum og fjárlögum í gegn. Scott er Repúblikani en samflokksmenn hans hafa reiðst Trump mikið vegna samstarfsins við Demókrata. Forsetinn er einnig reiður Repúblikönum á þingi fyrir að hafa mistekist að innleiða stefnumál hans.
Donald Trump Fellibylurinn Irma Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira