Forseti Bandaríkjanna heimsótti Flórída eftir storminn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 15. september 2017 06:00 Donald Trump var með Mike Pence varaforseta í Flórída í gær. Nordicphotos/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, heimsótti Flórída-ríki í gær en stutt er síðan fellibylurinn Irma gekk yfir ríkið og olli þó nokkru tjóni. Kostaði stormurinn 55 lífið bæði í Bandaríkjunum og á Karíbahafi. Unnið er að því að laga það sem skemmdist í Flórída en enn eru rúmlega fjórar milljónir heimila án rafmagns í ríkinu sem og nærliggjandi ríkjum. Forsetinn þakkaði björgunarfólki og þeim sem komu að því að undirbúa ríkið fyrir hamfarirnar. „Þegar þú hugsar um hversu rosalega öflugur þessi stormur var, og þótt fólk hafi því miður látið lífið, voru það sem betur fer ekki eins margir og óttast hafði verið,“ sagði forsetinn. „Fólk taldi að þúsundir á þúsundir ofan myndu farast en í raun varð talan mun lægri, það sýnir hversu gott starf þið unnuð,“ bætti Trump við og hrósaði einnig viðbrögðum Ricks Scott ríkisstjóra. Hvatti Trump Scott til þess að bjóða sig fram til öldungadeildar þingsins. Hvatning forsetans er athyglisverð í ljósi annarra tíðinda gærdagsins en hann sagðist afar nálægt því að komast að samkomulagi við Demókrata í öldungadeildinni um að vernda unga ólöglega innflytjendur. Þó með því skilyrði að „gífurlega aukið landamæraeftirlit“ yrði hluti af samkomulaginu. „Vill einhver virkilega henda menntuðu og góðu fólki, sem er í vinnu og þjónar sumt hvert í hernum, úr landi? Í alvöru?!“ spurði forsetinn á Twitter í gær. Er það athyglisvert í ljósi þess að í kosningabaráttu hans sagði Trump að til stæði að flytja alla ólöglega innflytjendur úr landi. Trump hefur undanfarið einnig rætt við Demókrata um hjálp við að koma skattabreytingum og fjárlögum í gegn. Scott er Repúblikani en samflokksmenn hans hafa reiðst Trump mikið vegna samstarfsins við Demókrata. Forsetinn er einnig reiður Repúblikönum á þingi fyrir að hafa mistekist að innleiða stefnumál hans. Donald Trump Fellibylurinn Irma Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Fleiri fréttir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, heimsótti Flórída-ríki í gær en stutt er síðan fellibylurinn Irma gekk yfir ríkið og olli þó nokkru tjóni. Kostaði stormurinn 55 lífið bæði í Bandaríkjunum og á Karíbahafi. Unnið er að því að laga það sem skemmdist í Flórída en enn eru rúmlega fjórar milljónir heimila án rafmagns í ríkinu sem og nærliggjandi ríkjum. Forsetinn þakkaði björgunarfólki og þeim sem komu að því að undirbúa ríkið fyrir hamfarirnar. „Þegar þú hugsar um hversu rosalega öflugur þessi stormur var, og þótt fólk hafi því miður látið lífið, voru það sem betur fer ekki eins margir og óttast hafði verið,“ sagði forsetinn. „Fólk taldi að þúsundir á þúsundir ofan myndu farast en í raun varð talan mun lægri, það sýnir hversu gott starf þið unnuð,“ bætti Trump við og hrósaði einnig viðbrögðum Ricks Scott ríkisstjóra. Hvatti Trump Scott til þess að bjóða sig fram til öldungadeildar þingsins. Hvatning forsetans er athyglisverð í ljósi annarra tíðinda gærdagsins en hann sagðist afar nálægt því að komast að samkomulagi við Demókrata í öldungadeildinni um að vernda unga ólöglega innflytjendur. Þó með því skilyrði að „gífurlega aukið landamæraeftirlit“ yrði hluti af samkomulaginu. „Vill einhver virkilega henda menntuðu og góðu fólki, sem er í vinnu og þjónar sumt hvert í hernum, úr landi? Í alvöru?!“ spurði forsetinn á Twitter í gær. Er það athyglisvert í ljósi þess að í kosningabaráttu hans sagði Trump að til stæði að flytja alla ólöglega innflytjendur úr landi. Trump hefur undanfarið einnig rætt við Demókrata um hjálp við að koma skattabreytingum og fjárlögum í gegn. Scott er Repúblikani en samflokksmenn hans hafa reiðst Trump mikið vegna samstarfsins við Demókrata. Forsetinn er einnig reiður Repúblikönum á þingi fyrir að hafa mistekist að innleiða stefnumál hans.
Donald Trump Fellibylurinn Irma Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Fleiri fréttir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Sjá meira