Finnst fráleitt að Hjalti hafi sjálfur skrifað bréfið sem faðir forsætisráðherra undirritaði Haraldur Guðmundsson skrifar 15. september 2017 06:00 Benedikt Sveinsson segist hafa þekkt Hjalta í gegnum kunningjafólk sitt. Hjalti hafi skrifað bréf sem Benedikt hafi svo skrifað undir. visir/hari „Það er fáránlegt að það sé í alvörunni staðreynd að ráðuneytið fái umsagnarbréf inn á sitt borð og það er ekki einu sinni kannað hvort viðkomandi hafi skrifað bréfið,“ segir kona sem sætti langvarandi kynferðisofbeldi af hálfu þáverandi stjúpföður síns, Hjalta Sigurjóns Haukssonar, sem fékk uppreist æru í fyrrahaust. Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, bað í gær þá afsökunar sem eiga um sárt að binda vegna máls Hjalta eftir að Vísir greindi frá því að Benedikt hefði veitt meðmæli vegna umsóknar um uppreist æru. Í yfirlýsingu Benedikts kom fram að Hjalti, sem hlaut fimm og hálfs árs dóm fyrir að hafa brotið gróflega og ítrekað gegn stjúpdóttur sinni frá því hún var fimm til sex ára ára og þangað til hún náði átján aldri, hefði komið með bréf, tilbúið til undirritunar, og Benedikt skrifað undir. Hann hefði litið á meðmæli sín sem góðverk við dæmdan barnaníðing. „Ég myndi ekki skrifa upp á eitthvað sem ég er ekki tilbúin til að bera ábyrgð á í kjölfarið. Að viðkomandi geti skilað inn gögnum frá hverjum sem er, að þú getir komið við niðri á Hlemmi á leiðinni í ráðuneytið að sækja um uppreist æru og fengið fólk til að kvitta undir fyrir þig, það er fáránlegt,“ segir konan. Hún fundaði í gær með Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra í ráðuneyti hennar. Þar fékk hún að sjá þau gögn sem fylgdu umsókn Hjalta um uppreist æru og kynningu á verklagi ráðuneytisins við afgreiðslu hennar. „Ég sagði mjög lítið á fundinum og hlustaði en ráðherra útskýrði fyrir mér þetta ferli sem eiginlega ítrekaði hvað þetta var ofboðslega vélrænt og fáránlegt allt saman.“ Birtist í Fréttablaðinu Uppreist æru Tengdar fréttir Mæltu með Hjalta Sigurjóni eins og Benedikt Sveinsson Haraldur Þór Teitsson og Sveinn Eyjólfur Matthíasson, yfirmenn hjá hópbílafyrirtækjum, veittu Hjalta Sigurjóni Haukssyni, dæmdum kynferðisbrotamanni og bílstjóra, meðmæli um uppreist æru. 14. september 2017 17:45 Yfirlýsing frá Benedikt Sveinssyni: Sér eftir því að hafa skrifað undir hjá Hjalta Benedikt Sveinsson segist ekki hafa verið að rétta stöðu Hjalta gagnvart fórnarlambi hans. 14. september 2017 16:34 Faðir forsætisráðherra ábyrgðist Hjalta Sigurjón Benedikt Sveinsson skrifaði upp á umsókn Hjalta Sigurjóns Haukssonar um uppreist æru. 14. september 2017 15:45 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
„Það er fáránlegt að það sé í alvörunni staðreynd að ráðuneytið fái umsagnarbréf inn á sitt borð og það er ekki einu sinni kannað hvort viðkomandi hafi skrifað bréfið,“ segir kona sem sætti langvarandi kynferðisofbeldi af hálfu þáverandi stjúpföður síns, Hjalta Sigurjóns Haukssonar, sem fékk uppreist æru í fyrrahaust. Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, bað í gær þá afsökunar sem eiga um sárt að binda vegna máls Hjalta eftir að Vísir greindi frá því að Benedikt hefði veitt meðmæli vegna umsóknar um uppreist æru. Í yfirlýsingu Benedikts kom fram að Hjalti, sem hlaut fimm og hálfs árs dóm fyrir að hafa brotið gróflega og ítrekað gegn stjúpdóttur sinni frá því hún var fimm til sex ára ára og þangað til hún náði átján aldri, hefði komið með bréf, tilbúið til undirritunar, og Benedikt skrifað undir. Hann hefði litið á meðmæli sín sem góðverk við dæmdan barnaníðing. „Ég myndi ekki skrifa upp á eitthvað sem ég er ekki tilbúin til að bera ábyrgð á í kjölfarið. Að viðkomandi geti skilað inn gögnum frá hverjum sem er, að þú getir komið við niðri á Hlemmi á leiðinni í ráðuneytið að sækja um uppreist æru og fengið fólk til að kvitta undir fyrir þig, það er fáránlegt,“ segir konan. Hún fundaði í gær með Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra í ráðuneyti hennar. Þar fékk hún að sjá þau gögn sem fylgdu umsókn Hjalta um uppreist æru og kynningu á verklagi ráðuneytisins við afgreiðslu hennar. „Ég sagði mjög lítið á fundinum og hlustaði en ráðherra útskýrði fyrir mér þetta ferli sem eiginlega ítrekaði hvað þetta var ofboðslega vélrænt og fáránlegt allt saman.“
Birtist í Fréttablaðinu Uppreist æru Tengdar fréttir Mæltu með Hjalta Sigurjóni eins og Benedikt Sveinsson Haraldur Þór Teitsson og Sveinn Eyjólfur Matthíasson, yfirmenn hjá hópbílafyrirtækjum, veittu Hjalta Sigurjóni Haukssyni, dæmdum kynferðisbrotamanni og bílstjóra, meðmæli um uppreist æru. 14. september 2017 17:45 Yfirlýsing frá Benedikt Sveinssyni: Sér eftir því að hafa skrifað undir hjá Hjalta Benedikt Sveinsson segist ekki hafa verið að rétta stöðu Hjalta gagnvart fórnarlambi hans. 14. september 2017 16:34 Faðir forsætisráðherra ábyrgðist Hjalta Sigurjón Benedikt Sveinsson skrifaði upp á umsókn Hjalta Sigurjóns Haukssonar um uppreist æru. 14. september 2017 15:45 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
Mæltu með Hjalta Sigurjóni eins og Benedikt Sveinsson Haraldur Þór Teitsson og Sveinn Eyjólfur Matthíasson, yfirmenn hjá hópbílafyrirtækjum, veittu Hjalta Sigurjóni Haukssyni, dæmdum kynferðisbrotamanni og bílstjóra, meðmæli um uppreist æru. 14. september 2017 17:45
Yfirlýsing frá Benedikt Sveinssyni: Sér eftir því að hafa skrifað undir hjá Hjalta Benedikt Sveinsson segist ekki hafa verið að rétta stöðu Hjalta gagnvart fórnarlambi hans. 14. september 2017 16:34
Faðir forsætisráðherra ábyrgðist Hjalta Sigurjón Benedikt Sveinsson skrifaði upp á umsókn Hjalta Sigurjóns Haukssonar um uppreist æru. 14. september 2017 15:45