Bjarni sagði Benedikt og Óttari frá meðmælunum á mánudag Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. september 2017 06:09 Benedikt Jóhannesson vill að þingheimur endurnýi umboð sitt Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, greindi öðrum flokksformönnum ríkisstjórnarinnar frá því á mánudag að faðir hans hefði veitt meðmæli í máli tengdu uppreist æru. Fram kemur á vef Ríkisútvarpsins að Bjarni hafi þó ekki greint nánar frá því hvaða máli meðmælin tengdust og þvertók hann fyrir að það kynni að gera hann vanhæfan í einhverjum málum. Hann hefði ekki komið nálægt málinu sjálfur. Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, hringdi í Benedikt Jóhannesson, formann Viðreisnar, og tilkynnti honum að stjórnarsamstarfinu væri lokið skömmu eftir miðnætti. 87 prósent þeirra stjórnarmanna Bjartrar framtíðar sem tóku afstöðu kusu að slíta stjórnarsamstarfinu. Að neðan má heyra viðtal við Benedikt úr Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann upplifir ekki sama trúnaðarbrest og Björt framtíð eftir samtal sitt við Bjarna Ben í gærkvöldi.Benedikt segir í samtali við Ríkisútvarpið að hann virði ákvörðun Bjartrar framtíðar, hver taki ákvörðun fyrir sig þegar menn eigi í samstarfi og allir verði að stjórna sér sjálfir. Hann bætir við að stjórnarslit höfðu ekki verið formlega rædd innan Viðreisnar þó einstaka flokks- eða þingmenn kunni að hafa velt því fyrir sér.Sjá einnig: Eiginhagsmunir ráðherrans dropinn sem fyllti mælinn Hann segist ekki hafa upplifað fregnir af því að dómsmálaráðherra hafi tjáð Bjarna í júlí að faðir hans hafi veitt dæmdum barnaníðingi meðmæli sem trúnaðarbrest eins og stjórn Bjartrar framtíðar. Hann hafi rætt málið við forsætisráðherra og af skýringum hans að dæma upplifi Benedikt málið ekki þannig. Hann hafi þó ekkert vitað um samskipti dóms- og forsætisráðherra fyrr en að hann heyrði af þeim í fréttum í gærkvöldi.Viðreisn sendi frá sér yfirlýsingu í nótt þar sem fram kom að flokkurinn vill kosningar sem fyrst. Eftir átta vikna stapp við að berja saman ríkisstjórnarsamstarf í vor sé það rökréttast að þingheimur endurnýi umboð sitt. Fáir aðrir kostir séu í stöðunni.Einhver verði að stjórna landinu Benedikt hló í samtali við Ríkisútvarpið spurður um hvort dagskrá þingsins, þar sem fjallað verður um fjárlög á morgun, komi til með að standast í ljósi tíðinda næturinnar. „Ég satt að segja veit það nú ekki. Það getur nú verið að menn hafi um annað að ræða núna á eftir. Við skulum sjá til hvað verður úr því en það verður auðvitað að undirbúa fjárlög. Það verður að vera einhver stjórn á landinu,“ segir Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra.Vísir fylgist með gangi mála í vaktinni í allan dag.
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, greindi öðrum flokksformönnum ríkisstjórnarinnar frá því á mánudag að faðir hans hefði veitt meðmæli í máli tengdu uppreist æru. Fram kemur á vef Ríkisútvarpsins að Bjarni hafi þó ekki greint nánar frá því hvaða máli meðmælin tengdust og þvertók hann fyrir að það kynni að gera hann vanhæfan í einhverjum málum. Hann hefði ekki komið nálægt málinu sjálfur. Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, hringdi í Benedikt Jóhannesson, formann Viðreisnar, og tilkynnti honum að stjórnarsamstarfinu væri lokið skömmu eftir miðnætti. 87 prósent þeirra stjórnarmanna Bjartrar framtíðar sem tóku afstöðu kusu að slíta stjórnarsamstarfinu. Að neðan má heyra viðtal við Benedikt úr Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann upplifir ekki sama trúnaðarbrest og Björt framtíð eftir samtal sitt við Bjarna Ben í gærkvöldi.Benedikt segir í samtali við Ríkisútvarpið að hann virði ákvörðun Bjartrar framtíðar, hver taki ákvörðun fyrir sig þegar menn eigi í samstarfi og allir verði að stjórna sér sjálfir. Hann bætir við að stjórnarslit höfðu ekki verið formlega rædd innan Viðreisnar þó einstaka flokks- eða þingmenn kunni að hafa velt því fyrir sér.Sjá einnig: Eiginhagsmunir ráðherrans dropinn sem fyllti mælinn Hann segist ekki hafa upplifað fregnir af því að dómsmálaráðherra hafi tjáð Bjarna í júlí að faðir hans hafi veitt dæmdum barnaníðingi meðmæli sem trúnaðarbrest eins og stjórn Bjartrar framtíðar. Hann hafi rætt málið við forsætisráðherra og af skýringum hans að dæma upplifi Benedikt málið ekki þannig. Hann hafi þó ekkert vitað um samskipti dóms- og forsætisráðherra fyrr en að hann heyrði af þeim í fréttum í gærkvöldi.Viðreisn sendi frá sér yfirlýsingu í nótt þar sem fram kom að flokkurinn vill kosningar sem fyrst. Eftir átta vikna stapp við að berja saman ríkisstjórnarsamstarf í vor sé það rökréttast að þingheimur endurnýi umboð sitt. Fáir aðrir kostir séu í stöðunni.Einhver verði að stjórna landinu Benedikt hló í samtali við Ríkisútvarpið spurður um hvort dagskrá þingsins, þar sem fjallað verður um fjárlög á morgun, komi til með að standast í ljósi tíðinda næturinnar. „Ég satt að segja veit það nú ekki. Það getur nú verið að menn hafi um annað að ræða núna á eftir. Við skulum sjá til hvað verður úr því en það verður auðvitað að undirbúa fjárlög. Það verður að vera einhver stjórn á landinu,“ segir Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra.Vísir fylgist með gangi mála í vaktinni í allan dag.
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Eiginhagsmunir ráðherra dropinn sem fyllti mælinn hjá Bjartri framtíð Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, segir að mikil eining hafi verið á stjórnarfundir flokksins í kvöld þar sem samþykkt var að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. 15. september 2017 00:43 Viðreisn vill kosningar sem fyrst Þingflokkur Viðreisnar fundaði í Austurstræti frá klukkan rúmlega 1 eftir miðnætti til um klukkan 4. 15. september 2017 05:48 Finnst fráleitt að Hjalti hafi sjálfur skrifað bréfið sem faðir forsætisráðherra undirritaði Kona sem sætti kynferðisofbeldi af hálfu Hjalta Sigurjóns Haukssonar segir það sýna hversu fáránlegt umsóknarferlið um uppreist æru sé að ekki hafi verið gengið úr skugga um að faðir forsætisráðherra hefði í raun skrifað meðmæli. 15. september 2017 06:00 Björt framtíð slítur ríkisstjórnarsamstarfinu Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti á fundi sínum í kvöld að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn. Kosningin fór fram rafrænt og lauk á tólfta tímanum í kvöld. 15. september 2017 00:06 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Eiginhagsmunir ráðherra dropinn sem fyllti mælinn hjá Bjartri framtíð Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, segir að mikil eining hafi verið á stjórnarfundir flokksins í kvöld þar sem samþykkt var að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. 15. september 2017 00:43
Viðreisn vill kosningar sem fyrst Þingflokkur Viðreisnar fundaði í Austurstræti frá klukkan rúmlega 1 eftir miðnætti til um klukkan 4. 15. september 2017 05:48
Finnst fráleitt að Hjalti hafi sjálfur skrifað bréfið sem faðir forsætisráðherra undirritaði Kona sem sætti kynferðisofbeldi af hálfu Hjalta Sigurjóns Haukssonar segir það sýna hversu fáránlegt umsóknarferlið um uppreist æru sé að ekki hafi verið gengið úr skugga um að faðir forsætisráðherra hefði í raun skrifað meðmæli. 15. september 2017 06:00
Björt framtíð slítur ríkisstjórnarsamstarfinu Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti á fundi sínum í kvöld að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn. Kosningin fór fram rafrænt og lauk á tólfta tímanum í kvöld. 15. september 2017 00:06