Nokkrir möguleikar í stöðunni fyrir forsetann Birgir Olgeirsson skrifar 15. september 2017 10:17 Bjarni Benediktsson og Guðni Th. Jóhannesson þegar forsetinn veitti stjórnarmyndunarumboðið í fyrra. Vísir/Eyþór Lítið annað virðist vera í stöðunni fyrir Bjarna Benediktsson en að fara á fund forseta Íslands og biðjast lausnar, segir Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórnsýslufræðingur um þá stöðu sem er uppi í stjórnmálunum hér á landi í dag. Björt framtíð sleit stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn í gærkvöldi. Sigurbjörg segir að fari það svo að Bjarni fari á Bessastaði til að biðjast lausnar hafi Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, nokkra kosti í stöðunni.Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, stjórnsýslufræðingur.VísirÓvissa með stöðu Bjartrar framtíðar í ríkisstjórn Hann gæti beðið Bjarna myndi sitja áfram og að Sjálfstæðisflokkurinn, Björt framtíð og Viðreisn verði áfram sem starfsstjórn. Óvíst er þó hvort ráðherrar Bjartrar framtíðar sætti sig við það og þá hefur þingflokkur Viðreisnar gefið út að hann vilji kjósa sem fyrst. Ljóst sé hins vegar að á landinu verði að vera starfandi ríkisstjórn í einhverjum formi. „Ef sú staða kemur upp að enginn hjá Bjartri framtíð situr áfram með þessum ráðherra getur margt verið í stöðunni. Hvort aðrir flokkar myndi tímabundna stjórn með Sjálfstæðisflokknum, og eða hvort forsetinn taki það skref að skipa utanþingsstjórn uns það verður kosið að nýju,“ segir Sigurbjörg.Forsetinn bendlaður við málið sem sprengdi ríkisstjórnina Mörgum er enn í fersku minni þegar Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti Íslands, neitaði að skrifa undir lausnarbeiðni Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þáverandi forseta Íslands, í apríl árið 2016 í miðju Wintris-málinu. Sigurbjörg telur ólíklegt að slíka staði komi upp miðað við það sem á undan er gengið á síðustu dögum, fari svo að Bjarni fari á fund forsetans á Bessastöðum og biðjist lausnar.Þetta þóttu helstu möguleikar á ríkisstjórnarmyndun eftir kosningarnar í fyrra. Þá neituðu flokkar að vinna með Framsóknarflokknum sem fyrir vikið er ekki á meðal möguleikanna að ofan.„Mér finnst það ekki líklegt, svona miðað við ræðu forsetans á þingsetningu og hvernig hann er bendlaður við það mál sem síðar varð til þessarar niðurstöðu sem við erum að verða vitni að í dag.“Guðni var ómyrkur í máli vegna uppreistar æru í ræðu sinni við setningu Alþingis í vikunni og sagði að við óbreytt ástand yrði ekki unað.Kosningar í lok október ef boðað yrði til þeirra í dag Ef ákveðið yrði að boða til kosninga í dag segir Sigurbjörg að þær gætu farið fram í lok október eða byrjun nóvember. Þá kæmi upp svipuð staða og í fyrra þegar kosningabaráttan fór fram í miðri umræðu um fjárlagafrumvarp.Traustið hrundi með bönkunum Hún segir málið sem sprengdi þessa ríkisstjórn vera pólitískan skandal. „Og við erum að sjá þá nokkuð tíða í kjölfar hrunsins.“ Sigurbjörg segir allar rannsóknir og kannanir sýna að traust almennings til stjórnmálamanna og opinberra stofnanna hafa hrunið með bönkunum árið 2008 og hafi ekki náð því stigi sem sást fyrir hrun. Ekki séu miklar líkur á því að það muni nokkurn tíma ná því stigi aftur. „Við erum að horfa á allt annan almenning sem er miklu meðvitaðri um það hverjar þessar birtingarmyndir spillingar eru sem þarf að vera vakandi fyrir og taka eftir.“ Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Óttarr sammála slitum stjórnar sem bökuðu Bjartri framtíð óvinsældir Leyndin fram á síðustu stundu fór fyrir brjóstið á Óttarri Proppé og öðrum meðlimum Bjartrar framtíðar. 15. september 2017 06:35 Næsta skref að Bjarni skili umboðinu til forseta Íslands Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor segir stórtíðindi að ræða þegar ríkisstjórn falli. Þetta er í þriðja skiptið á innan við áratug sem ríkisstjórn hrökklast frá völdum. 15. september 2017 07:55 Þingfundi aflýst og flokkar funda Á dagskrá var umræða um fjárlagafrumvarp Benedikts Jóhannessonar sem kynnt var á þriðjudagsmorgun. 15. september 2017 09:52 Björt framtíð slítur ríkisstjórnarsamstarfinu Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti á fundi sínum í kvöld að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn. Kosningin fór fram rafrænt og lauk á tólfta tímanum í kvöld. 15. september 2017 00:06 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Lítið annað virðist vera í stöðunni fyrir Bjarna Benediktsson en að fara á fund forseta Íslands og biðjast lausnar, segir Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórnsýslufræðingur um þá stöðu sem er uppi í stjórnmálunum hér á landi í dag. Björt framtíð sleit stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn í gærkvöldi. Sigurbjörg segir að fari það svo að Bjarni fari á Bessastaði til að biðjast lausnar hafi Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, nokkra kosti í stöðunni.Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, stjórnsýslufræðingur.VísirÓvissa með stöðu Bjartrar framtíðar í ríkisstjórn Hann gæti beðið Bjarna myndi sitja áfram og að Sjálfstæðisflokkurinn, Björt framtíð og Viðreisn verði áfram sem starfsstjórn. Óvíst er þó hvort ráðherrar Bjartrar framtíðar sætti sig við það og þá hefur þingflokkur Viðreisnar gefið út að hann vilji kjósa sem fyrst. Ljóst sé hins vegar að á landinu verði að vera starfandi ríkisstjórn í einhverjum formi. „Ef sú staða kemur upp að enginn hjá Bjartri framtíð situr áfram með þessum ráðherra getur margt verið í stöðunni. Hvort aðrir flokkar myndi tímabundna stjórn með Sjálfstæðisflokknum, og eða hvort forsetinn taki það skref að skipa utanþingsstjórn uns það verður kosið að nýju,“ segir Sigurbjörg.Forsetinn bendlaður við málið sem sprengdi ríkisstjórnina Mörgum er enn í fersku minni þegar Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti Íslands, neitaði að skrifa undir lausnarbeiðni Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þáverandi forseta Íslands, í apríl árið 2016 í miðju Wintris-málinu. Sigurbjörg telur ólíklegt að slíka staði komi upp miðað við það sem á undan er gengið á síðustu dögum, fari svo að Bjarni fari á fund forsetans á Bessastöðum og biðjist lausnar.Þetta þóttu helstu möguleikar á ríkisstjórnarmyndun eftir kosningarnar í fyrra. Þá neituðu flokkar að vinna með Framsóknarflokknum sem fyrir vikið er ekki á meðal möguleikanna að ofan.„Mér finnst það ekki líklegt, svona miðað við ræðu forsetans á þingsetningu og hvernig hann er bendlaður við það mál sem síðar varð til þessarar niðurstöðu sem við erum að verða vitni að í dag.“Guðni var ómyrkur í máli vegna uppreistar æru í ræðu sinni við setningu Alþingis í vikunni og sagði að við óbreytt ástand yrði ekki unað.Kosningar í lok október ef boðað yrði til þeirra í dag Ef ákveðið yrði að boða til kosninga í dag segir Sigurbjörg að þær gætu farið fram í lok október eða byrjun nóvember. Þá kæmi upp svipuð staða og í fyrra þegar kosningabaráttan fór fram í miðri umræðu um fjárlagafrumvarp.Traustið hrundi með bönkunum Hún segir málið sem sprengdi þessa ríkisstjórn vera pólitískan skandal. „Og við erum að sjá þá nokkuð tíða í kjölfar hrunsins.“ Sigurbjörg segir allar rannsóknir og kannanir sýna að traust almennings til stjórnmálamanna og opinberra stofnanna hafa hrunið með bönkunum árið 2008 og hafi ekki náð því stigi sem sást fyrir hrun. Ekki séu miklar líkur á því að það muni nokkurn tíma ná því stigi aftur. „Við erum að horfa á allt annan almenning sem er miklu meðvitaðri um það hverjar þessar birtingarmyndir spillingar eru sem þarf að vera vakandi fyrir og taka eftir.“
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Óttarr sammála slitum stjórnar sem bökuðu Bjartri framtíð óvinsældir Leyndin fram á síðustu stundu fór fyrir brjóstið á Óttarri Proppé og öðrum meðlimum Bjartrar framtíðar. 15. september 2017 06:35 Næsta skref að Bjarni skili umboðinu til forseta Íslands Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor segir stórtíðindi að ræða þegar ríkisstjórn falli. Þetta er í þriðja skiptið á innan við áratug sem ríkisstjórn hrökklast frá völdum. 15. september 2017 07:55 Þingfundi aflýst og flokkar funda Á dagskrá var umræða um fjárlagafrumvarp Benedikts Jóhannessonar sem kynnt var á þriðjudagsmorgun. 15. september 2017 09:52 Björt framtíð slítur ríkisstjórnarsamstarfinu Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti á fundi sínum í kvöld að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn. Kosningin fór fram rafrænt og lauk á tólfta tímanum í kvöld. 15. september 2017 00:06 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Óttarr sammála slitum stjórnar sem bökuðu Bjartri framtíð óvinsældir Leyndin fram á síðustu stundu fór fyrir brjóstið á Óttarri Proppé og öðrum meðlimum Bjartrar framtíðar. 15. september 2017 06:35
Næsta skref að Bjarni skili umboðinu til forseta Íslands Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor segir stórtíðindi að ræða þegar ríkisstjórn falli. Þetta er í þriðja skiptið á innan við áratug sem ríkisstjórn hrökklast frá völdum. 15. september 2017 07:55
Þingfundi aflýst og flokkar funda Á dagskrá var umræða um fjárlagafrumvarp Benedikts Jóhannessonar sem kynnt var á þriðjudagsmorgun. 15. september 2017 09:52
Björt framtíð slítur ríkisstjórnarsamstarfinu Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti á fundi sínum í kvöld að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn. Kosningin fór fram rafrænt og lauk á tólfta tímanum í kvöld. 15. september 2017 00:06