Inga Sæland er klár í slaginn Jakob Bjarnar skrifar 15. september 2017 10:18 Bjarni horfir á forsætisráðuneytið renna sér úr greipum og nú er horft til arftaka. Inga Sæland hlýtur að teljast með þeim sem koma til álita sem forsætisráðherra eftir næstu kosningar. „Þetta er ótrúleg staða sem komin er upp. Ég fylgist spennt með gangi mála. Eins og við öll. Öll þjóðin stendur á öndinni, ekki bara Inga. En, við getum ekki gert neitt annað en spáð í spilin. En, við höfum engar forsendur til að sjá nákvæmlega hvað verður. En hugurinn segir mér að kosið verði fyrr en seinna. Og erum klár í þann slag,“ segir Inga Sæland formaður Flokks fólksins. Flokkur fólksins á ekki fulltrúa á Alþingi, en samkvæmt síðustu skoðanakönnunum myndi Inga og hennar fólk fljúga inn. Það gæti orðið fyrr en seinna. Staðan eftir síðustu alþingiskosningar var flókin, eins og sýndi sig í því hversu erfitt reyndist að skrúfa saman nýja stjórn. Sú staða er orðin að einni bendu eftir að Björt framtíð sagði sig frá stjórnarsamstarfi og í yfirlýsingu Viðreisnar í nótt er hvatt til þess að boðað verði til kosninga.Skorast ekki undan ábyrgð Þessi flókna staða, þar sem samstarf milli þeirra flokka sem á þingi eru virðist ómögulegt, þýðir einfaldlega það að Inga og Flokkur fólksins gæti hæglega verið í oddastöðu eftir næstu alþingiskosningar. Ingu nánast bregður við þegar blaðamaður Vísis spyr hana hreint út hvort hún sé tilbúin að leiða næstu ríkisstjórn. Er henni þó sjaldnast orða vant. Segir að það sé fráleitt að slá slíku upp. „Fáránlegt að segja þetta. Galið. En, Inga skorast aldrei undan neinu sem henni er treyst til að gera. Ég mun takast á við hvaða verkefni sem óskað er af mér,“ segir hún og ekki á henni að heyra að henni vaxi í augum að taka að sér að forsætisráðuneytið.Inga fer í landsmálin „Nú er spurningin hvað verður. Eðli máls samkvæmt býst maður við að Bjarni biðjist lausnar fyrir sig og ríkisstjórnina. En við sjáum hvað setur. Þetta eru óvissutímar. Maður veit ekki hvað morgundagurinn ber í skauti sér. En Flokkur fólksins er tilbúinn að takast á við allar áskoranir. Og eðlilegast að halda kosningar sem allra fyrst.“ Inga, sem hefur verið önnum kafin við að undirbúa komandi sveitarstjórnarkosningar, segir að nú þurfi að forgangsraða. „Ég mun þá ekki fara fram í borginni, ætlaði að millilenda þar, ef til alþingiskosninga kemur, þá leiði ég flokkinn á þeim vettvangi.“ Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
„Þetta er ótrúleg staða sem komin er upp. Ég fylgist spennt með gangi mála. Eins og við öll. Öll þjóðin stendur á öndinni, ekki bara Inga. En, við getum ekki gert neitt annað en spáð í spilin. En, við höfum engar forsendur til að sjá nákvæmlega hvað verður. En hugurinn segir mér að kosið verði fyrr en seinna. Og erum klár í þann slag,“ segir Inga Sæland formaður Flokks fólksins. Flokkur fólksins á ekki fulltrúa á Alþingi, en samkvæmt síðustu skoðanakönnunum myndi Inga og hennar fólk fljúga inn. Það gæti orðið fyrr en seinna. Staðan eftir síðustu alþingiskosningar var flókin, eins og sýndi sig í því hversu erfitt reyndist að skrúfa saman nýja stjórn. Sú staða er orðin að einni bendu eftir að Björt framtíð sagði sig frá stjórnarsamstarfi og í yfirlýsingu Viðreisnar í nótt er hvatt til þess að boðað verði til kosninga.Skorast ekki undan ábyrgð Þessi flókna staða, þar sem samstarf milli þeirra flokka sem á þingi eru virðist ómögulegt, þýðir einfaldlega það að Inga og Flokkur fólksins gæti hæglega verið í oddastöðu eftir næstu alþingiskosningar. Ingu nánast bregður við þegar blaðamaður Vísis spyr hana hreint út hvort hún sé tilbúin að leiða næstu ríkisstjórn. Er henni þó sjaldnast orða vant. Segir að það sé fráleitt að slá slíku upp. „Fáránlegt að segja þetta. Galið. En, Inga skorast aldrei undan neinu sem henni er treyst til að gera. Ég mun takast á við hvaða verkefni sem óskað er af mér,“ segir hún og ekki á henni að heyra að henni vaxi í augum að taka að sér að forsætisráðuneytið.Inga fer í landsmálin „Nú er spurningin hvað verður. Eðli máls samkvæmt býst maður við að Bjarni biðjist lausnar fyrir sig og ríkisstjórnina. En við sjáum hvað setur. Þetta eru óvissutímar. Maður veit ekki hvað morgundagurinn ber í skauti sér. En Flokkur fólksins er tilbúinn að takast á við allar áskoranir. Og eðlilegast að halda kosningar sem allra fyrst.“ Inga, sem hefur verið önnum kafin við að undirbúa komandi sveitarstjórnarkosningar, segir að nú þurfi að forgangsraða. „Ég mun þá ekki fara fram í borginni, ætlaði að millilenda þar, ef til alþingiskosninga kemur, þá leiði ég flokkinn á þeim vettvangi.“
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira