Segir handahófskennd vinnubrögð Sigríðar siðferðilega ámælisverð Birgir Olgeirsson skrifar 15. september 2017 14:47 Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra. vísir/Vilhelm „Samkvæmt fréttaflutningi er dómsmálaráðherra tæplega samkvæm sjálfri sér,“ segir Henry Alexander Henrysson, sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun, um ákvörðun Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra að segja Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra frá því að faðir hans, Benedikt Sveinsson, væri á meðal umsagnaraðila á umsókn dæmds kynferðisbrotamanns um uppreist æru.Mánuði fyrr hafði ráðuneyti Sigríðar tilkynnt að það mæti það svo að ekki mætti birta nöfn umsagnaraðila. „Hún virðist brjóta þá meginreglu sem hún segist starfa eftir,“ segir Henry Alexander. „Slík ósamkvæmni er oft siðferðilega gagnrýnisverð. Hún taldi sig hins vegar vera að gera það rétta í stöðunni og við brjótum oft reglur þegar okkur finnst meiri siðferðilegir hagsmunir í húfi. Ég hef hins vegar ekki heyrt hvaða hagsmunir voru þarna í húfi aðrir en stjórnmálalegs eðlis,“ segir Henry Alexander.Henry Alexander Henrysson, sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun.Vísir/ErnirHann veltir því upp hvort Sigríði hafi metið það svo að samráðherra hennar hafi átt rétt á að fá þessar upplýsingar, annað hvort á persónulegum forsendum eða sem nokkurs konar verkstjóri ríkisstjórnar. „Hver svo sem hugsunin var er niðurstaðan sú að þetta kemur fyrir sem handahófskennd vinnubrögð sem svo er ekki fylgt eftir með nægilega ábyrgum hætti þar sem tekið er tillit til eðli málsins." Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti með afgerandi meirihluta að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu í gærkvöldi vegna trúnaðarbrests. Í framhaldinu lýsti Viðreisn því yfir að loknum fundi sínum að réttast væri að boða til kosninga í ljósi stöðunnar sem væri komin upp. Trúnaðarbresturinn sem Björt framtíð vísar til snýr að því að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra greindi Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra frá því í júlí að faðir hans, Benedikt Sveinsson, væri á meðal umsagnaraðila eins þeirra 32 sem hefðu fengið uppreist æru frá árinu 1995. Mánuði fyrr hafði dómsmálaráðherra neitað fjölmiðlum um aðgang að gögnum í einu slíku máli. Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Næsta skref að Bjarni skili umboðinu til forseta Íslands Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor segir stórtíðindi að ræða þegar ríkisstjórn falli. Þetta er í þriðja skiptið á innan við áratug sem ríkisstjórn hrökklast frá völdum. 15. september 2017 07:55 Nokkrir möguleikar í stöðunni fyrir forsetann Stjórnsýslufræðingi finnst líklegast í stöðunni að forsætisráðherra biðjist lausnar. 15. september 2017 10:17 „Menn hafa veitt honum þung högg en hann hefur aldrei riðað til falls“ Segir oft hafa verið sótt hart að formanni Sjálfstæðisflokksins en hafi staðið allar atlögur af sér. 15. september 2017 12:44 Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
„Samkvæmt fréttaflutningi er dómsmálaráðherra tæplega samkvæm sjálfri sér,“ segir Henry Alexander Henrysson, sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun, um ákvörðun Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra að segja Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra frá því að faðir hans, Benedikt Sveinsson, væri á meðal umsagnaraðila á umsókn dæmds kynferðisbrotamanns um uppreist æru.Mánuði fyrr hafði ráðuneyti Sigríðar tilkynnt að það mæti það svo að ekki mætti birta nöfn umsagnaraðila. „Hún virðist brjóta þá meginreglu sem hún segist starfa eftir,“ segir Henry Alexander. „Slík ósamkvæmni er oft siðferðilega gagnrýnisverð. Hún taldi sig hins vegar vera að gera það rétta í stöðunni og við brjótum oft reglur þegar okkur finnst meiri siðferðilegir hagsmunir í húfi. Ég hef hins vegar ekki heyrt hvaða hagsmunir voru þarna í húfi aðrir en stjórnmálalegs eðlis,“ segir Henry Alexander.Henry Alexander Henrysson, sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun.Vísir/ErnirHann veltir því upp hvort Sigríði hafi metið það svo að samráðherra hennar hafi átt rétt á að fá þessar upplýsingar, annað hvort á persónulegum forsendum eða sem nokkurs konar verkstjóri ríkisstjórnar. „Hver svo sem hugsunin var er niðurstaðan sú að þetta kemur fyrir sem handahófskennd vinnubrögð sem svo er ekki fylgt eftir með nægilega ábyrgum hætti þar sem tekið er tillit til eðli málsins." Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti með afgerandi meirihluta að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu í gærkvöldi vegna trúnaðarbrests. Í framhaldinu lýsti Viðreisn því yfir að loknum fundi sínum að réttast væri að boða til kosninga í ljósi stöðunnar sem væri komin upp. Trúnaðarbresturinn sem Björt framtíð vísar til snýr að því að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra greindi Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra frá því í júlí að faðir hans, Benedikt Sveinsson, væri á meðal umsagnaraðila eins þeirra 32 sem hefðu fengið uppreist æru frá árinu 1995. Mánuði fyrr hafði dómsmálaráðherra neitað fjölmiðlum um aðgang að gögnum í einu slíku máli.
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Næsta skref að Bjarni skili umboðinu til forseta Íslands Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor segir stórtíðindi að ræða þegar ríkisstjórn falli. Þetta er í þriðja skiptið á innan við áratug sem ríkisstjórn hrökklast frá völdum. 15. september 2017 07:55 Nokkrir möguleikar í stöðunni fyrir forsetann Stjórnsýslufræðingi finnst líklegast í stöðunni að forsætisráðherra biðjist lausnar. 15. september 2017 10:17 „Menn hafa veitt honum þung högg en hann hefur aldrei riðað til falls“ Segir oft hafa verið sótt hart að formanni Sjálfstæðisflokksins en hafi staðið allar atlögur af sér. 15. september 2017 12:44 Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
Næsta skref að Bjarni skili umboðinu til forseta Íslands Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor segir stórtíðindi að ræða þegar ríkisstjórn falli. Þetta er í þriðja skiptið á innan við áratug sem ríkisstjórn hrökklast frá völdum. 15. september 2017 07:55
Nokkrir möguleikar í stöðunni fyrir forsetann Stjórnsýslufræðingi finnst líklegast í stöðunni að forsætisráðherra biðjist lausnar. 15. september 2017 10:17
„Menn hafa veitt honum þung högg en hann hefur aldrei riðað til falls“ Segir oft hafa verið sótt hart að formanni Sjálfstæðisflokksins en hafi staðið allar atlögur af sér. 15. september 2017 12:44