Segir Sigríði Andersen seka um yfirhylmingu Jakob Bjarnar skrifar 15. september 2017 15:21 Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur segir að samkvæmt stjórnsýslulögum beri mönnum ekki skylda til að sýna trúnað ef það felur í sér lögbrot. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur telur víst að dómamálaráðherra beri ábyrgð á yfirhylmingu. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur telur víst að Sigríður Á Andersen dómamálaráðherra beri ábyrgð á yfirhylmingu. Haukur fer yfir málið á Facebooksíðu sinni, vísar til þess að Prófessor dr. Eiríkur Bergmann hafi auglýst eftir stjórnsýslulegum sjónarmiðum varðandi „yfirhylmingarmálið“ í hádegisfréttum. Eða í því máli sem hefur orðið til þess að Björt framtíð hefur sagt sig frá stjórnarsamstarfinu.Haukur telur forsætisráherra hafa sýnt dómgreinarbrest.„Mitt sjónarmið er að Sigríður Á Andersen beri að lítið athuguðu máli alla ábyrgð á yfirhylmingunni. Þá á ég við að ráðherrar hafa á engan hátt sameiginlegt vald, samkvæmt stjórnarskrá ber hver ráðherra ábyrgð á sínum málaflokki,“ segir Haukur.Dómgreindarleysi forsætisráðherraAð því sögðu nefnir hann að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sér þar með og ekki endilega með hreinan skjöld. „Við skulum vona að hann hafi ekki hvatt dómsmálaráðherra til að hylma yfir málið, það myndi veikja hans stöðu og jafnvel færa ábyrgðina yfir á hann að hluta eða öllu leyti. Þá á ég m.a. við að hann getur haft afgerandi áhrif á stjórnmálaframa dómsmálaráðherra og því má hugsa sér að hann hafi misnotað vald. En munum samt að þetta eru getgátur.Haukur telur að Alþingi ætti að huga gaumgæfilega að stöðu Brynjars Níelssonar.Að öðru leyti hefur hann sýnt dómgreindarleysi í málinu frá upphafi með því að segja ekki sannleikann og allan sannleikann. Það getur komið sér illa pólitískt.“Staða Brynjars tæpÞá beinir Haukur sjónum að stöðu Brynjars Nielssonar, formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og telur eðlilegt að Alþingi skoði hana vel. Brynjar „tók ekki ákvörðun um birtingu gagnanna á grundvelli eigin dómgreindar, en ákvað að hylma yfir til að hlífa forsætisráðherra frá óþægindum og felur sig bak við trúnað við ráðherra.Mönnum ber ekki skylda til að sýna trúnað ef það felur í sér lögbrot. Þá þarf að skoða stöðu annarra þingmanna meirihlutans sem gerðu það sama. Þá finnst mér að Brynjar ætti að taka upp stífar hæfisreglur í málum þótt hann sé ekki háður slíkum reglum á Alþingi.“ Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur telur víst að dómamálaráðherra beri ábyrgð á yfirhylmingu. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur telur víst að Sigríður Á Andersen dómamálaráðherra beri ábyrgð á yfirhylmingu. Haukur fer yfir málið á Facebooksíðu sinni, vísar til þess að Prófessor dr. Eiríkur Bergmann hafi auglýst eftir stjórnsýslulegum sjónarmiðum varðandi „yfirhylmingarmálið“ í hádegisfréttum. Eða í því máli sem hefur orðið til þess að Björt framtíð hefur sagt sig frá stjórnarsamstarfinu.Haukur telur forsætisráherra hafa sýnt dómgreinarbrest.„Mitt sjónarmið er að Sigríður Á Andersen beri að lítið athuguðu máli alla ábyrgð á yfirhylmingunni. Þá á ég við að ráðherrar hafa á engan hátt sameiginlegt vald, samkvæmt stjórnarskrá ber hver ráðherra ábyrgð á sínum málaflokki,“ segir Haukur.Dómgreindarleysi forsætisráðherraAð því sögðu nefnir hann að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sér þar með og ekki endilega með hreinan skjöld. „Við skulum vona að hann hafi ekki hvatt dómsmálaráðherra til að hylma yfir málið, það myndi veikja hans stöðu og jafnvel færa ábyrgðina yfir á hann að hluta eða öllu leyti. Þá á ég m.a. við að hann getur haft afgerandi áhrif á stjórnmálaframa dómsmálaráðherra og því má hugsa sér að hann hafi misnotað vald. En munum samt að þetta eru getgátur.Haukur telur að Alþingi ætti að huga gaumgæfilega að stöðu Brynjars Níelssonar.Að öðru leyti hefur hann sýnt dómgreindarleysi í málinu frá upphafi með því að segja ekki sannleikann og allan sannleikann. Það getur komið sér illa pólitískt.“Staða Brynjars tæpÞá beinir Haukur sjónum að stöðu Brynjars Nielssonar, formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og telur eðlilegt að Alþingi skoði hana vel. Brynjar „tók ekki ákvörðun um birtingu gagnanna á grundvelli eigin dómgreindar, en ákvað að hylma yfir til að hlífa forsætisráðherra frá óþægindum og felur sig bak við trúnað við ráðherra.Mönnum ber ekki skylda til að sýna trúnað ef það felur í sér lögbrot. Þá þarf að skoða stöðu annarra þingmanna meirihlutans sem gerðu það sama. Þá finnst mér að Brynjar ætti að taka upp stífar hæfisreglur í málum þótt hann sé ekki háður slíkum reglum á Alþingi.“
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira