Alltaf verið stelpustelpa Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 16. september 2017 09:30 Ólafía segist vita að fólk deili um keppnina en að allir megi hafa sínar skoðanir. "Mér finnst að hver og einn megi gera það sem hann vill." MYND/STEFÁN Ólafía Ósk Finnsdóttir er fegursta kona lýðveldisins. Hún elskar kleinuhringi og segir lýsa sér best að hún sé lífsglöð, hláturmild og hamingjusöm. „Ég hef alltaf þurft að vera skvísa. Það er meðfætt. Og verið mikil stelpustelpa,“ segir Ólafía Ósk Finnsdóttir, nýkrýnd fegurðardrottning Íslands. „Sem lítil stúlka þótti mér skemmtilegast að punta mig og vera fín, og ég elskaði glimmerkjóla. Ég stalst í málningardótið hennar mömmu, varalitaði mig og naglalakkaði, og lék mér dagana langa með Barbie dúkkur sem ég klæddi upp í eigin hönnun sem ég bjó til úr efnisendum og fleiru sem féll til.“ Ungfrú Ísland segist þó aldrei hafa uppgötvað að hún væri sæt. „Ég var langt í frá sætasta stelpan í bekknum og var lítið fyrir athyglina, enda róleg og lítillát að upplagi. Því kom mörgum á óvart að ég skyldi enda í fegurðarsamkeppni þar sem kastljósið skín á mann, sem og að mér hafi líkað það svona vel. Ég hef alla tíð fylgst með þessum keppnum og ákvað að slá til því mig langaði að prófa eitthvað nýtt og öðlast meiri sjálfsstyrkingu. Það var ótrúlega góð lífsreynsla og kom mér sannarlega í opna skjöldu að vinna.“ Ólafía Ósk tók einnig þátt í keppninni Miss Universe Iceland í fyrra. „Þá var ég helst til of ung en nú er ég orðin miðaldra í þessum bransa, ef svo má segja,“ segir hún og hlær. „Ég lenti þar á topp tíu en reynslan kom sér vel nú. Ég mæli hiklaust með fegurðarsamkeppnum fyrir allar stelpur sem langar að prófa því maður uppsker góða vináttu og dýrmæta lífsreynslu.“Ólafía Ósk var krýnd Ungfrú Ísland 26. ágúst síðastliðinn.Vísir/StefánSönn og hjartahlý Fegursta kona Íslands fæddist í Reykjavík 15. nóvember 1997. Hún er uppalin í Grafarvogi en hefur sterkar taugar til Akureyrar þangað sem hún fer tíðum til móðurömmu sinnar og afa. „Ég verð tvítug í Sanya í Kína þar sem Miss World fer fram 18. nóvember. Foreldrar mínir fylgja mér utan svo ég verð örugglega ekki ein á afmælisdaginn. Dagskráin verður þó stíf allan tímann svo ég fagna stórafmælinu sennilega með 130 öðrum fegurðardrottningum, sem er nú ekki amalegt,“ segir hún full tilhlökkunar. Beðin um að lýsa sjálfri sér svarar Ólafía: „Ég er hamingjusöm, lífsglöð og brosmild. Það lýsir mér best. Hamingjusöm vegna þess að ég er ánægð að vera ég. Um leið og maður nær því að vera sáttur við sjálfan sig fylgir vellíðan í kjölfarið. Fegurðin ein og sér skapar ekki hamingjuna. Það sem býr innra með manni skapar sanna hamingju.“ Og ungfrú Ísland segist í engu breytt þótt hún beri nú tilkomumikinn titil. „Ég er enn sú sama og ég var, en hef nú nýju verkefni að sinna. Ég vil sannarlega vera góð fyrirmynd fyrir hvern sem er. Góð fyrirmynd er í mínum huga sönn og hjartahlý manneskja sem er lífsglöð og gefur af sér.“Vill hjúkra og hugga Þegar Ólafía var lítil ætlaði hún að verða fatahönnuður eða hjúkrunarfræðingur. „Ég varð strax einbeitt í þessu starfsvali og það hefur ekkert breyst. Ég fór í fatahönnunarnám í Tækniskólanum eftir grunnskóla og þaðan í sjúkraliðanám við Fjölbrautaskólann í Ármúla. Þegar því lýkur ætla ég í hjúkrunarfræði, en mig langar að hafa fatahönnunina sem áhugamál eða hliðargrein.“ Sem stendur starfar Ólafía í farþegaafgreiðslu Icelandair á Keflavíkurflugvelli. „Það er skemmtileg vinna en auðvitað á ég mér líka flugfreyjudrauma. Ég er bara ekki orðin nógu gömul til að sækja um,“ segir hún og hlær við. Áður starfaði Ólafía á Alzheimers- og heilabilunardeild hjúkrunarheimilisins Sóltúns. „Mér fannst áhugavert að fá innsýn í þann erfiða heim aldraðra og það ýtti enn undir áhuga minn á hjúkrun. Samhliða starfi mínu í Sóltúni vann ég á frístundaheimili sem stuðningsfulltrúi stúlku með CP-hreyfihömlun, sem var yndislega gefandi. Ég er andlega sterk og er vonandi styrkur þeim sem á honum þurfa að halda. Það fyllir mig vellíðan að geta gert gagn.“ Í frístundum þykir Ólafíu gott að bregða sér úr bænum. „Fjölskylda kærasta míns rekur búskap og ferðaþjónustu í Úthlíð í Biskupstungum þangað sem mér finnst gott að fara og ég reyni að komast til Akureyrar þegar ég get. Mér finnst gott að kúpla mig út úr borgarysnum og taka lífinu með ró í sveitakyrrðinni.“"Að vera ungfrú Ísland hefur kennt mér að vera stolt af sjálfri mér og að muna hver ég er,“ segir Ólafía.Vísir/StefánKærastinn stoltur Ungfrú Ísland er lofuð. Sá heppni er Unnar Geir Þorsteinsson úr Árbænum. „Við kynntumst fyrir tæpum þremur árum í Tækniskólanum þar sem hann er að ljúka námi í rafvirkjun. Unnar spilaði lengi vel fótbolta með Fylki og æfir enn með Elliða, undirliði Fylkis,“ útskýrir Ólafía en er ekki með skýringu á reiðum höndum þegar hún er spurð hvað sé málið með fegurðardrottningar og fótboltamenn. „Það er að vísu rétt að fegurðardrottningar falla fyrir fótboltamönnum og öfugt, en ætli það sé ekki sameiginleg ævintýramennska, ferðaþrá, keppnisskap og áhugi á heilsurækt sem kyndir undir ástum þeirra.“ Að sögn Ólafíu þarf kærastinn ekki að hafa neitt annað til að bera en að vera einmitt hann og enginn annar. „Honum þykir þetta auðvitað skemmtilegt, er stoltur af sinni konu og spenntur fyrir framhaldinu. Hann verður í jólaprófunum á sama tíma og Miss World fer fram í Kína og það er meira en að segja það að stinga af frá þeim. En hann fylgist grannt með heima.“ Anna Lára Orlowska, ungfrú Ísland 2016, er helsta fyrirmynd Ólafíu meðal íslenskra fegurðardrottninga. „Við Anna Lára urðum góðar vinkonur þegar við unnum saman á frístundaheimilinu Stjörnulandi í Grafarholti. Það er auðvitað skemmtileg tilviljun að við báðar séum handhafar þessarar fallegu kórónu. Anna Lára gaf mér í veganesti að vera ég sjálf í þessari keppni og njóta ferðarinnar. Vitaskuld var ekki fyrirsjáanlegt að ég myndi vinna og því yndislega fallegt augnablik vináttu og væntumþykju þegar hún tók kórónuna af sínu höfði til að krýna mig henni sem nýja ungfrú Ísland.“ Nýorðin ungfrú Ísland kveðst Ólafía ekki hafa upplifað fordóma annarra í garð fegurðarsamkeppni. „Ekki á eigin skinni, nei. Ég veit að fólk deilir um keppnina og allir mega hafa sínar skoðanir. Mér finnst að hver og einn megi gera það sem hann vill. Við erum öll ólík og það er í besta lagi. Keppnin hafði góð áhrif á mig og var fyrst og fremst uppbyggileg. Hún jók sjálfstraust mitt og vann bug á óöryggi mínu við að koma fram.“Getur hrist augasteinana Náttúruleg fegurð þarf vissulega að vera til staðar hjá fegurstu konu Íslands og segist Ólafía oftar en ekki fara úr húsi ómáluð. „Mitt fegrunarráð er að halda sér heilbrigðri og hraustri. Það leynir sér ekki á útliti manns þegar vellíðan skín í gegn. Ég æfði fimleika með Ármanni í tíu ár en þurfti að hætta þegar ég meiddist á ökkla. Síðan hef ég stundað almenna líkamsrækt og líður best þegar ég hreyfi mig. Ég reyni líka að borða hollt en fæ mér súkkulaði þegar mig langar til,“ segir Ólafía sem rétt komst heim undan fellibylnum Irmu eftir sumarleyfi í Flórída fyrr í mánuðinum. „Minn helsti veikleiki er kleinuhringir. Ég elska kleinuhringi og naut mín þess vegna sérstaklega vel í gósenlandi kleinuhringjanna í Ameríku. Ég á það til að lauma mér á kleinuhringjastaðina hér heima og í verslun 10/11 í Leifsstöð er Dunkin’ Donuts. Eftir langar vaktir er stundum erfitt að labba þar framhjá án þess að fá sér kleinuhring, en ég reyni að hemja mig,“ segir hún hláturmild. Í keppninni Miss World dugar fegurðin ekki ein og sér heldur þurfa fegurðardrottningar heimsins að sýna hæfileika sína. „Mörgum gæti komi á óvart að ég geti hrist í mér augasteinana, en það geta svo sem fleiri. Ég er með latt auga og á að ganga með gleraugu, en hef ekki verið nógu dugleg að nota þau. Ætli ég sýni ekki dansatriði með fimleikaívafi í Kína? Atriðið þarf að hitta í mark, en ég reikna síður með að fara í flikk flakk eða heljarstökk,“ segir sú allra fegursta og skellir upp úr.Fylgstu með Ólafíu á SnapChat og Instagram undir olafiaosk. Ungfrú Ísland Mest lesið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið KSI kýlir út í íslenska loftið Lífið Fleiri fréttir Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Sjá meira
Ólafía Ósk Finnsdóttir er fegursta kona lýðveldisins. Hún elskar kleinuhringi og segir lýsa sér best að hún sé lífsglöð, hláturmild og hamingjusöm. „Ég hef alltaf þurft að vera skvísa. Það er meðfætt. Og verið mikil stelpustelpa,“ segir Ólafía Ósk Finnsdóttir, nýkrýnd fegurðardrottning Íslands. „Sem lítil stúlka þótti mér skemmtilegast að punta mig og vera fín, og ég elskaði glimmerkjóla. Ég stalst í málningardótið hennar mömmu, varalitaði mig og naglalakkaði, og lék mér dagana langa með Barbie dúkkur sem ég klæddi upp í eigin hönnun sem ég bjó til úr efnisendum og fleiru sem féll til.“ Ungfrú Ísland segist þó aldrei hafa uppgötvað að hún væri sæt. „Ég var langt í frá sætasta stelpan í bekknum og var lítið fyrir athyglina, enda róleg og lítillát að upplagi. Því kom mörgum á óvart að ég skyldi enda í fegurðarsamkeppni þar sem kastljósið skín á mann, sem og að mér hafi líkað það svona vel. Ég hef alla tíð fylgst með þessum keppnum og ákvað að slá til því mig langaði að prófa eitthvað nýtt og öðlast meiri sjálfsstyrkingu. Það var ótrúlega góð lífsreynsla og kom mér sannarlega í opna skjöldu að vinna.“ Ólafía Ósk tók einnig þátt í keppninni Miss Universe Iceland í fyrra. „Þá var ég helst til of ung en nú er ég orðin miðaldra í þessum bransa, ef svo má segja,“ segir hún og hlær. „Ég lenti þar á topp tíu en reynslan kom sér vel nú. Ég mæli hiklaust með fegurðarsamkeppnum fyrir allar stelpur sem langar að prófa því maður uppsker góða vináttu og dýrmæta lífsreynslu.“Ólafía Ósk var krýnd Ungfrú Ísland 26. ágúst síðastliðinn.Vísir/StefánSönn og hjartahlý Fegursta kona Íslands fæddist í Reykjavík 15. nóvember 1997. Hún er uppalin í Grafarvogi en hefur sterkar taugar til Akureyrar þangað sem hún fer tíðum til móðurömmu sinnar og afa. „Ég verð tvítug í Sanya í Kína þar sem Miss World fer fram 18. nóvember. Foreldrar mínir fylgja mér utan svo ég verð örugglega ekki ein á afmælisdaginn. Dagskráin verður þó stíf allan tímann svo ég fagna stórafmælinu sennilega með 130 öðrum fegurðardrottningum, sem er nú ekki amalegt,“ segir hún full tilhlökkunar. Beðin um að lýsa sjálfri sér svarar Ólafía: „Ég er hamingjusöm, lífsglöð og brosmild. Það lýsir mér best. Hamingjusöm vegna þess að ég er ánægð að vera ég. Um leið og maður nær því að vera sáttur við sjálfan sig fylgir vellíðan í kjölfarið. Fegurðin ein og sér skapar ekki hamingjuna. Það sem býr innra með manni skapar sanna hamingju.“ Og ungfrú Ísland segist í engu breytt þótt hún beri nú tilkomumikinn titil. „Ég er enn sú sama og ég var, en hef nú nýju verkefni að sinna. Ég vil sannarlega vera góð fyrirmynd fyrir hvern sem er. Góð fyrirmynd er í mínum huga sönn og hjartahlý manneskja sem er lífsglöð og gefur af sér.“Vill hjúkra og hugga Þegar Ólafía var lítil ætlaði hún að verða fatahönnuður eða hjúkrunarfræðingur. „Ég varð strax einbeitt í þessu starfsvali og það hefur ekkert breyst. Ég fór í fatahönnunarnám í Tækniskólanum eftir grunnskóla og þaðan í sjúkraliðanám við Fjölbrautaskólann í Ármúla. Þegar því lýkur ætla ég í hjúkrunarfræði, en mig langar að hafa fatahönnunina sem áhugamál eða hliðargrein.“ Sem stendur starfar Ólafía í farþegaafgreiðslu Icelandair á Keflavíkurflugvelli. „Það er skemmtileg vinna en auðvitað á ég mér líka flugfreyjudrauma. Ég er bara ekki orðin nógu gömul til að sækja um,“ segir hún og hlær við. Áður starfaði Ólafía á Alzheimers- og heilabilunardeild hjúkrunarheimilisins Sóltúns. „Mér fannst áhugavert að fá innsýn í þann erfiða heim aldraðra og það ýtti enn undir áhuga minn á hjúkrun. Samhliða starfi mínu í Sóltúni vann ég á frístundaheimili sem stuðningsfulltrúi stúlku með CP-hreyfihömlun, sem var yndislega gefandi. Ég er andlega sterk og er vonandi styrkur þeim sem á honum þurfa að halda. Það fyllir mig vellíðan að geta gert gagn.“ Í frístundum þykir Ólafíu gott að bregða sér úr bænum. „Fjölskylda kærasta míns rekur búskap og ferðaþjónustu í Úthlíð í Biskupstungum þangað sem mér finnst gott að fara og ég reyni að komast til Akureyrar þegar ég get. Mér finnst gott að kúpla mig út úr borgarysnum og taka lífinu með ró í sveitakyrrðinni.“"Að vera ungfrú Ísland hefur kennt mér að vera stolt af sjálfri mér og að muna hver ég er,“ segir Ólafía.Vísir/StefánKærastinn stoltur Ungfrú Ísland er lofuð. Sá heppni er Unnar Geir Þorsteinsson úr Árbænum. „Við kynntumst fyrir tæpum þremur árum í Tækniskólanum þar sem hann er að ljúka námi í rafvirkjun. Unnar spilaði lengi vel fótbolta með Fylki og æfir enn með Elliða, undirliði Fylkis,“ útskýrir Ólafía en er ekki með skýringu á reiðum höndum þegar hún er spurð hvað sé málið með fegurðardrottningar og fótboltamenn. „Það er að vísu rétt að fegurðardrottningar falla fyrir fótboltamönnum og öfugt, en ætli það sé ekki sameiginleg ævintýramennska, ferðaþrá, keppnisskap og áhugi á heilsurækt sem kyndir undir ástum þeirra.“ Að sögn Ólafíu þarf kærastinn ekki að hafa neitt annað til að bera en að vera einmitt hann og enginn annar. „Honum þykir þetta auðvitað skemmtilegt, er stoltur af sinni konu og spenntur fyrir framhaldinu. Hann verður í jólaprófunum á sama tíma og Miss World fer fram í Kína og það er meira en að segja það að stinga af frá þeim. En hann fylgist grannt með heima.“ Anna Lára Orlowska, ungfrú Ísland 2016, er helsta fyrirmynd Ólafíu meðal íslenskra fegurðardrottninga. „Við Anna Lára urðum góðar vinkonur þegar við unnum saman á frístundaheimilinu Stjörnulandi í Grafarholti. Það er auðvitað skemmtileg tilviljun að við báðar séum handhafar þessarar fallegu kórónu. Anna Lára gaf mér í veganesti að vera ég sjálf í þessari keppni og njóta ferðarinnar. Vitaskuld var ekki fyrirsjáanlegt að ég myndi vinna og því yndislega fallegt augnablik vináttu og væntumþykju þegar hún tók kórónuna af sínu höfði til að krýna mig henni sem nýja ungfrú Ísland.“ Nýorðin ungfrú Ísland kveðst Ólafía ekki hafa upplifað fordóma annarra í garð fegurðarsamkeppni. „Ekki á eigin skinni, nei. Ég veit að fólk deilir um keppnina og allir mega hafa sínar skoðanir. Mér finnst að hver og einn megi gera það sem hann vill. Við erum öll ólík og það er í besta lagi. Keppnin hafði góð áhrif á mig og var fyrst og fremst uppbyggileg. Hún jók sjálfstraust mitt og vann bug á óöryggi mínu við að koma fram.“Getur hrist augasteinana Náttúruleg fegurð þarf vissulega að vera til staðar hjá fegurstu konu Íslands og segist Ólafía oftar en ekki fara úr húsi ómáluð. „Mitt fegrunarráð er að halda sér heilbrigðri og hraustri. Það leynir sér ekki á útliti manns þegar vellíðan skín í gegn. Ég æfði fimleika með Ármanni í tíu ár en þurfti að hætta þegar ég meiddist á ökkla. Síðan hef ég stundað almenna líkamsrækt og líður best þegar ég hreyfi mig. Ég reyni líka að borða hollt en fæ mér súkkulaði þegar mig langar til,“ segir Ólafía sem rétt komst heim undan fellibylnum Irmu eftir sumarleyfi í Flórída fyrr í mánuðinum. „Minn helsti veikleiki er kleinuhringir. Ég elska kleinuhringi og naut mín þess vegna sérstaklega vel í gósenlandi kleinuhringjanna í Ameríku. Ég á það til að lauma mér á kleinuhringjastaðina hér heima og í verslun 10/11 í Leifsstöð er Dunkin’ Donuts. Eftir langar vaktir er stundum erfitt að labba þar framhjá án þess að fá sér kleinuhring, en ég reyni að hemja mig,“ segir hún hláturmild. Í keppninni Miss World dugar fegurðin ekki ein og sér heldur þurfa fegurðardrottningar heimsins að sýna hæfileika sína. „Mörgum gæti komi á óvart að ég geti hrist í mér augasteinana, en það geta svo sem fleiri. Ég er með latt auga og á að ganga með gleraugu, en hef ekki verið nógu dugleg að nota þau. Ætli ég sýni ekki dansatriði með fimleikaívafi í Kína? Atriðið þarf að hitta í mark, en ég reikna síður með að fara í flikk flakk eða heljarstökk,“ segir sú allra fegursta og skellir upp úr.Fylgstu með Ólafíu á SnapChat og Instagram undir olafiaosk.
Ungfrú Ísland Mest lesið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið KSI kýlir út í íslenska loftið Lífið Fleiri fréttir Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Sjá meira