Formaður Samfylkingarinnar: Sjálfstæðisflokkurinn stígi til hliðar fram að kosningum Kjartan Kjartansson skrifar 15. september 2017 17:36 Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir brýnt að Alþingi sýni kjark fyrir börn í neyð. Vísir/Stefán Sjálfstæðismenn njóta ekki trausts til að sitja á ráðherrastólum og ættu að stíga til hliðar og leyfa öðrum að fara með starfsstjórn fram að kosningum. Þetta segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, um boðaðar þingkosningar. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, lýsti því yfir á blaðamannafundi síðdegis að hann hygðist boða til þingkosninga í kjölfar þess að Björt framtíð sprengdi ríkisstjórnarsamstarfið í gærkvöldi. Þær geti farið fram í nóvember. Logi segir að það nokkuð rökrétt að ganga til kosninga við þessar aðstæður. Ef engin önnur stjórn sé í spilunum þá sé eins gott að kjósa sem fyrst. „Ekki í augnablikinu. Maður veit aldrei hvað dagurinn ber í skauti sér,“ segir Logi um mögulegt nýtt stjórnarmynstur. Engar formlegar viðræður séu í gangi þess efnis.Afgreiði útlendingamál og hluta stjórnarskrárbreytinga fyrir kosningarLogi segir þó mikilvægt að þingið fái tíma til að afgreiða mál sem eru mjög brýn. Nefnir hann meðferð útlendingamála og afmarkaða þætti stjórnarskrárinnar sem hann vill ljúka fyrir kosningar. Einnig þurfi að undirbúa breytingar á fjárlögum sem kynnt voru á þriðjudag.Aðrir stýri fram að kosningumSjálfstæðisflokkurinn ætti hins vegar að stíga til hliðar þangað til landsmenn ganga að kjörborðinu, að mati Loga. „Ég held að það færi best á því að Sjálfstæðisflokkurinn tæki bara dótið sitt og endurskoðaði sín vinnubrögð og að einhverjir aðrir stýrðu þessu þessa nokkru daga eða vikur sem eru eftir fram að kosningum. Hann hefur ekki traust til að sitja í ráðherrastólum lengur,“ segir Logi. Þá gerir Logi athugasemd við þá mynd sem Bjarni dró upp að eigin athöfnum í tengslum við uppljóstranir um að faðir hans hafi skrifað undir meðmæli fyrir barnaníðing sem sóttist eftir uppreist æru. „Í stuttu máli virtist hann vera að lýsa því að það hefði verið rétt að þessu staðið öllu hjá honum. Þar fyrir utan gaf hann í skyn að hans flokkur væri kannski sá eini sem gæti stýrt í þessu landi. Þar held ég að hann sé nú kannski að ofmeta sig eitthvað,“ segir hann. Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Sjá meira
Sjálfstæðismenn njóta ekki trausts til að sitja á ráðherrastólum og ættu að stíga til hliðar og leyfa öðrum að fara með starfsstjórn fram að kosningum. Þetta segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, um boðaðar þingkosningar. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, lýsti því yfir á blaðamannafundi síðdegis að hann hygðist boða til þingkosninga í kjölfar þess að Björt framtíð sprengdi ríkisstjórnarsamstarfið í gærkvöldi. Þær geti farið fram í nóvember. Logi segir að það nokkuð rökrétt að ganga til kosninga við þessar aðstæður. Ef engin önnur stjórn sé í spilunum þá sé eins gott að kjósa sem fyrst. „Ekki í augnablikinu. Maður veit aldrei hvað dagurinn ber í skauti sér,“ segir Logi um mögulegt nýtt stjórnarmynstur. Engar formlegar viðræður séu í gangi þess efnis.Afgreiði útlendingamál og hluta stjórnarskrárbreytinga fyrir kosningarLogi segir þó mikilvægt að þingið fái tíma til að afgreiða mál sem eru mjög brýn. Nefnir hann meðferð útlendingamála og afmarkaða þætti stjórnarskrárinnar sem hann vill ljúka fyrir kosningar. Einnig þurfi að undirbúa breytingar á fjárlögum sem kynnt voru á þriðjudag.Aðrir stýri fram að kosningumSjálfstæðisflokkurinn ætti hins vegar að stíga til hliðar þangað til landsmenn ganga að kjörborðinu, að mati Loga. „Ég held að það færi best á því að Sjálfstæðisflokkurinn tæki bara dótið sitt og endurskoðaði sín vinnubrögð og að einhverjir aðrir stýrðu þessu þessa nokkru daga eða vikur sem eru eftir fram að kosningum. Hann hefur ekki traust til að sitja í ráðherrastólum lengur,“ segir Logi. Þá gerir Logi athugasemd við þá mynd sem Bjarni dró upp að eigin athöfnum í tengslum við uppljóstranir um að faðir hans hafi skrifað undir meðmæli fyrir barnaníðing sem sóttist eftir uppreist æru. „Í stuttu máli virtist hann vera að lýsa því að það hefði verið rétt að þessu staðið öllu hjá honum. Þar fyrir utan gaf hann í skyn að hans flokkur væri kannski sá eini sem gæti stýrt í þessu landi. Þar held ég að hann sé nú kannski að ofmeta sig eitthvað,“ segir hann.
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Sjá meira