Viðreisn vill forsætisráðherra og dómsmálaráðherra burt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. september 2017 17:52 Viðreisn telur að Bjarna Benediktssyni, forsætisráðherra, sé ekki sætt í ríkisstjórn. vísir/ernir Ráðgjafaráð Viðreisnar ályktaði í dag um að hvorki Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra, né Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, væri sætt á ráðherrastólum á meðan upplýst er að fullu um þann trúnaðarbrest sem orðinn er. Þá verði Brynjar Níelsson, formaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar, að víkja sæti. „Vinnubrögð ráðherra Sjálfstæðisflokksins í málinu hafa ekki staðist þær kröfur sem Viðreisn gerir um vandaða starfshætti og gegnsæi. Upplýsa þarf að fullu um þá atburðarás sem leiddi til þess trúnaðarbrests sem orðinn er. Þá telur Viðreisn einsýnt að núverandi forsætisráðherra og dómsmálaráðherra geti ekki setið áfram á ráðherrastólum á meðan á rannsókn málsins stendur auk þess sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar verði að víkja sæti,“ segir í ályktun ráðgjafaráðsins sem samþykkti jafnframt að rjúfa þing og kjósa að nýju.Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra.vísir/ernirÞorsteinn Víglundsson, félagsmálaráðherra, segir að ráðgjafaráðið hafa rætt að það væri algjörlega nauðsynlegt að það yrði upplýst að fullu „um þetta grafalvarlega mál,“ eins og hann orðaði það. „Það þarf að upplýsa um alla málsmeðhöndlun þar sem dæmdir kynferðisbrotamenn hafa fengið uppreist æru og alla þá upplýsingagjöf sem stjórnvöld hafa staðið að varðandi málið síðan áður en gengið yrði til kosninga. Það yrði gert eins fljótt og auðið er með því að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd myndi kalla eftir öllum nauðsynlegum upplýsingum um málið. Þá væri það alveg ljóst í okkar huga, hvernig svo sem stjórnarmynstur yrði fram að kosningum að við þær kringumstæður væri hvorki forsætisráðherra né dómsmálaráðherra sætt á meðan á slíkri rannsókn stæði,“ segir Þorsteinn í samtali við Vísi. Hann segir nálægð þeirra við málið of mikil og það sé algjörlega nauðsynlegt að upplýsa það að fullu. Aðspurður segir hann algjöran einhug hafa verið í ráðgjafaráðinu um ályktun þess. Þorsteinn segir að Viðreisn lítist ágætlega á að hafa kosningar í nóvember og að það ætti að gefa þinginu nægan tíma til að skoða málið ofan í kjölinn. Þá segir hann að flokkarnir þurfi núna að koma sér saman um það hvernig staðið verður að stjórn landsins fram að kosningum. „Þar erum við að sjálfsögðu reiðubúin til að axla okkar ábyrgð en við segjum líka skýrt að það verði að ljúka rannsókn þessa máls.“ Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Blasti við að boða til kosninga Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segist hafa fundið í töluverðan tíma að ekki væri mikið traust á milli flokkanna í ríkisstjórn. 15. september 2017 17:27 Björt varð leið að sjá algjöran skort á auðmýkt hjá Bjarna Orðin sem beindust að okkur varðandi rótleysi, þau tala fyrr sig sjálf, segir umhverfisráðherra. 15. september 2017 17:21 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík Sjá meira
Ráðgjafaráð Viðreisnar ályktaði í dag um að hvorki Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra, né Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, væri sætt á ráðherrastólum á meðan upplýst er að fullu um þann trúnaðarbrest sem orðinn er. Þá verði Brynjar Níelsson, formaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar, að víkja sæti. „Vinnubrögð ráðherra Sjálfstæðisflokksins í málinu hafa ekki staðist þær kröfur sem Viðreisn gerir um vandaða starfshætti og gegnsæi. Upplýsa þarf að fullu um þá atburðarás sem leiddi til þess trúnaðarbrests sem orðinn er. Þá telur Viðreisn einsýnt að núverandi forsætisráðherra og dómsmálaráðherra geti ekki setið áfram á ráðherrastólum á meðan á rannsókn málsins stendur auk þess sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar verði að víkja sæti,“ segir í ályktun ráðgjafaráðsins sem samþykkti jafnframt að rjúfa þing og kjósa að nýju.Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra.vísir/ernirÞorsteinn Víglundsson, félagsmálaráðherra, segir að ráðgjafaráðið hafa rætt að það væri algjörlega nauðsynlegt að það yrði upplýst að fullu „um þetta grafalvarlega mál,“ eins og hann orðaði það. „Það þarf að upplýsa um alla málsmeðhöndlun þar sem dæmdir kynferðisbrotamenn hafa fengið uppreist æru og alla þá upplýsingagjöf sem stjórnvöld hafa staðið að varðandi málið síðan áður en gengið yrði til kosninga. Það yrði gert eins fljótt og auðið er með því að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd myndi kalla eftir öllum nauðsynlegum upplýsingum um málið. Þá væri það alveg ljóst í okkar huga, hvernig svo sem stjórnarmynstur yrði fram að kosningum að við þær kringumstæður væri hvorki forsætisráðherra né dómsmálaráðherra sætt á meðan á slíkri rannsókn stæði,“ segir Þorsteinn í samtali við Vísi. Hann segir nálægð þeirra við málið of mikil og það sé algjörlega nauðsynlegt að upplýsa það að fullu. Aðspurður segir hann algjöran einhug hafa verið í ráðgjafaráðinu um ályktun þess. Þorsteinn segir að Viðreisn lítist ágætlega á að hafa kosningar í nóvember og að það ætti að gefa þinginu nægan tíma til að skoða málið ofan í kjölinn. Þá segir hann að flokkarnir þurfi núna að koma sér saman um það hvernig staðið verður að stjórn landsins fram að kosningum. „Þar erum við að sjálfsögðu reiðubúin til að axla okkar ábyrgð en við segjum líka skýrt að það verði að ljúka rannsókn þessa máls.“
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Blasti við að boða til kosninga Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segist hafa fundið í töluverðan tíma að ekki væri mikið traust á milli flokkanna í ríkisstjórn. 15. september 2017 17:27 Björt varð leið að sjá algjöran skort á auðmýkt hjá Bjarna Orðin sem beindust að okkur varðandi rótleysi, þau tala fyrr sig sjálf, segir umhverfisráðherra. 15. september 2017 17:21 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík Sjá meira
Blasti við að boða til kosninga Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segist hafa fundið í töluverðan tíma að ekki væri mikið traust á milli flokkanna í ríkisstjórn. 15. september 2017 17:27
Björt varð leið að sjá algjöran skort á auðmýkt hjá Bjarna Orðin sem beindust að okkur varðandi rótleysi, þau tala fyrr sig sjálf, segir umhverfisráðherra. 15. september 2017 17:21