Kveðjukoss Cassini Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 16. september 2017 06:00 Árstíðaskipti hafa orðið á Satúrnusi eftir komu Cassini. Geislar sólarinnar falla nú á hinn risavaxna, sexhyrnda loftstraum á norðurpól plánetunnar. Í miðjunni iðar auga stormsins. Cassini fangaði auga stormsins í fyrsta skipti. Þrettán ára dansi geimfarsins Cassini umhverfis Satúrnus er lokið. Geimfarið, sem skotið var á loft frá Canaveral-höfða 15. október 1997, hefur varpað nýju ljósi á þetta djásn sólkerfisins og hið stórbrotna kerfi hringa sem einkenna það. Cassini er einhver merkasti vísindaleiðangur mannkynssögunnar. Yfir fjögur þúsund vísindagreinar, sem byggja á gögnum Cassini, hafa verið birtar. Á hringsóli sínu um Satúrnus hefur geimfarið jafnframt svipt hulunni af leyndardómum sem leynast á fylgitunglum plánetunnar. Risinn og fylgitunglið dularfulla. Cassini náði þessari einstöku mynd af Satúrnusi og stærsta fylgitungli þess, Títan. Þvermál tunglsins er 5.150 kílómetrar (þvermál tunglsins okkar er rúmlega 1.700 kílómetrar). Í gær tók Cassini sína síðustu dýfu milli hringa Satúrnusar. Leiðangri farsins lauk í lofthjúpi plánetunnar sem það hefur hringsólað um síðasta áratug. Á ógnarhraða fuðraði Cassini upp. Mælitækin, linsurnar, tölvubúnaðurinn og plútóníumkjarninn sem knúið hefur geimfarið leystust upp í andrúmslofti plánetunnar. Cassini er nú endanlega orðinn hluti af Satúrnusi. Ævintýrið hefst. Sjö ára ferðalag Cassini og lendingarfarsins Huygens hófst með geimskoti af Canaveral-höfða seint að kveldi þann 15. október 1997. Cassini-Huygens hóf sig á loft með TitanIVB/Centaur-eldflaug. Á síðustu þrettán árum hefur Cassini ítrekað brotið blað í vísindasögunni. Lendingarfarið Huygens, sem ferðaðist með Cassini, lenti á tunglinu Títan 14. janúar 2005 og sendi myndir af yfirborði þess til Jarðar. Síðan þá hefur geimfarið myndað og aflað upplýsinga um hin miklu metanhöf á Títan og lífvænleg skilyrði á tunglinu Enkeladusi en þar leynist vatn á 30 til 40 kílómetra dýpi undir ísilagðri auðn. Geimfarið bragðaði jafnframt á vatnsstrókum sem Enkeladus spýr úr suðurpól sínum. Árstíðaskipti hafa orðið á Satúrnusi eftir komu Cassini. Geislar sólarinnar falla nú á hinn risavaxna, sexhyrnda loftstraum á norðurpól plánetunnar. Í miðjunni iðar auga stormsins. Cassini fangaði auga stormsins í fyrsta skipti. Cassini hefur jafnframt horft ofan í ómælisdýpið á norðurpól Satúrnusar. Umhverfis hyldýpið geisar ævaforn fellibylur sem teygir anga sína yfir rúmlega tvö þúsund kílómetra. Þetta er aðeins brotabrot af uppgötvunum Cassini. Þessar uppgötvanir eru ástæðan fyrir því að næstu ferðalangar mannkyns til Satúrnusar, sama hvort þeir verða vélrænir eða af holdi og blóði, munu fara þangað í leit að lífi. Birtist í Fréttablaðinu Geimurinn Satúrnus Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira
Þrettán ára dansi geimfarsins Cassini umhverfis Satúrnus er lokið. Geimfarið, sem skotið var á loft frá Canaveral-höfða 15. október 1997, hefur varpað nýju ljósi á þetta djásn sólkerfisins og hið stórbrotna kerfi hringa sem einkenna það. Cassini er einhver merkasti vísindaleiðangur mannkynssögunnar. Yfir fjögur þúsund vísindagreinar, sem byggja á gögnum Cassini, hafa verið birtar. Á hringsóli sínu um Satúrnus hefur geimfarið jafnframt svipt hulunni af leyndardómum sem leynast á fylgitunglum plánetunnar. Risinn og fylgitunglið dularfulla. Cassini náði þessari einstöku mynd af Satúrnusi og stærsta fylgitungli þess, Títan. Þvermál tunglsins er 5.150 kílómetrar (þvermál tunglsins okkar er rúmlega 1.700 kílómetrar). Í gær tók Cassini sína síðustu dýfu milli hringa Satúrnusar. Leiðangri farsins lauk í lofthjúpi plánetunnar sem það hefur hringsólað um síðasta áratug. Á ógnarhraða fuðraði Cassini upp. Mælitækin, linsurnar, tölvubúnaðurinn og plútóníumkjarninn sem knúið hefur geimfarið leystust upp í andrúmslofti plánetunnar. Cassini er nú endanlega orðinn hluti af Satúrnusi. Ævintýrið hefst. Sjö ára ferðalag Cassini og lendingarfarsins Huygens hófst með geimskoti af Canaveral-höfða seint að kveldi þann 15. október 1997. Cassini-Huygens hóf sig á loft með TitanIVB/Centaur-eldflaug. Á síðustu þrettán árum hefur Cassini ítrekað brotið blað í vísindasögunni. Lendingarfarið Huygens, sem ferðaðist með Cassini, lenti á tunglinu Títan 14. janúar 2005 og sendi myndir af yfirborði þess til Jarðar. Síðan þá hefur geimfarið myndað og aflað upplýsinga um hin miklu metanhöf á Títan og lífvænleg skilyrði á tunglinu Enkeladusi en þar leynist vatn á 30 til 40 kílómetra dýpi undir ísilagðri auðn. Geimfarið bragðaði jafnframt á vatnsstrókum sem Enkeladus spýr úr suðurpól sínum. Árstíðaskipti hafa orðið á Satúrnusi eftir komu Cassini. Geislar sólarinnar falla nú á hinn risavaxna, sexhyrnda loftstraum á norðurpól plánetunnar. Í miðjunni iðar auga stormsins. Cassini fangaði auga stormsins í fyrsta skipti. Cassini hefur jafnframt horft ofan í ómælisdýpið á norðurpól Satúrnusar. Umhverfis hyldýpið geisar ævaforn fellibylur sem teygir anga sína yfir rúmlega tvö þúsund kílómetra. Þetta er aðeins brotabrot af uppgötvunum Cassini. Þessar uppgötvanir eru ástæðan fyrir því að næstu ferðalangar mannkyns til Satúrnusar, sama hvort þeir verða vélrænir eða af holdi og blóði, munu fara þangað í leit að lífi.
Birtist í Fréttablaðinu Geimurinn Satúrnus Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira