Leiðrétta forsætisráðherra og segja enga niðurstöðu liggja fyrir Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. september 2017 22:23 Bjarni Benediktsson segist hafa sínar upplýsingar frá Sjálfstæðismönnum í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd. vísir/vilhelm „Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur ekki lokið sinni umfjöllun um lög og framkvæmd uppreistar æru, það er bara þannig,“ segir Svandís Svavarsdóttir þingmaður Vinstri grænna og meðlimur í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd. Hún segir að nefndin sé einungis búin að skoða mál Roberts Downey og að enn sé ekki komin niðurstaða í það mál.Á blaðamannafundi í Valhöll síðdegis í dag sagði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra: „Niðurstaða stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar, eftir ítarlega athugun á málunum, var sú að það væri í sjálfu sér ekkert athugavert við það hvernig lög voru framkvæmd. Nefndin var ekki að taka til skoðunar þessi atriði sem ég var hérna að nefna áðan um það hvort menn hefðu fært lög til samræmis við nútímaviðhorf í samfélaginu en framkvæmdin sem slík stóðst skoðun Alþingis.“Svandís sagði á Facebooksíðu sinni að Bjarni hefði farið með rangt mál á blaðamannafundinum í dag.Vísir/ErnirSvandís Svavarsdóttir segir að þetta sé ekki sannleikanum samkvæmt: „Það er einfaldlega þannig að málið er enn þá til umfjöllunar í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd. Næsti fundur nefndarinnar er opinn fundur með Sigríði Á. Andersen þar sem við ætlum að fara yfir niðurstöðu úrskurðarnefndar upplýsingamála og þar ætlum við að krefja ráðherrann svara við því af hverju því beri ekki saman sem hún segir og úrskurðarnefndin.“ Í sama streng tekur Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sem segir að engin niðurstaða sé komin í málið. „Ég hjó strax eftir þessu,“ segir Lilja um málflutning Bjarna Benediktssonar og segir auk þess að þetta hafi komið sér á óvart.Lilja Alfreðsdóttir segir að málflutningur Bjarna hafi komið henni á óvart.Í samtali við Vísi segist Bjarni Benediktsson hafa fengið upplýsingar um málið frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd. Spurður út í það hvers vegna hann hafi sagt að niðurstaða lægi fyrir í málinu svarar Bjarni: „Ég hef það frá mínu fólki í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd að það hafi ekki komið fram neinar athugasemdir við það hvernig lögin hafa verið framkvæmd. Ég hef litið á það sem niðurstöðu.“ Bjarni segir auk þess: „Það kann vel að vera rétt hjá þér að það sé ekki komin einhver formleg niðurstaða en það er hins vegar rétt hjá mér að það er ekkert komið fram í meðferð þessa máls sem bendir til þess að það hafi eitthvað misjafnt farið fram í stjórnsýslunni í landinu.” Spurður að því hvers vegna hann hafi notast við orðið „málunum“ í fleirtölu þegar nefndin hafi einungis verið að fjalla um mál Roberts Downey svarar Bjarni: „Það eru fjölmörg atriði. Ég er að vísa til allra þeirra atriða sem eru tekin til skoðunar.“ Svandís Svavarsdóttir segir að rannsókn á máli Hjalta Sigurjóns Haukssonar sé ekki hafin.Hvenær má vænta niðurstöðu nefndarinnar? „Næsti fundur nefndarinnar, miðað við óbreytt ástand, ætti að vera á þriðjudaginn kemur og ég geri ráð fyrir að sá fundur verði haldinn, miðað við nýjustu fréttir, undir nýrri forystu.” Svandís segir að lokum að það sé mikilvægt að stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd axli sína ábyrgð á því að skila niðurstöðu sem sé ásættanleg fyrir málið sjálft, fyrir þolendur brotanna og samfélagið í heild. Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Tengdar fréttir Bein útsending: Blaðamannafundurinn í Valhöll klukkan 16:30 Fastlega má gera ráð fyrir því að Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, taki til máls á fundinum. 15. september 2017 15:44 Í beinni: Ríkisstjórnin fallin Stjórn Bjartrar framtíðar sleit í gærkvöldi ríkisstjórnarsamstarfi flokksins við Sjálfstæðisflokksins og Viðreisn. 15. september 2017 08:03 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Erlent Fleiri fréttir Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Sjá meira
„Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur ekki lokið sinni umfjöllun um lög og framkvæmd uppreistar æru, það er bara þannig,“ segir Svandís Svavarsdóttir þingmaður Vinstri grænna og meðlimur í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd. Hún segir að nefndin sé einungis búin að skoða mál Roberts Downey og að enn sé ekki komin niðurstaða í það mál.Á blaðamannafundi í Valhöll síðdegis í dag sagði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra: „Niðurstaða stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar, eftir ítarlega athugun á málunum, var sú að það væri í sjálfu sér ekkert athugavert við það hvernig lög voru framkvæmd. Nefndin var ekki að taka til skoðunar þessi atriði sem ég var hérna að nefna áðan um það hvort menn hefðu fært lög til samræmis við nútímaviðhorf í samfélaginu en framkvæmdin sem slík stóðst skoðun Alþingis.“Svandís sagði á Facebooksíðu sinni að Bjarni hefði farið með rangt mál á blaðamannafundinum í dag.Vísir/ErnirSvandís Svavarsdóttir segir að þetta sé ekki sannleikanum samkvæmt: „Það er einfaldlega þannig að málið er enn þá til umfjöllunar í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd. Næsti fundur nefndarinnar er opinn fundur með Sigríði Á. Andersen þar sem við ætlum að fara yfir niðurstöðu úrskurðarnefndar upplýsingamála og þar ætlum við að krefja ráðherrann svara við því af hverju því beri ekki saman sem hún segir og úrskurðarnefndin.“ Í sama streng tekur Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sem segir að engin niðurstaða sé komin í málið. „Ég hjó strax eftir þessu,“ segir Lilja um málflutning Bjarna Benediktssonar og segir auk þess að þetta hafi komið sér á óvart.Lilja Alfreðsdóttir segir að málflutningur Bjarna hafi komið henni á óvart.Í samtali við Vísi segist Bjarni Benediktsson hafa fengið upplýsingar um málið frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd. Spurður út í það hvers vegna hann hafi sagt að niðurstaða lægi fyrir í málinu svarar Bjarni: „Ég hef það frá mínu fólki í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd að það hafi ekki komið fram neinar athugasemdir við það hvernig lögin hafa verið framkvæmd. Ég hef litið á það sem niðurstöðu.“ Bjarni segir auk þess: „Það kann vel að vera rétt hjá þér að það sé ekki komin einhver formleg niðurstaða en það er hins vegar rétt hjá mér að það er ekkert komið fram í meðferð þessa máls sem bendir til þess að það hafi eitthvað misjafnt farið fram í stjórnsýslunni í landinu.” Spurður að því hvers vegna hann hafi notast við orðið „málunum“ í fleirtölu þegar nefndin hafi einungis verið að fjalla um mál Roberts Downey svarar Bjarni: „Það eru fjölmörg atriði. Ég er að vísa til allra þeirra atriða sem eru tekin til skoðunar.“ Svandís Svavarsdóttir segir að rannsókn á máli Hjalta Sigurjóns Haukssonar sé ekki hafin.Hvenær má vænta niðurstöðu nefndarinnar? „Næsti fundur nefndarinnar, miðað við óbreytt ástand, ætti að vera á þriðjudaginn kemur og ég geri ráð fyrir að sá fundur verði haldinn, miðað við nýjustu fréttir, undir nýrri forystu.” Svandís segir að lokum að það sé mikilvægt að stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd axli sína ábyrgð á því að skila niðurstöðu sem sé ásættanleg fyrir málið sjálft, fyrir þolendur brotanna og samfélagið í heild.
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Tengdar fréttir Bein útsending: Blaðamannafundurinn í Valhöll klukkan 16:30 Fastlega má gera ráð fyrir því að Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, taki til máls á fundinum. 15. september 2017 15:44 Í beinni: Ríkisstjórnin fallin Stjórn Bjartrar framtíðar sleit í gærkvöldi ríkisstjórnarsamstarfi flokksins við Sjálfstæðisflokksins og Viðreisn. 15. september 2017 08:03 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Erlent Fleiri fréttir Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Sjá meira
Bein útsending: Blaðamannafundurinn í Valhöll klukkan 16:30 Fastlega má gera ráð fyrir því að Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, taki til máls á fundinum. 15. september 2017 15:44
Í beinni: Ríkisstjórnin fallin Stjórn Bjartrar framtíðar sleit í gærkvöldi ríkisstjórnarsamstarfi flokksins við Sjálfstæðisflokksins og Viðreisn. 15. september 2017 08:03
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“