Leiðrétta forsætisráðherra og segja enga niðurstöðu liggja fyrir Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. september 2017 22:23 Bjarni Benediktsson segist hafa sínar upplýsingar frá Sjálfstæðismönnum í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd. vísir/vilhelm „Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur ekki lokið sinni umfjöllun um lög og framkvæmd uppreistar æru, það er bara þannig,“ segir Svandís Svavarsdóttir þingmaður Vinstri grænna og meðlimur í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd. Hún segir að nefndin sé einungis búin að skoða mál Roberts Downey og að enn sé ekki komin niðurstaða í það mál.Á blaðamannafundi í Valhöll síðdegis í dag sagði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra: „Niðurstaða stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar, eftir ítarlega athugun á málunum, var sú að það væri í sjálfu sér ekkert athugavert við það hvernig lög voru framkvæmd. Nefndin var ekki að taka til skoðunar þessi atriði sem ég var hérna að nefna áðan um það hvort menn hefðu fært lög til samræmis við nútímaviðhorf í samfélaginu en framkvæmdin sem slík stóðst skoðun Alþingis.“Svandís sagði á Facebooksíðu sinni að Bjarni hefði farið með rangt mál á blaðamannafundinum í dag.Vísir/ErnirSvandís Svavarsdóttir segir að þetta sé ekki sannleikanum samkvæmt: „Það er einfaldlega þannig að málið er enn þá til umfjöllunar í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd. Næsti fundur nefndarinnar er opinn fundur með Sigríði Á. Andersen þar sem við ætlum að fara yfir niðurstöðu úrskurðarnefndar upplýsingamála og þar ætlum við að krefja ráðherrann svara við því af hverju því beri ekki saman sem hún segir og úrskurðarnefndin.“ Í sama streng tekur Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sem segir að engin niðurstaða sé komin í málið. „Ég hjó strax eftir þessu,“ segir Lilja um málflutning Bjarna Benediktssonar og segir auk þess að þetta hafi komið sér á óvart.Lilja Alfreðsdóttir segir að málflutningur Bjarna hafi komið henni á óvart.Í samtali við Vísi segist Bjarni Benediktsson hafa fengið upplýsingar um málið frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd. Spurður út í það hvers vegna hann hafi sagt að niðurstaða lægi fyrir í málinu svarar Bjarni: „Ég hef það frá mínu fólki í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd að það hafi ekki komið fram neinar athugasemdir við það hvernig lögin hafa verið framkvæmd. Ég hef litið á það sem niðurstöðu.“ Bjarni segir auk þess: „Það kann vel að vera rétt hjá þér að það sé ekki komin einhver formleg niðurstaða en það er hins vegar rétt hjá mér að það er ekkert komið fram í meðferð þessa máls sem bendir til þess að það hafi eitthvað misjafnt farið fram í stjórnsýslunni í landinu.” Spurður að því hvers vegna hann hafi notast við orðið „málunum“ í fleirtölu þegar nefndin hafi einungis verið að fjalla um mál Roberts Downey svarar Bjarni: „Það eru fjölmörg atriði. Ég er að vísa til allra þeirra atriða sem eru tekin til skoðunar.“ Svandís Svavarsdóttir segir að rannsókn á máli Hjalta Sigurjóns Haukssonar sé ekki hafin.Hvenær má vænta niðurstöðu nefndarinnar? „Næsti fundur nefndarinnar, miðað við óbreytt ástand, ætti að vera á þriðjudaginn kemur og ég geri ráð fyrir að sá fundur verði haldinn, miðað við nýjustu fréttir, undir nýrri forystu.” Svandís segir að lokum að það sé mikilvægt að stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd axli sína ábyrgð á því að skila niðurstöðu sem sé ásættanleg fyrir málið sjálft, fyrir þolendur brotanna og samfélagið í heild. Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Tengdar fréttir Bein útsending: Blaðamannafundurinn í Valhöll klukkan 16:30 Fastlega má gera ráð fyrir því að Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, taki til máls á fundinum. 15. september 2017 15:44 Í beinni: Ríkisstjórnin fallin Stjórn Bjartrar framtíðar sleit í gærkvöldi ríkisstjórnarsamstarfi flokksins við Sjálfstæðisflokksins og Viðreisn. 15. september 2017 08:03 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
„Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur ekki lokið sinni umfjöllun um lög og framkvæmd uppreistar æru, það er bara þannig,“ segir Svandís Svavarsdóttir þingmaður Vinstri grænna og meðlimur í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd. Hún segir að nefndin sé einungis búin að skoða mál Roberts Downey og að enn sé ekki komin niðurstaða í það mál.Á blaðamannafundi í Valhöll síðdegis í dag sagði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra: „Niðurstaða stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar, eftir ítarlega athugun á málunum, var sú að það væri í sjálfu sér ekkert athugavert við það hvernig lög voru framkvæmd. Nefndin var ekki að taka til skoðunar þessi atriði sem ég var hérna að nefna áðan um það hvort menn hefðu fært lög til samræmis við nútímaviðhorf í samfélaginu en framkvæmdin sem slík stóðst skoðun Alþingis.“Svandís sagði á Facebooksíðu sinni að Bjarni hefði farið með rangt mál á blaðamannafundinum í dag.Vísir/ErnirSvandís Svavarsdóttir segir að þetta sé ekki sannleikanum samkvæmt: „Það er einfaldlega þannig að málið er enn þá til umfjöllunar í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd. Næsti fundur nefndarinnar er opinn fundur með Sigríði Á. Andersen þar sem við ætlum að fara yfir niðurstöðu úrskurðarnefndar upplýsingamála og þar ætlum við að krefja ráðherrann svara við því af hverju því beri ekki saman sem hún segir og úrskurðarnefndin.“ Í sama streng tekur Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sem segir að engin niðurstaða sé komin í málið. „Ég hjó strax eftir þessu,“ segir Lilja um málflutning Bjarna Benediktssonar og segir auk þess að þetta hafi komið sér á óvart.Lilja Alfreðsdóttir segir að málflutningur Bjarna hafi komið henni á óvart.Í samtali við Vísi segist Bjarni Benediktsson hafa fengið upplýsingar um málið frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd. Spurður út í það hvers vegna hann hafi sagt að niðurstaða lægi fyrir í málinu svarar Bjarni: „Ég hef það frá mínu fólki í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd að það hafi ekki komið fram neinar athugasemdir við það hvernig lögin hafa verið framkvæmd. Ég hef litið á það sem niðurstöðu.“ Bjarni segir auk þess: „Það kann vel að vera rétt hjá þér að það sé ekki komin einhver formleg niðurstaða en það er hins vegar rétt hjá mér að það er ekkert komið fram í meðferð þessa máls sem bendir til þess að það hafi eitthvað misjafnt farið fram í stjórnsýslunni í landinu.” Spurður að því hvers vegna hann hafi notast við orðið „málunum“ í fleirtölu þegar nefndin hafi einungis verið að fjalla um mál Roberts Downey svarar Bjarni: „Það eru fjölmörg atriði. Ég er að vísa til allra þeirra atriða sem eru tekin til skoðunar.“ Svandís Svavarsdóttir segir að rannsókn á máli Hjalta Sigurjóns Haukssonar sé ekki hafin.Hvenær má vænta niðurstöðu nefndarinnar? „Næsti fundur nefndarinnar, miðað við óbreytt ástand, ætti að vera á þriðjudaginn kemur og ég geri ráð fyrir að sá fundur verði haldinn, miðað við nýjustu fréttir, undir nýrri forystu.” Svandís segir að lokum að það sé mikilvægt að stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd axli sína ábyrgð á því að skila niðurstöðu sem sé ásættanleg fyrir málið sjálft, fyrir þolendur brotanna og samfélagið í heild.
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Tengdar fréttir Bein útsending: Blaðamannafundurinn í Valhöll klukkan 16:30 Fastlega má gera ráð fyrir því að Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, taki til máls á fundinum. 15. september 2017 15:44 Í beinni: Ríkisstjórnin fallin Stjórn Bjartrar framtíðar sleit í gærkvöldi ríkisstjórnarsamstarfi flokksins við Sjálfstæðisflokksins og Viðreisn. 15. september 2017 08:03 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Bein útsending: Blaðamannafundurinn í Valhöll klukkan 16:30 Fastlega má gera ráð fyrir því að Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, taki til máls á fundinum. 15. september 2017 15:44
Í beinni: Ríkisstjórnin fallin Stjórn Bjartrar framtíðar sleit í gærkvöldi ríkisstjórnarsamstarfi flokksins við Sjálfstæðisflokksins og Viðreisn. 15. september 2017 08:03