Segist heldur ekki hafa veitt Hjalta meðmæli vegna umsóknar um uppreist æru Kolbeinn Tumi Daðason og Samúel Karl Ólason skrifa 17. september 2017 17:48 Bréfin tvö sem fylgdu umsókn Hjalta Sigurjóns um uppreist æru. Haraldur segist hafa skrifað þau fyrir starfsumsókn Hjalta. Haraldur Þór Teitsson, framkvæmdastjóri hópferðabílafyrirtækisins Teits Jónassonar, segir að almenn meðmæli sem hann veitti Hjalta Sigurjóni Haukssyni til að sækja um vinnu hafi verið notuð í umsókn um uppreist æru án hans vitundar. Hann hefði aldrei veitt meðmæli í þeim tilgangi og gagnrýnir vinnubrögð dómsmálaráðuneytisins harðlega. Umsókn Hjalta Sigurjóns Haukssonar, dæmds kynferðisbrotamanns, um uppreist æru í fyrra fylgdu þrjú umsagnarbréf. Undir rituðu Benedikt Sveinsson, einn eigenda Kynnisferða og faðir forsætisráðherra Bjarna Benediktssonar, Sveinn Matthíasson, næsti yfirmaður Hjalta hjá Kynnisferðum á sínum tíma, og Haraldur Þór. Hjalti hefur sjálfur viðurkennt, í samtali við Vísi í gær, að hafa sjálfur skrifað tvö umsagnarbréf og í framhaldinu fengið undirskriftir. Það hafi verið fljótlegra enda hafi þeir ætlað að veita sér umsögn hvort eð er. Ljóst er að um bréf Benedikts og Sveins er að ræða. Í yfirlýsingu frá Benedikt í vikunni, eftir að Vísir greindi frá því að hann væri einn umsagnaraðila, sagði að Hjalti hefði mætt með bréfið til hans og Benedikt einfaldlega skrifað undir. Hið sama var uppi á teningnum í tilfelli Sveins nema hvað að þar er að finna texta í bréfinu sem Sveinn neitar að hafa skrifað undir. Hann hafi aðeins skrifað undir bréf þar sem hann staðfesti hæfni Hjalta í starfi sem bílstjóra. Bréfin frá Benedikt og Sveini má sjá hér að neðan. Hjalti neitaði í samtali við Vísi í gær að hafa nokkuð átt við bréfin eða að nokkuð annað óeðlilegt hefði verið við bréfin.Bréfin sem undirrituð eru af Benedikt Sveinssyni og Sveini Matthíassyni eru eins uppsett og með sömu dagsetningu.Fréttastofa hefur ítrekað reynt að ná í Harald vegna málsins í vikunni og sendi hann fréttastofu yfirlýsingu í dag. Þar segir hann alls ekki rétt að hann hafi veitt Hjalta Sigurjóni meðmæli um uppreist æru. „Hið rétta er að ég veitti Hjalta almenn meðmæli í maí 2016 til að sækja um vinnu, eins og hann óskaði eftir. Meðmælabréfið til handa Hjalta Sigurjóni Haukssyni hafði ekkert með umsókn um uppreist æru að gera heldur var um að ræða meðmæli í vinnu þar sem staðfest var að Hjalti hefði starfað hjá okkur og ég gæti mælt með honum sem bílstjóra,“ segir Haraldur. Umsókn Hjalta fylgdu tvö bréf sem Haraldur skrifaði undir en þau má sjá hér að neðan. Hjalti starfaði í skamman tíma hjá Teiti og var sagt upp störfum eftir að í ljós kom að hann hafði keyrt skólarútu. Þar gaf hann sig á tal við dóttur fyrrverandi stjúpdóttur sinnar, þeirrar sem Hjalti hlaut fimm og hálfs árs dóm fyrir endurtekin kynferðisbrot gegn frá því hún var fimm ára. „Jafnframt vildi ég að það kæmi fram, gagnvart öðrum fyrirtækjum sem Hjalti kynni að leita starfa hjá, að þau gætu átt von á erfiðleikum vegna forsögu hans. Eins og fram hefur komið í fréttum var Hjalta sagt upp störfum hjá okkur eftir að í ljós kom að hann var dæmdur kynferðisbrotamaður,“ segir Haraldur í yfirlýsingunni. „Það að þessi bréf voru notuð sem meðmæli um uppreist æru Hjalta var gert án minnar vitundar og samþykkis. Undirrituðum var aldrei tjáð að þessi bréf yrðu notuð í þeim tilgangi enda hefðu þau aldrei verið veitt sem slík. Það eru forkastanleg vinnubrögð ráðuneytis að koma með þessum hætti aftan að grandalausu fólki. Það viðurkennist að um dómgreindarbrest var að ræða af minni hálfu að veita þessi meðmæli, þót þau hafi aðeins verið ætluð öðrum vinnuveitendum. Á þeim dómgreindarbresti biðst ég afsökunar af auðmýkt. Sást tekur það mig að þetta ömurlega mál hefur ýft upp djúp sár brotaþola Hjalta. Ég er miður mín vegna þess.“Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar, virðist vera sá eini sem veitti Hjalta Sigurjóni umsögn vitandi að hún væri fyrir umsókn um uppreist æru.visir/hariTveir af þremur sverja af sér umsagnirnar Haraldur og Sveinn, tveir af þremur umsagnaraðilum í umsókn Hjalta, hafa því lýst yfir að hafa ekki veitt Hjalta umsögn um uppreist æru. Til að fá uppreist æru þarf að framvísa tveimur umsögnum. Velta má fyrir sér hvaða áhrif það hefur á uppreist æru Hjalta þegar í ljós er komið að aðeins ein umsögn, Benedikts Sveinssonar, var veitt vitandi að Hjalti ætlaði að óska eftir uppreist æru. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra sagði í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að verklagið við afgreiðslu uppreist æru væri fáránlegt. Ráðherra heyrði sjálf af því í júlí að Benedikt, faðir Bjarna Bendiktssonar forsætisráðherra, væri umsagnaraðili í umsókn um uppreist æru. Viðtalið við Sigríði í heild má heyra hér að neðan.Upplýsti hún í framhaldinu Bjarna um þá staðreynd. Hún segist hafa gert það því hún hafi viljað vita hvort Bjarni hefði haft einhverja aðkomu að málunum. Nokkrum vikum fyrr hafði dómsmálaráðuneytið hafnað aðgangi fjölmiðla að gögnum í máli Robert Downey, annars dæmds kynferðisbrotamanns sem hlaut uppreist æru. Þurftu fjölmiðlar að kæra þá ákvörðun til úrskurðarnefndar upplýsingamála sem heimilaði birtingu gagnanna með ákveðnum takmörkunum. Hafa fjölmiðlar fengið aðgang að gögnum í málum þeirra sem hlutu uppreist æru í fyrra. Von er á gögnum í næstu viku yfir alla þá sem hlotið hafa uppreist æru frá 1995. Í framhaldinu þótti Bjartri framtíð að trúnaðarbrestur hefði orðið í ríkisstjórnarsamstarfinu og sleit því á fimmtudagskvöld. Framundan eru kosningar, í annað skiptið á einu ári, sem stefnir í að verði laugardaginn 28. október. Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Tengdar fréttir Viðreisn vill rannsókn á embættisfærslum Bjarna og Sigríðar Flokkurinn vill að niðurstaða rannsóknar á störfum forsætis- og dómsmálaráðherra liggi fyrir áður en landsmenn ganga að kjörborðinu. 17. september 2017 17:09 Solla og Tolli veittu dæmdum nauðgara meðmæli vegna uppreist æru Maðurinn hlaut tveggja ára dóm fyrir nauðgun árið 1998. 17. september 2017 16:15 Heimdallur lýsir yfir vonbrigðum með Sigríði Andersen Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, lýsir yfir vonbrigðum með Sigríði Á. Andersen, starfandi dómsmálaráðherra, vegna trúnaðarbrests í starfi. Þetta kemur fram í ályktun sem félagið sendi frá sér í dag í kjölfar nýlegrar umræðu um uppreist æru og stjórnsýsluframkvæmd. 17. september 2017 16:47 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Sjá meira
Haraldur Þór Teitsson, framkvæmdastjóri hópferðabílafyrirtækisins Teits Jónassonar, segir að almenn meðmæli sem hann veitti Hjalta Sigurjóni Haukssyni til að sækja um vinnu hafi verið notuð í umsókn um uppreist æru án hans vitundar. Hann hefði aldrei veitt meðmæli í þeim tilgangi og gagnrýnir vinnubrögð dómsmálaráðuneytisins harðlega. Umsókn Hjalta Sigurjóns Haukssonar, dæmds kynferðisbrotamanns, um uppreist æru í fyrra fylgdu þrjú umsagnarbréf. Undir rituðu Benedikt Sveinsson, einn eigenda Kynnisferða og faðir forsætisráðherra Bjarna Benediktssonar, Sveinn Matthíasson, næsti yfirmaður Hjalta hjá Kynnisferðum á sínum tíma, og Haraldur Þór. Hjalti hefur sjálfur viðurkennt, í samtali við Vísi í gær, að hafa sjálfur skrifað tvö umsagnarbréf og í framhaldinu fengið undirskriftir. Það hafi verið fljótlegra enda hafi þeir ætlað að veita sér umsögn hvort eð er. Ljóst er að um bréf Benedikts og Sveins er að ræða. Í yfirlýsingu frá Benedikt í vikunni, eftir að Vísir greindi frá því að hann væri einn umsagnaraðila, sagði að Hjalti hefði mætt með bréfið til hans og Benedikt einfaldlega skrifað undir. Hið sama var uppi á teningnum í tilfelli Sveins nema hvað að þar er að finna texta í bréfinu sem Sveinn neitar að hafa skrifað undir. Hann hafi aðeins skrifað undir bréf þar sem hann staðfesti hæfni Hjalta í starfi sem bílstjóra. Bréfin frá Benedikt og Sveini má sjá hér að neðan. Hjalti neitaði í samtali við Vísi í gær að hafa nokkuð átt við bréfin eða að nokkuð annað óeðlilegt hefði verið við bréfin.Bréfin sem undirrituð eru af Benedikt Sveinssyni og Sveini Matthíassyni eru eins uppsett og með sömu dagsetningu.Fréttastofa hefur ítrekað reynt að ná í Harald vegna málsins í vikunni og sendi hann fréttastofu yfirlýsingu í dag. Þar segir hann alls ekki rétt að hann hafi veitt Hjalta Sigurjóni meðmæli um uppreist æru. „Hið rétta er að ég veitti Hjalta almenn meðmæli í maí 2016 til að sækja um vinnu, eins og hann óskaði eftir. Meðmælabréfið til handa Hjalta Sigurjóni Haukssyni hafði ekkert með umsókn um uppreist æru að gera heldur var um að ræða meðmæli í vinnu þar sem staðfest var að Hjalti hefði starfað hjá okkur og ég gæti mælt með honum sem bílstjóra,“ segir Haraldur. Umsókn Hjalta fylgdu tvö bréf sem Haraldur skrifaði undir en þau má sjá hér að neðan. Hjalti starfaði í skamman tíma hjá Teiti og var sagt upp störfum eftir að í ljós kom að hann hafði keyrt skólarútu. Þar gaf hann sig á tal við dóttur fyrrverandi stjúpdóttur sinnar, þeirrar sem Hjalti hlaut fimm og hálfs árs dóm fyrir endurtekin kynferðisbrot gegn frá því hún var fimm ára. „Jafnframt vildi ég að það kæmi fram, gagnvart öðrum fyrirtækjum sem Hjalti kynni að leita starfa hjá, að þau gætu átt von á erfiðleikum vegna forsögu hans. Eins og fram hefur komið í fréttum var Hjalta sagt upp störfum hjá okkur eftir að í ljós kom að hann var dæmdur kynferðisbrotamaður,“ segir Haraldur í yfirlýsingunni. „Það að þessi bréf voru notuð sem meðmæli um uppreist æru Hjalta var gert án minnar vitundar og samþykkis. Undirrituðum var aldrei tjáð að þessi bréf yrðu notuð í þeim tilgangi enda hefðu þau aldrei verið veitt sem slík. Það eru forkastanleg vinnubrögð ráðuneytis að koma með þessum hætti aftan að grandalausu fólki. Það viðurkennist að um dómgreindarbrest var að ræða af minni hálfu að veita þessi meðmæli, þót þau hafi aðeins verið ætluð öðrum vinnuveitendum. Á þeim dómgreindarbresti biðst ég afsökunar af auðmýkt. Sást tekur það mig að þetta ömurlega mál hefur ýft upp djúp sár brotaþola Hjalta. Ég er miður mín vegna þess.“Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar, virðist vera sá eini sem veitti Hjalta Sigurjóni umsögn vitandi að hún væri fyrir umsókn um uppreist æru.visir/hariTveir af þremur sverja af sér umsagnirnar Haraldur og Sveinn, tveir af þremur umsagnaraðilum í umsókn Hjalta, hafa því lýst yfir að hafa ekki veitt Hjalta umsögn um uppreist æru. Til að fá uppreist æru þarf að framvísa tveimur umsögnum. Velta má fyrir sér hvaða áhrif það hefur á uppreist æru Hjalta þegar í ljós er komið að aðeins ein umsögn, Benedikts Sveinssonar, var veitt vitandi að Hjalti ætlaði að óska eftir uppreist æru. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra sagði í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að verklagið við afgreiðslu uppreist æru væri fáránlegt. Ráðherra heyrði sjálf af því í júlí að Benedikt, faðir Bjarna Bendiktssonar forsætisráðherra, væri umsagnaraðili í umsókn um uppreist æru. Viðtalið við Sigríði í heild má heyra hér að neðan.Upplýsti hún í framhaldinu Bjarna um þá staðreynd. Hún segist hafa gert það því hún hafi viljað vita hvort Bjarni hefði haft einhverja aðkomu að málunum. Nokkrum vikum fyrr hafði dómsmálaráðuneytið hafnað aðgangi fjölmiðla að gögnum í máli Robert Downey, annars dæmds kynferðisbrotamanns sem hlaut uppreist æru. Þurftu fjölmiðlar að kæra þá ákvörðun til úrskurðarnefndar upplýsingamála sem heimilaði birtingu gagnanna með ákveðnum takmörkunum. Hafa fjölmiðlar fengið aðgang að gögnum í málum þeirra sem hlutu uppreist æru í fyrra. Von er á gögnum í næstu viku yfir alla þá sem hlotið hafa uppreist æru frá 1995. Í framhaldinu þótti Bjartri framtíð að trúnaðarbrestur hefði orðið í ríkisstjórnarsamstarfinu og sleit því á fimmtudagskvöld. Framundan eru kosningar, í annað skiptið á einu ári, sem stefnir í að verði laugardaginn 28. október.
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Tengdar fréttir Viðreisn vill rannsókn á embættisfærslum Bjarna og Sigríðar Flokkurinn vill að niðurstaða rannsóknar á störfum forsætis- og dómsmálaráðherra liggi fyrir áður en landsmenn ganga að kjörborðinu. 17. september 2017 17:09 Solla og Tolli veittu dæmdum nauðgara meðmæli vegna uppreist æru Maðurinn hlaut tveggja ára dóm fyrir nauðgun árið 1998. 17. september 2017 16:15 Heimdallur lýsir yfir vonbrigðum með Sigríði Andersen Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, lýsir yfir vonbrigðum með Sigríði Á. Andersen, starfandi dómsmálaráðherra, vegna trúnaðarbrests í starfi. Þetta kemur fram í ályktun sem félagið sendi frá sér í dag í kjölfar nýlegrar umræðu um uppreist æru og stjórnsýsluframkvæmd. 17. september 2017 16:47 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Sjá meira
Viðreisn vill rannsókn á embættisfærslum Bjarna og Sigríðar Flokkurinn vill að niðurstaða rannsóknar á störfum forsætis- og dómsmálaráðherra liggi fyrir áður en landsmenn ganga að kjörborðinu. 17. september 2017 17:09
Solla og Tolli veittu dæmdum nauðgara meðmæli vegna uppreist æru Maðurinn hlaut tveggja ára dóm fyrir nauðgun árið 1998. 17. september 2017 16:15
Heimdallur lýsir yfir vonbrigðum með Sigríði Andersen Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, lýsir yfir vonbrigðum með Sigríði Á. Andersen, starfandi dómsmálaráðherra, vegna trúnaðarbrests í starfi. Þetta kemur fram í ályktun sem félagið sendi frá sér í dag í kjölfar nýlegrar umræðu um uppreist æru og stjórnsýsluframkvæmd. 17. september 2017 16:47