Hjalti heldur ærunni þrátt fyrir meint meðmælasvik á umsókn Sigurður Mikael Jónsson skrifar 18. september 2017 06:00 Bréfin sem undirrituð eru af Benedikt Sveinssyni og Sveini Matthíassyni eru eins uppsett og með sömu dagsetningu. Ákvörðun um að veita Hjalta Sigurjóni Haukssyni uppreist æru stendur þrátt fyrir að svo virðist sem tvær af þremur umsögnum með umsókn hans hafi ekki verið skrifaðar í þeim tilgangi. Skila þarf inn tveimur vottorðum um góða hegðun frá valinkunnum einstaklingum, t.d. vinnuveitanda, þegar sótt er um uppreist æru til dómsmálaráðuneytisins. Lagaprófessor segir að þeir sem telji að bréf sín hafi verið misnotuð í þessum tilgangi gætu leitað til lögreglu.Benedikt Sveinsson veitti Hjalta umsögn.Vísir/HariKomið aftan að grandalausu fólki Haraldur Þór Teitsson, framkvæmdastjóri hópferðabílafyrirtækisins Teits Jónassonar ehf., sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann fullyrðir að hann hafi ekki skrifað meðmælabréf til handa Hjalta Sigurjóni vegna umsóknar hans um uppreist æru heldur hafi verið um að ræða meðmæli í vinnu þar sem hann væri að staðfesta að Hjalti hefði starfað hjá fyrirtækinu og hann gæti mælt með bílstjóra. „Það að þessi bréf voru notuð sem meðmæli um uppreist æru Hjalta var án minnar vitundar og samþykkis. Undirrituðum var aldrei tjáð að þessi bréf yrðu notuð í þeim tilgangi enda hefðu þau aldrei verið veitt sem slík,“ sagði Haraldur Þór í yfirlýsingunni og gagnrýndi forkastanleg vinnubrögð ráðuneytisins að koma með þessum hætti „aftan að grandalausu fólki“. Áður hafði Sveinn Matthíasson, yfirmaður Hjalta hjá Kynnisferðum, sagt að í bréfinu sem hann hafi skrifað undir fyrir Hjalta hafi verið að finna texta sem hann neitar að hafa skrifað undir. Hann hafi aðeins skrifað undir bréf þar sem hann staðfesti hæfni Hjalta í starfi sem bílstjóra. Þriðji umsagnaraðilinn var svo Benedikt Sveinsson, eigandi Kynnisferða og faðir Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, sem sagði í sinni yfirlýsingu að hann hefði skrifað undir bréf sem Hjalti hefði fært honum útfyllt.Björg Thorarensen, lagaprófessor við Háskóla Íslands.Vísir/VilhelmUndir Haraldi og Sveini komið Ef marka má yfirlýsingar Haralds og Sveins þá virðist þeim ekki hafa verið kunnugt um að bréfin sem þeir skrifuðu undir yrðu notuð í þeim tilgangi að aðstoða Hjalta, dæmdan barnaníðing, við að fá uppreist æru. Líklegt er þó að ákvörðunin um að veita Hjalta uppreist æru standi, nema bréfritarar taki til sinna ráða. „Þessi ákvörðun stendur á meðan ekki er leitt í ljós að lögð hafi verið fram hugsanlega fölsuð gögn. Þá þarf að vega og meta hvort beri að endurupptaka málið,“ segir Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. „Ef þessir menn segjast aldrei hafa skrifað undir það sem það var notað í eða hafi því verið breytt hlýtur að hvíla á þeim að kæra það til lögreglu ef um skjalafals er að ræða. Það er eitt úrræði.“ Birtist í Fréttablaðinu Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Tengdar fréttir Segist heldur ekki hafa veitt Hjalta meðmæli vegna umsóknar um uppreist æru Haraldur Þór Teitsson segir að almenn meðmæli sem hann veitti Hjalta Sigurjóni Haukssyni til að sækja um vinnu hafi verið notuð án hans vitundar í umsókn Hjalta um uppreist æru, 17. september 2017 17:48 Segist ekki hafa skrifað undir bréfið sem Hjalti Sigurjón skilaði í ráðuneytið Umsagnaraðili með Hjalta Sigurjóni Haukssyni segist ekki hafa skrifað undir bréf í þeirri mynd sem það barst ráðuneytinu og í allt öðrum tilgangi. Hjalti þvertekur fyrir að hafa falsað bréfið. 17. september 2017 07:30 Yfirlýsing frá Benedikt Sveinssyni: Sér eftir því að hafa skrifað undir hjá Hjalta Benedikt Sveinsson segist ekki hafa verið að rétta stöðu Hjalta gagnvart fórnarlambi hans. 14. september 2017 16:34 Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Ákvörðun um að veita Hjalta Sigurjóni Haukssyni uppreist æru stendur þrátt fyrir að svo virðist sem tvær af þremur umsögnum með umsókn hans hafi ekki verið skrifaðar í þeim tilgangi. Skila þarf inn tveimur vottorðum um góða hegðun frá valinkunnum einstaklingum, t.d. vinnuveitanda, þegar sótt er um uppreist æru til dómsmálaráðuneytisins. Lagaprófessor segir að þeir sem telji að bréf sín hafi verið misnotuð í þessum tilgangi gætu leitað til lögreglu.Benedikt Sveinsson veitti Hjalta umsögn.Vísir/HariKomið aftan að grandalausu fólki Haraldur Þór Teitsson, framkvæmdastjóri hópferðabílafyrirtækisins Teits Jónassonar ehf., sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann fullyrðir að hann hafi ekki skrifað meðmælabréf til handa Hjalta Sigurjóni vegna umsóknar hans um uppreist æru heldur hafi verið um að ræða meðmæli í vinnu þar sem hann væri að staðfesta að Hjalti hefði starfað hjá fyrirtækinu og hann gæti mælt með bílstjóra. „Það að þessi bréf voru notuð sem meðmæli um uppreist æru Hjalta var án minnar vitundar og samþykkis. Undirrituðum var aldrei tjáð að þessi bréf yrðu notuð í þeim tilgangi enda hefðu þau aldrei verið veitt sem slík,“ sagði Haraldur Þór í yfirlýsingunni og gagnrýndi forkastanleg vinnubrögð ráðuneytisins að koma með þessum hætti „aftan að grandalausu fólki“. Áður hafði Sveinn Matthíasson, yfirmaður Hjalta hjá Kynnisferðum, sagt að í bréfinu sem hann hafi skrifað undir fyrir Hjalta hafi verið að finna texta sem hann neitar að hafa skrifað undir. Hann hafi aðeins skrifað undir bréf þar sem hann staðfesti hæfni Hjalta í starfi sem bílstjóra. Þriðji umsagnaraðilinn var svo Benedikt Sveinsson, eigandi Kynnisferða og faðir Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, sem sagði í sinni yfirlýsingu að hann hefði skrifað undir bréf sem Hjalti hefði fært honum útfyllt.Björg Thorarensen, lagaprófessor við Háskóla Íslands.Vísir/VilhelmUndir Haraldi og Sveini komið Ef marka má yfirlýsingar Haralds og Sveins þá virðist þeim ekki hafa verið kunnugt um að bréfin sem þeir skrifuðu undir yrðu notuð í þeim tilgangi að aðstoða Hjalta, dæmdan barnaníðing, við að fá uppreist æru. Líklegt er þó að ákvörðunin um að veita Hjalta uppreist æru standi, nema bréfritarar taki til sinna ráða. „Þessi ákvörðun stendur á meðan ekki er leitt í ljós að lögð hafi verið fram hugsanlega fölsuð gögn. Þá þarf að vega og meta hvort beri að endurupptaka málið,“ segir Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. „Ef þessir menn segjast aldrei hafa skrifað undir það sem það var notað í eða hafi því verið breytt hlýtur að hvíla á þeim að kæra það til lögreglu ef um skjalafals er að ræða. Það er eitt úrræði.“
Birtist í Fréttablaðinu Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Tengdar fréttir Segist heldur ekki hafa veitt Hjalta meðmæli vegna umsóknar um uppreist æru Haraldur Þór Teitsson segir að almenn meðmæli sem hann veitti Hjalta Sigurjóni Haukssyni til að sækja um vinnu hafi verið notuð án hans vitundar í umsókn Hjalta um uppreist æru, 17. september 2017 17:48 Segist ekki hafa skrifað undir bréfið sem Hjalti Sigurjón skilaði í ráðuneytið Umsagnaraðili með Hjalta Sigurjóni Haukssyni segist ekki hafa skrifað undir bréf í þeirri mynd sem það barst ráðuneytinu og í allt öðrum tilgangi. Hjalti þvertekur fyrir að hafa falsað bréfið. 17. september 2017 07:30 Yfirlýsing frá Benedikt Sveinssyni: Sér eftir því að hafa skrifað undir hjá Hjalta Benedikt Sveinsson segist ekki hafa verið að rétta stöðu Hjalta gagnvart fórnarlambi hans. 14. september 2017 16:34 Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Segist heldur ekki hafa veitt Hjalta meðmæli vegna umsóknar um uppreist æru Haraldur Þór Teitsson segir að almenn meðmæli sem hann veitti Hjalta Sigurjóni Haukssyni til að sækja um vinnu hafi verið notuð án hans vitundar í umsókn Hjalta um uppreist æru, 17. september 2017 17:48
Segist ekki hafa skrifað undir bréfið sem Hjalti Sigurjón skilaði í ráðuneytið Umsagnaraðili með Hjalta Sigurjóni Haukssyni segist ekki hafa skrifað undir bréf í þeirri mynd sem það barst ráðuneytinu og í allt öðrum tilgangi. Hjalti þvertekur fyrir að hafa falsað bréfið. 17. september 2017 07:30
Yfirlýsing frá Benedikt Sveinssyni: Sér eftir því að hafa skrifað undir hjá Hjalta Benedikt Sveinsson segist ekki hafa verið að rétta stöðu Hjalta gagnvart fórnarlambi hans. 14. september 2017 16:34
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent