„Ég trúi því að margir þessara manna eigi séns“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. september 2017 06:39 Tolli Morthens vill ekki gera lítið úr þjáningum þolenda þó hann telji að margir afbrotamenn eigi skilið annað tækifæri. Vísir/GVA Myndlistarmaðurinn Þorlákur Morthens, eða Tolli, segist ekki hafa verið að samþykkja verknað mannsins sem hann veitti umsögn vegna uppreistar æru. Þá hafði hann heldur ekki í hyggju að firra manninn ábyrgð heldur segist Tolli einungis verið að votta til um bata hans og viðleitni til að losna úr viðjum eiturlyfja- og áfengisfíknar.Maðurinn sem Tolli veitti meðmæli sótti um uppreist æru vegna tveggja ára fangelsisdóms sem hann hlaut árið 1998 en þar var hann fundinn sekur um nauðgun. Hann sótti um uppreist æru í mars í fyrra og hlaut hana þann 8. ágúst.Sjá einnig: Solla og Tolli veittu dæmdum nauðgara meðmæli vegna uppreist æruGreint var frá því í gær að Sólveig Eiríksdóttir, Solla á Gló, hafi einnig skrifað undir meðmæli fyrir manninn. Hún tók í sama streng og Tolli í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 í gær. Ég var á engan hátt að samþykkja það sem hafði gerst. Heldur bara vera vottur um að hann væri bætt og betri manneskja,” sagði Solla. Tolli segist í stöðuuppfærslu á Facebook hafa í mörg ár starfað innan veggja fangelsana við að „hjálpa einstaklingum sem þar eru vegna ógæfu alkahólisma, eiturlyfja , ofbeldis og misnotkunar sem margir þeirra hafa gengið í gegnum frá barnæsku.“ Hann segist hafa kosið að starfa með þessum mönnum og hjálpa þeim að komast til betra lífs. „Ég trúi því að margir þessara manna eigi séns vegna þess að ógæfa þeirra er í samhengi orsaka og afleiðinga,“ segir Tolli og bætir við að það hafi verið í þessu ljósi sem hann skrifaði undir meðmælin fyrir manninn, sem hlaut uppreista æru í fyrra sem fyrr segir.Sjá einnig: Samþykkti ekki glæpinn en vottaði um betrun„Það að ég kjósi að vinna með gerendum í ofbeldismálum þýðir ekki að ég hunsi fórnarlömbin og vanvirði það sem það fólk hefur gengið í gegnum. Einhverstaðar verður maður að byrja ef maður vill sjá heiminn betri. Öll andleg vinna miðar á sátt, sátt á hvaðan maður er að koma og hver maður er en þessa sátt er erfitt að finna ef ekki er með kærleikur til sjálfs síns og annarra.“ Uppreist æru Tengdar fréttir Solla og Tolli veittu dæmdum nauðgara meðmæli vegna uppreist æru Maðurinn hlaut tveggja ára dóm fyrir nauðgun árið 1998. 17. september 2017 16:15 Samþykkti ekki glæpinn heldur vottaði um betrun Sólveig Eiríksdóttir í Gló segist hafa veitt vini sínum meðmæli til að fá uppreist æru af vel ígrunduðu máli. Hún hafi ekki verið að samþykkja glæpinn sem hann framdi heldur votta að hann væri betri og bætt manneskja. Lagaprófessor segir meðmælin ekki fela í sér samsömun eða viðurkenningu á gjörðum annarra. 17. september 2017 19:10 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira
Myndlistarmaðurinn Þorlákur Morthens, eða Tolli, segist ekki hafa verið að samþykkja verknað mannsins sem hann veitti umsögn vegna uppreistar æru. Þá hafði hann heldur ekki í hyggju að firra manninn ábyrgð heldur segist Tolli einungis verið að votta til um bata hans og viðleitni til að losna úr viðjum eiturlyfja- og áfengisfíknar.Maðurinn sem Tolli veitti meðmæli sótti um uppreist æru vegna tveggja ára fangelsisdóms sem hann hlaut árið 1998 en þar var hann fundinn sekur um nauðgun. Hann sótti um uppreist æru í mars í fyrra og hlaut hana þann 8. ágúst.Sjá einnig: Solla og Tolli veittu dæmdum nauðgara meðmæli vegna uppreist æruGreint var frá því í gær að Sólveig Eiríksdóttir, Solla á Gló, hafi einnig skrifað undir meðmæli fyrir manninn. Hún tók í sama streng og Tolli í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 í gær. Ég var á engan hátt að samþykkja það sem hafði gerst. Heldur bara vera vottur um að hann væri bætt og betri manneskja,” sagði Solla. Tolli segist í stöðuuppfærslu á Facebook hafa í mörg ár starfað innan veggja fangelsana við að „hjálpa einstaklingum sem þar eru vegna ógæfu alkahólisma, eiturlyfja , ofbeldis og misnotkunar sem margir þeirra hafa gengið í gegnum frá barnæsku.“ Hann segist hafa kosið að starfa með þessum mönnum og hjálpa þeim að komast til betra lífs. „Ég trúi því að margir þessara manna eigi séns vegna þess að ógæfa þeirra er í samhengi orsaka og afleiðinga,“ segir Tolli og bætir við að það hafi verið í þessu ljósi sem hann skrifaði undir meðmælin fyrir manninn, sem hlaut uppreista æru í fyrra sem fyrr segir.Sjá einnig: Samþykkti ekki glæpinn en vottaði um betrun„Það að ég kjósi að vinna með gerendum í ofbeldismálum þýðir ekki að ég hunsi fórnarlömbin og vanvirði það sem það fólk hefur gengið í gegnum. Einhverstaðar verður maður að byrja ef maður vill sjá heiminn betri. Öll andleg vinna miðar á sátt, sátt á hvaðan maður er að koma og hver maður er en þessa sátt er erfitt að finna ef ekki er með kærleikur til sjálfs síns og annarra.“
Uppreist æru Tengdar fréttir Solla og Tolli veittu dæmdum nauðgara meðmæli vegna uppreist æru Maðurinn hlaut tveggja ára dóm fyrir nauðgun árið 1998. 17. september 2017 16:15 Samþykkti ekki glæpinn heldur vottaði um betrun Sólveig Eiríksdóttir í Gló segist hafa veitt vini sínum meðmæli til að fá uppreist æru af vel ígrunduðu máli. Hún hafi ekki verið að samþykkja glæpinn sem hann framdi heldur votta að hann væri betri og bætt manneskja. Lagaprófessor segir meðmælin ekki fela í sér samsömun eða viðurkenningu á gjörðum annarra. 17. september 2017 19:10 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira
Solla og Tolli veittu dæmdum nauðgara meðmæli vegna uppreist æru Maðurinn hlaut tveggja ára dóm fyrir nauðgun árið 1998. 17. september 2017 16:15
Samþykkti ekki glæpinn heldur vottaði um betrun Sólveig Eiríksdóttir í Gló segist hafa veitt vini sínum meðmæli til að fá uppreist æru af vel ígrunduðu máli. Hún hafi ekki verið að samþykkja glæpinn sem hann framdi heldur votta að hann væri betri og bætt manneskja. Lagaprófessor segir meðmælin ekki fela í sér samsömun eða viðurkenningu á gjörðum annarra. 17. september 2017 19:10