Þing rofið 28. október og gengið til kosninga Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. september 2017 11:43 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, á Bessastöðum í morgun að loknum fundinum með Bjarna. vísir/anton brink Guðni Th. Jóhannesso, forseti Íslands, féllst í dag á tillögu Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, um að þing verði rofið og gengið til kosninga þann 28. október næstkomandi. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem forsetinn hélt á Bessastöðum eftir fundinn. Guðni lýsti aðdragandum að því að þingrofstillagan var lögð fram. „Á laugardaginn baðst forsætisráðherra lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Ég varð við því en bað ráðherra og ráðuneyti að sitja þar til ný ríksstjórn yrði mynduð. [...] Ég aflaði upplýsinga hjá leiðtogum flokkanna á þingi um hug þingmanna til þingrofs og kosninga. Þá kannaði ég líka möguleika á myndun meirihlutastjórnar á þingi eða þá stjórnar sem gæti að að minnsta kosti varist vantrausti en að þeim viðræðum loknum var ljóst að ekki væri hægt að mynda nýja stjórn. Þá kom líka fram ríkur stuðningur við þingrof og kosningar,“ sagði Guðni. Þá sagði hann jafnframt að hann hefði einnig sannreynt að ríkisstjórnarflokkarnir þrír, Sjálfstæðisflokkurinn, Björt framtíð og Viðreisn, höfðu ekki gert með sér neitt skriflegt samkomulag um að þing yrði ekki rofið án samþykkis þeirra allra en Guðni sagði að svo hefði oft verið raunin með fyrri ríkisstjórnir. Guðni minnti jafnframt á að ráðherrunum í starfsstjórninni sem sitja mun þar til ný ríkisstjórn verður mynduð er aðeins ætlað að sinna störfum sem æðstu embættismenn þeirra málaflokka sem þeir fara fyrir, það er þeir hafa í raun ekki lengur pólitískt umboð. Að auki sagði Guðni að þing gæti setið fram að kjördegi og því geti þingmenn komið saman og unnið að málum á Alþingi. Þeir halda umboði sínu til kjördags. Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Tengdar fréttir Bein útsending: Bjarni fundar með forseta á Bessastöðum Bein útsending verður á Stöð 2 og hér á Vísi frá Bessastöðum þegar Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, gengur á fund Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, klukkan 11 í dag. 18. september 2017 10:30 Bjarni mættur með þingrofstillöguna á Bessastaði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, mætti klukkan 11 til fundar við Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, á Bessastöðum. 18. september 2017 11:08 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesso, forseti Íslands, féllst í dag á tillögu Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, um að þing verði rofið og gengið til kosninga þann 28. október næstkomandi. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem forsetinn hélt á Bessastöðum eftir fundinn. Guðni lýsti aðdragandum að því að þingrofstillagan var lögð fram. „Á laugardaginn baðst forsætisráðherra lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Ég varð við því en bað ráðherra og ráðuneyti að sitja þar til ný ríksstjórn yrði mynduð. [...] Ég aflaði upplýsinga hjá leiðtogum flokkanna á þingi um hug þingmanna til þingrofs og kosninga. Þá kannaði ég líka möguleika á myndun meirihlutastjórnar á þingi eða þá stjórnar sem gæti að að minnsta kosti varist vantrausti en að þeim viðræðum loknum var ljóst að ekki væri hægt að mynda nýja stjórn. Þá kom líka fram ríkur stuðningur við þingrof og kosningar,“ sagði Guðni. Þá sagði hann jafnframt að hann hefði einnig sannreynt að ríkisstjórnarflokkarnir þrír, Sjálfstæðisflokkurinn, Björt framtíð og Viðreisn, höfðu ekki gert með sér neitt skriflegt samkomulag um að þing yrði ekki rofið án samþykkis þeirra allra en Guðni sagði að svo hefði oft verið raunin með fyrri ríkisstjórnir. Guðni minnti jafnframt á að ráðherrunum í starfsstjórninni sem sitja mun þar til ný ríkisstjórn verður mynduð er aðeins ætlað að sinna störfum sem æðstu embættismenn þeirra málaflokka sem þeir fara fyrir, það er þeir hafa í raun ekki lengur pólitískt umboð. Að auki sagði Guðni að þing gæti setið fram að kjördegi og því geti þingmenn komið saman og unnið að málum á Alþingi. Þeir halda umboði sínu til kjördags.
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Tengdar fréttir Bein útsending: Bjarni fundar með forseta á Bessastöðum Bein útsending verður á Stöð 2 og hér á Vísi frá Bessastöðum þegar Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, gengur á fund Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, klukkan 11 í dag. 18. september 2017 10:30 Bjarni mættur með þingrofstillöguna á Bessastaði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, mætti klukkan 11 til fundar við Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, á Bessastöðum. 18. september 2017 11:08 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Sjá meira
Bein útsending: Bjarni fundar með forseta á Bessastöðum Bein útsending verður á Stöð 2 og hér á Vísi frá Bessastöðum þegar Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, gengur á fund Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, klukkan 11 í dag. 18. september 2017 10:30
Bjarni mættur með þingrofstillöguna á Bessastaði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, mætti klukkan 11 til fundar við Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, á Bessastöðum. 18. september 2017 11:08