Píratar sakaðir um að rægja land og þjóð á erlendum vettvangi Jakob Bjarnar skrifar 18. september 2017 13:56 Prófessorinn segir það ótrúlegt framferði að rægja land og þjóð erlendis. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, stjórnmálafræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, telur víst að heimspressan sé mötuð af vafasömum upplýsingum og fölskum upplýsingum niðurrifsmanna og vafasamra álitsgjafa. Víst er að myndin sem dregin er upp af Íslandi og stjórnmálaástandinu hér fer mjög fyrir brjóstið á stuðningsmönnum Sjálfstæðisflokksins. Og ekki að ófyrirsynju. Rauður þráður af fregnum sem birst hafa af því að stjórnarsamstarfið er sprungið í loft upp er að barnaníðingur hafi orðið stjórninni að falli og við er svo mynd af Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins.Þjóðníðingar og niðurrifsmenn Hannes Hólmsteinn segir vinum sínum og félögum á Facebook að þeir verði að gera sér grein fyrir því hvaðan slík mynd komi, hverjir það eru sem eru að mata hina erlendu blaðamenn á fölskum upplýsingum. „Menn þurfa að átta sig á, að upplýsingar í útlöndum um íslensk stjórnmál koma aðallega frá Íslendingum. Sumir virðast því miður vera önnum kafnir við að rægja land sitt og þjóð við útlendinga. Sagan er síðan komin alla leið, í heilan hring, þegar íslenskir fjölmiðlar segja fréttir af erlendum fréttum. Þetta eru ekki erlendar raddir, heldur bergmál frá Íslandi,“ segir Hannes á Facebooksíðu sinni. Stóru orðin eru ekki spöruð í athugasemdum en þar er talað um „föðurlandssvik“ og „þjóðníðinga“ og Ómar Valdimarsson lögmaður, staðfestir orð Hannesar: „Eftir að 8 ára starf hjá Bloomberg News - sem nota bene er ein stærsta fréttastofa veraldar - get ég kvittað upp á þetta hjá þér 100%.“Böndin berast að PírötumFrétt Vísis í gærkvöldi, er svo sem til að staðfesta kenningar prófessorsins og skoðanabræðra hans, og tengja þennan meinta róg um land og þjóð beint við Pírataflokkinn. Þar greinir frá því að uppljóstrarinn Edward Snowden rangtúlki atburði á hinu pólitíska sviði á Íslandi. Ekki þarf frekari vitnanna við. Hannes tengir við þá frétt og segir einfaldlega: „Snowden sækir auðvitað visku sína til Pírata. Ótrúlegt framferði að rægja land og þjóð erlendis.“ Uppfært klukkan 16:08Smári McCarthy hefur svarað Hannesi og undirstrikar að heiðarleiki og sanngirni séu sér hjartans mál. „Nú er ansi ógeðfeld orðræða komin í gang, þar sem tíst mitt frá því á fimmtudaginn sl. er mjög vísvitandi rangtúlkað á þann hátt að ég sé að væna Bjarna Benediktsson um einhvern viðbjóð. Slíkt myndi ég aldrei gera. Ef það hefði verið meiningin mín þá hefði ég bara sagt það. Þeir sem þekkja mig vita að ég tala ekki undir rós um svonalagað.“ Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Edward Snowden rangtúlkar atburði á Íslandi í röð tísta Bandaríski uppljóstrarinn virðist hafa fengið bjagaða mynd af atburðunum sem leiddu til stjórnarslita á Íslandi. 17. september 2017 22:29 Erlenda pressan: „Barnalokkari“ varð stjórninni að falli Erlendir miðlar spara sig hvergi í umfjöllun um Ísland og hina föllnu ríkisstjórn. 15. september 2017 11:25 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Velta barna á veðmálasíðum fimmfaldast milli ára Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Hannes Hólmsteinn Gissurarson, stjórnmálafræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, telur víst að heimspressan sé mötuð af vafasömum upplýsingum og fölskum upplýsingum niðurrifsmanna og vafasamra álitsgjafa. Víst er að myndin sem dregin er upp af Íslandi og stjórnmálaástandinu hér fer mjög fyrir brjóstið á stuðningsmönnum Sjálfstæðisflokksins. Og ekki að ófyrirsynju. Rauður þráður af fregnum sem birst hafa af því að stjórnarsamstarfið er sprungið í loft upp er að barnaníðingur hafi orðið stjórninni að falli og við er svo mynd af Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins.Þjóðníðingar og niðurrifsmenn Hannes Hólmsteinn segir vinum sínum og félögum á Facebook að þeir verði að gera sér grein fyrir því hvaðan slík mynd komi, hverjir það eru sem eru að mata hina erlendu blaðamenn á fölskum upplýsingum. „Menn þurfa að átta sig á, að upplýsingar í útlöndum um íslensk stjórnmál koma aðallega frá Íslendingum. Sumir virðast því miður vera önnum kafnir við að rægja land sitt og þjóð við útlendinga. Sagan er síðan komin alla leið, í heilan hring, þegar íslenskir fjölmiðlar segja fréttir af erlendum fréttum. Þetta eru ekki erlendar raddir, heldur bergmál frá Íslandi,“ segir Hannes á Facebooksíðu sinni. Stóru orðin eru ekki spöruð í athugasemdum en þar er talað um „föðurlandssvik“ og „þjóðníðinga“ og Ómar Valdimarsson lögmaður, staðfestir orð Hannesar: „Eftir að 8 ára starf hjá Bloomberg News - sem nota bene er ein stærsta fréttastofa veraldar - get ég kvittað upp á þetta hjá þér 100%.“Böndin berast að PírötumFrétt Vísis í gærkvöldi, er svo sem til að staðfesta kenningar prófessorsins og skoðanabræðra hans, og tengja þennan meinta róg um land og þjóð beint við Pírataflokkinn. Þar greinir frá því að uppljóstrarinn Edward Snowden rangtúlki atburði á hinu pólitíska sviði á Íslandi. Ekki þarf frekari vitnanna við. Hannes tengir við þá frétt og segir einfaldlega: „Snowden sækir auðvitað visku sína til Pírata. Ótrúlegt framferði að rægja land og þjóð erlendis.“ Uppfært klukkan 16:08Smári McCarthy hefur svarað Hannesi og undirstrikar að heiðarleiki og sanngirni séu sér hjartans mál. „Nú er ansi ógeðfeld orðræða komin í gang, þar sem tíst mitt frá því á fimmtudaginn sl. er mjög vísvitandi rangtúlkað á þann hátt að ég sé að væna Bjarna Benediktsson um einhvern viðbjóð. Slíkt myndi ég aldrei gera. Ef það hefði verið meiningin mín þá hefði ég bara sagt það. Þeir sem þekkja mig vita að ég tala ekki undir rós um svonalagað.“
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Edward Snowden rangtúlkar atburði á Íslandi í röð tísta Bandaríski uppljóstrarinn virðist hafa fengið bjagaða mynd af atburðunum sem leiddu til stjórnarslita á Íslandi. 17. september 2017 22:29 Erlenda pressan: „Barnalokkari“ varð stjórninni að falli Erlendir miðlar spara sig hvergi í umfjöllun um Ísland og hina föllnu ríkisstjórn. 15. september 2017 11:25 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Velta barna á veðmálasíðum fimmfaldast milli ára Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Edward Snowden rangtúlkar atburði á Íslandi í röð tísta Bandaríski uppljóstrarinn virðist hafa fengið bjagaða mynd af atburðunum sem leiddu til stjórnarslita á Íslandi. 17. september 2017 22:29
Erlenda pressan: „Barnalokkari“ varð stjórninni að falli Erlendir miðlar spara sig hvergi í umfjöllun um Ísland og hina föllnu ríkisstjórn. 15. september 2017 11:25