Guðjón Skarphéðinsson fékk uppreist æru árið 1995 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. september 2017 15:17 Guðjón Skarphéðinsson hefur alla tíð haldið fram sakleysi sínu. Vísir Guðjón Skarphéðinsson, sem dæmdur var í tíu ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi árið 1980, fékk uppreist æru árið 1995. Guðjón sat inni í fjögur og hálft ár en hann var dæmdurásamt Kristjáni Viðari Júlíussyni og Sævari Ciesielski fyrir að hafa orðið Geirfinni Einarssyni að bana. Allir þrír héldu alla tíð fram sakleysi sínu. Málið er líklega umtalaðasta og umdeildasta sakamál Íslandssögunnar, hluti af Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, og er enn til meðferðar í kerfinu. Endurupptökunefnd féllst fyrr á árinu á beiðni Guðjóns og fjögurra annarra að málin yrðu tekin upp að nýju.Að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í febrúar þegar ákveðið var að málin yrðu tekin upp að stærstum hluta. Þar er rætt við Guðjón.Sakborningarnir hlutu árið 1980 eins til sautján ára fangelsisdóma fyrir aðild þeirra að málunum. Á meðan málin voru til rannsóknar sat Guðjón og aðrir í einangrun svo mánuðum skipti. Í gögnum frá dómsmálaráðuneytinu, sem fjölmiðlar fengu send um helgina, kemur fram að Guðjón hafi sótt um uppreist æru þann 10. desember 1995. Var umsóknin samþykkt af Vigdísi Finnbogadóttur, forseta Íslands átta dögum síðar. Í umsókn Guðjóns kemur fram að hann hafi fengið reynslulausn 1981 á eftirstöðvum sem voru 1800 dagar. Hann fluttist til Kaupmannahafnar og stundaði almenna vinnu uns hann hóf nám í guðfræði við Kaupmannahafnarháskóla. Hann lauk kandídatpróf í desember 1994 og lauk undirbúningsþjálfun sem krafist er af þeim guðfræðingum er vígjast til þjónustu innan dönsku kirkjunnar. Guðjón tók við embætti prests á Staðastað árið 1996 og gegndi starfinu til ársins 2014. Guðmundar- og Geirfinnsmálin Uppreist æru Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Guðjón Skarphéðinsson, sem dæmdur var í tíu ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi árið 1980, fékk uppreist æru árið 1995. Guðjón sat inni í fjögur og hálft ár en hann var dæmdurásamt Kristjáni Viðari Júlíussyni og Sævari Ciesielski fyrir að hafa orðið Geirfinni Einarssyni að bana. Allir þrír héldu alla tíð fram sakleysi sínu. Málið er líklega umtalaðasta og umdeildasta sakamál Íslandssögunnar, hluti af Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, og er enn til meðferðar í kerfinu. Endurupptökunefnd féllst fyrr á árinu á beiðni Guðjóns og fjögurra annarra að málin yrðu tekin upp að nýju.Að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í febrúar þegar ákveðið var að málin yrðu tekin upp að stærstum hluta. Þar er rætt við Guðjón.Sakborningarnir hlutu árið 1980 eins til sautján ára fangelsisdóma fyrir aðild þeirra að málunum. Á meðan málin voru til rannsóknar sat Guðjón og aðrir í einangrun svo mánuðum skipti. Í gögnum frá dómsmálaráðuneytinu, sem fjölmiðlar fengu send um helgina, kemur fram að Guðjón hafi sótt um uppreist æru þann 10. desember 1995. Var umsóknin samþykkt af Vigdísi Finnbogadóttur, forseta Íslands átta dögum síðar. Í umsókn Guðjóns kemur fram að hann hafi fengið reynslulausn 1981 á eftirstöðvum sem voru 1800 dagar. Hann fluttist til Kaupmannahafnar og stundaði almenna vinnu uns hann hóf nám í guðfræði við Kaupmannahafnarháskóla. Hann lauk kandídatpróf í desember 1994 og lauk undirbúningsþjálfun sem krafist er af þeim guðfræðingum er vígjast til þjónustu innan dönsku kirkjunnar. Guðjón tók við embætti prests á Staðastað árið 1996 og gegndi starfinu til ársins 2014.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Uppreist æru Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira