Launin reyndust tæp hálf milljón á mánuði 19. september 2017 06:00 Óvíst er hvenær Sjanghæ opnar dyr sínar á nýjan leik. vísir/svenni Veitingastaðurinn Sjanghæ hefur ekki verið opnaður að nýju eftir umfjöllun Ríkisútvarpsins um að grunur hafi leikið á mansali á staðnum. Eftir rannsókn stéttarfélagsins Einingar Iðju á launaskýrslum kom í ljós að ekki var fótur fyrir þeim sögusögnum. Eigendur staðarins íhuga alvarlega lagalegu stöðu sína. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá því þann 30. ágúst síðastliðinn að grunur léki á mansali á veitingastaðnum og að kokkar fengju greiddar um 30 þúsund krónur í mánaðarlaun. Reyndin var síðan allt önnur og voru laun kokkanna, sem komu frá Kína, 465 þúsund krónur á mánuði samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þau laun eru rétt um eitt hundrað þúsund krónum hærri en lágmarkslaun samkvæmt kjarasamningum.Óvíst er hvenær Sjanghæ opnar dyr sínar á nýjan leik. Fréttablaðið/Sveinn„Ég get staðfest það að veitingastaðurinn Sjanghæ á Akureyri hefur verið lokaður síðan fjölmiðlaumfjöllun um staðinn hófst,“ segir Jóhannes Már Sigurðarson, lögmaður veitingastaðarins. Það var ekki ætlunin í upphafi að loka staðnum strax eftir fjölmiðlaumfjöllunina. Hún hafi samt sem áður valdið því að fáir viðskiptavinir komu á staðinn. „Fljótlega varð ljóst að hjá því varð ekki komist að loka,“ bætir Jóhannes Már við. Óvíst er hvenær veitingastaðurinn verður opnaður aftur. Þá mun væntanlega koma í ljós hver langtímaáhrif umfjöllunar um staðinn mun hafa á reksturinn að mati Jóhannesar. Nú sé hann að fara yfir málið með eigendunum og á næstu dögum verður tekin ákvörðun um það hvort dómsmál verði höfðað. „Það kom ekki stakur viðskiptavinur inn á staðinn eftir að fyrsta fréttin af málinu fór í loftið, og birgjar farnir að sækja tæki sem þeir höfðu lánað inn á veitingastaðinn. Þau viðbrögð verður að telja fullkomlega eðlileg, þegar um alvarlegar ásakanir um refsiverða háttsemi er að ræða. Eigandi veitingastaðarins var í fréttum grunaður um brot sem varðar allt að 12 ára fangelsi,“ segir Jóhannes Már. Rætt var við Jóhannes Má í Bítinu í morgun. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ríkisútvarpinu líklega stefnt fyrir „algjört bull“ og „falsfréttir“ Lögmaður veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri segir allar líkur á að eigendur staðarins muni fara í mál við Ríkisútvarpið. 8. september 2017 08:24 Allt lögum samkvæmt hjá Sjanghæ á Akureyri Starfsmenn veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri fá greitt samkvæmt kjarasamningum og launatöxtum sem gilda á veitingahúsum. 5. september 2017 12:01 Eining-Iðja segir það ekki samboðið Rúv að skjóta sér undan ábyrgð vegna fréttaflutnings "Fréttastofa þess þarf ein að axla ábyrgð af ófaglegum vinnubrögðum sínum.“ 15. september 2017 13:29 Mest lesið Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Veitingastaðurinn Sjanghæ hefur ekki verið opnaður að nýju eftir umfjöllun Ríkisútvarpsins um að grunur hafi leikið á mansali á staðnum. Eftir rannsókn stéttarfélagsins Einingar Iðju á launaskýrslum kom í ljós að ekki var fótur fyrir þeim sögusögnum. Eigendur staðarins íhuga alvarlega lagalegu stöðu sína. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá því þann 30. ágúst síðastliðinn að grunur léki á mansali á veitingastaðnum og að kokkar fengju greiddar um 30 þúsund krónur í mánaðarlaun. Reyndin var síðan allt önnur og voru laun kokkanna, sem komu frá Kína, 465 þúsund krónur á mánuði samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þau laun eru rétt um eitt hundrað þúsund krónum hærri en lágmarkslaun samkvæmt kjarasamningum.Óvíst er hvenær Sjanghæ opnar dyr sínar á nýjan leik. Fréttablaðið/Sveinn„Ég get staðfest það að veitingastaðurinn Sjanghæ á Akureyri hefur verið lokaður síðan fjölmiðlaumfjöllun um staðinn hófst,“ segir Jóhannes Már Sigurðarson, lögmaður veitingastaðarins. Það var ekki ætlunin í upphafi að loka staðnum strax eftir fjölmiðlaumfjöllunina. Hún hafi samt sem áður valdið því að fáir viðskiptavinir komu á staðinn. „Fljótlega varð ljóst að hjá því varð ekki komist að loka,“ bætir Jóhannes Már við. Óvíst er hvenær veitingastaðurinn verður opnaður aftur. Þá mun væntanlega koma í ljós hver langtímaáhrif umfjöllunar um staðinn mun hafa á reksturinn að mati Jóhannesar. Nú sé hann að fara yfir málið með eigendunum og á næstu dögum verður tekin ákvörðun um það hvort dómsmál verði höfðað. „Það kom ekki stakur viðskiptavinur inn á staðinn eftir að fyrsta fréttin af málinu fór í loftið, og birgjar farnir að sækja tæki sem þeir höfðu lánað inn á veitingastaðinn. Þau viðbrögð verður að telja fullkomlega eðlileg, þegar um alvarlegar ásakanir um refsiverða háttsemi er að ræða. Eigandi veitingastaðarins var í fréttum grunaður um brot sem varðar allt að 12 ára fangelsi,“ segir Jóhannes Már. Rætt var við Jóhannes Má í Bítinu í morgun.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ríkisútvarpinu líklega stefnt fyrir „algjört bull“ og „falsfréttir“ Lögmaður veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri segir allar líkur á að eigendur staðarins muni fara í mál við Ríkisútvarpið. 8. september 2017 08:24 Allt lögum samkvæmt hjá Sjanghæ á Akureyri Starfsmenn veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri fá greitt samkvæmt kjarasamningum og launatöxtum sem gilda á veitingahúsum. 5. september 2017 12:01 Eining-Iðja segir það ekki samboðið Rúv að skjóta sér undan ábyrgð vegna fréttaflutnings "Fréttastofa þess þarf ein að axla ábyrgð af ófaglegum vinnubrögðum sínum.“ 15. september 2017 13:29 Mest lesið Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Ríkisútvarpinu líklega stefnt fyrir „algjört bull“ og „falsfréttir“ Lögmaður veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri segir allar líkur á að eigendur staðarins muni fara í mál við Ríkisútvarpið. 8. september 2017 08:24
Allt lögum samkvæmt hjá Sjanghæ á Akureyri Starfsmenn veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri fá greitt samkvæmt kjarasamningum og launatöxtum sem gilda á veitingahúsum. 5. september 2017 12:01
Eining-Iðja segir það ekki samboðið Rúv að skjóta sér undan ábyrgð vegna fréttaflutnings "Fréttastofa þess þarf ein að axla ábyrgð af ófaglegum vinnubrögðum sínum.“ 15. september 2017 13:29