Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Kjartan Kjartansson skrifar 28. ágúst 2025 07:49 Höfuðstöðvar Vélfags á Akureyri. Fyrirtækið selur ýmsan tæknibúnað sem tengist sjávarútvegi. Vélfag Erlendur eigandi tæknifyrirtækisins Vélfags á Akureyri segir að það verði líklega lagt niður og starfsmönnum sagt upp vegna efnahagslega þvingana sem það sætir vegna tengsla við Rússland. Hann gagnrýnir harðlega utanríkisráðuneytið og Arion banka. Morgunblaðið hefur eftir Ivan Nicolai Kaufmann, meirihlutaeiganda Vélfags í gegnum félag sem er skráð í Hong Kong, að leyfi og eignir félagsins verði seldar til Kanada eða Noregs ef hann þurfi að leggja fyrirtækið niður. Viðskiptaþvinganirnar sem Vélfag sætir eru hluti af aðgerðum Íslands, Noregs og Evrópusambandsins gegn rúsneskum fyrirtækjum vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Fyrri eigandi Vélfags, rússneska fyrirtækið Norebo, er talið tengjast svonefndum skuggaflota Rússa, flota skipa sem þeir nota til þess að komast í kringum refsiaðgerðir og fremja skemmdarverk gegn vestrænum ríkjum. Kaufmann heldur því fram við blaðið að Norebo tengist Vélfagi ekki lengur. Norebo hafi selt Titania Trading Limited í Hong Kong fyrirtækið árið 2023. Sjálfur hafi Kaufmann keypt Titania af norskum aðila í maí á þessu ári án þess að vita af viðskiptaþvingunum. Þegar Ríkisútvarpið fjallaði um aðgerðirnar gegn Vélfagi á dögunum kom fram að Kaufmann væri talinn samstarfsmaður eigenda Norebo. Morgunblaðið segir að samkvæmt sínum heimildum séu kaup Kaufmann á Titania talin hafa verið til málamynda. Nafn Kaufmann þessa, sem Morgunblaðið segir að hafi fæðst í Liechtenstein en sé búsettur í Sviss, kom meðal annars fram í Panamaskjölunum svonefndu vegna aflandsfélags sem hann átti á Bresku Jómfrúareyjum. Deilir á ráðuneyti og banka Í viðtalinu við Morgunblaðið deilir Kaufmann hart á utanríkisráðuneytið og Arion banka sem hann sakar um að hafa komið ófaglega fram gagnvart sér og skort þekkingu á grundvallarhugmyndum og verkferlum í alþjóðlegum viðskiptum. Ekki hafi verið tekið mark á gögnum sem hann hafi lagt fram og áttu að sýna að hann væri ekki tengdur Norebo. Engu að síður hafi Vélfag fengið undanþágu frá frystingu fjármuna í síðasta mánuði. Þá hafi stórar íslenska lögmannsstofur neitað að aðstoða hann. Það vill hann rekja til meints ótta þeirra við utanríkisráðuneytið og vera bendlaðar við mál sem gæti verið túlkað sem stuðningur við rússneska hagsmuni. Innrás Rússa í Úkraínu Akureyri Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Evrópusambandið Tengdar fréttir Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Íslenska fyrirtækið Vélfag sem sætti viðskiptaþvingunum vegna erlends móðurfélags þess hefur fengið tímabundna undanþágu með skilyrðum. 14. ágúst 2025 13:57 Tengist ekki skuggaflota Rússlands Íslenska fyrirtækið Vélfag óskar eftir víðari undanþágu vegna viðskiptaþvingana sem fyrirtækið sætir vegna erlends móðurfélags þess. Framkvæmdastjórinn segist bjartsýnn þar sem þvinganirnar séu að ástæðulausu. 23. júlí 2025 15:43 Rússneskur risi kaupir meirihluta í Vélfagi Rússneska sjávarútvegsfyrirtækið Norebo hefur keypt meirihluta í Vélfagi ehf. Akureyringurinn Finnbogi Baldvinsson, sem rekur ráðgjafafyrirtæki í Þýskalandi, hafði milligöngu um kaupin og sest í stjórn Vélfags fyrir hönd stofnendanna, hjónanna Bjarma Sigurgarðarssonar og Ólafar Ýrar Lárusdóttur. Þau eiga eftir viðskiptin 45,5% í félaginu. 5. janúar 2022 15:28 Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Morgunblaðið hefur eftir Ivan Nicolai Kaufmann, meirihlutaeiganda Vélfags í gegnum félag sem er skráð í Hong Kong, að leyfi og eignir félagsins verði seldar til Kanada eða Noregs ef hann þurfi að leggja fyrirtækið niður. Viðskiptaþvinganirnar sem Vélfag sætir eru hluti af aðgerðum Íslands, Noregs og Evrópusambandsins gegn rúsneskum fyrirtækjum vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Fyrri eigandi Vélfags, rússneska fyrirtækið Norebo, er talið tengjast svonefndum skuggaflota Rússa, flota skipa sem þeir nota til þess að komast í kringum refsiaðgerðir og fremja skemmdarverk gegn vestrænum ríkjum. Kaufmann heldur því fram við blaðið að Norebo tengist Vélfagi ekki lengur. Norebo hafi selt Titania Trading Limited í Hong Kong fyrirtækið árið 2023. Sjálfur hafi Kaufmann keypt Titania af norskum aðila í maí á þessu ári án þess að vita af viðskiptaþvingunum. Þegar Ríkisútvarpið fjallaði um aðgerðirnar gegn Vélfagi á dögunum kom fram að Kaufmann væri talinn samstarfsmaður eigenda Norebo. Morgunblaðið segir að samkvæmt sínum heimildum séu kaup Kaufmann á Titania talin hafa verið til málamynda. Nafn Kaufmann þessa, sem Morgunblaðið segir að hafi fæðst í Liechtenstein en sé búsettur í Sviss, kom meðal annars fram í Panamaskjölunum svonefndu vegna aflandsfélags sem hann átti á Bresku Jómfrúareyjum. Deilir á ráðuneyti og banka Í viðtalinu við Morgunblaðið deilir Kaufmann hart á utanríkisráðuneytið og Arion banka sem hann sakar um að hafa komið ófaglega fram gagnvart sér og skort þekkingu á grundvallarhugmyndum og verkferlum í alþjóðlegum viðskiptum. Ekki hafi verið tekið mark á gögnum sem hann hafi lagt fram og áttu að sýna að hann væri ekki tengdur Norebo. Engu að síður hafi Vélfag fengið undanþágu frá frystingu fjármuna í síðasta mánuði. Þá hafi stórar íslenska lögmannsstofur neitað að aðstoða hann. Það vill hann rekja til meints ótta þeirra við utanríkisráðuneytið og vera bendlaðar við mál sem gæti verið túlkað sem stuðningur við rússneska hagsmuni.
Innrás Rússa í Úkraínu Akureyri Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Evrópusambandið Tengdar fréttir Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Íslenska fyrirtækið Vélfag sem sætti viðskiptaþvingunum vegna erlends móðurfélags þess hefur fengið tímabundna undanþágu með skilyrðum. 14. ágúst 2025 13:57 Tengist ekki skuggaflota Rússlands Íslenska fyrirtækið Vélfag óskar eftir víðari undanþágu vegna viðskiptaþvingana sem fyrirtækið sætir vegna erlends móðurfélags þess. Framkvæmdastjórinn segist bjartsýnn þar sem þvinganirnar séu að ástæðulausu. 23. júlí 2025 15:43 Rússneskur risi kaupir meirihluta í Vélfagi Rússneska sjávarútvegsfyrirtækið Norebo hefur keypt meirihluta í Vélfagi ehf. Akureyringurinn Finnbogi Baldvinsson, sem rekur ráðgjafafyrirtæki í Þýskalandi, hafði milligöngu um kaupin og sest í stjórn Vélfags fyrir hönd stofnendanna, hjónanna Bjarma Sigurgarðarssonar og Ólafar Ýrar Lárusdóttur. Þau eiga eftir viðskiptin 45,5% í félaginu. 5. janúar 2022 15:28 Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Íslenska fyrirtækið Vélfag sem sætti viðskiptaþvingunum vegna erlends móðurfélags þess hefur fengið tímabundna undanþágu með skilyrðum. 14. ágúst 2025 13:57
Tengist ekki skuggaflota Rússlands Íslenska fyrirtækið Vélfag óskar eftir víðari undanþágu vegna viðskiptaþvingana sem fyrirtækið sætir vegna erlends móðurfélags þess. Framkvæmdastjórinn segist bjartsýnn þar sem þvinganirnar séu að ástæðulausu. 23. júlí 2025 15:43
Rússneskur risi kaupir meirihluta í Vélfagi Rússneska sjávarútvegsfyrirtækið Norebo hefur keypt meirihluta í Vélfagi ehf. Akureyringurinn Finnbogi Baldvinsson, sem rekur ráðgjafafyrirtæki í Þýskalandi, hafði milligöngu um kaupin og sest í stjórn Vélfags fyrir hönd stofnendanna, hjónanna Bjarma Sigurgarðarssonar og Ólafar Ýrar Lárusdóttur. Þau eiga eftir viðskiptin 45,5% í félaginu. 5. janúar 2022 15:28