Setur stefnuna á félagshyggjustjórn eftir kosningar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. september 2017 23:15 Katrín Jakobsdóttir er formaður Vinstri grænna. Stefnan hjá Vinstri grænum er sett á félagshyggjustjórn. vísir/anton brink „Ég tala fyrir því að VG stefnir á það að fara í ríkisstjórn að loknum kosningum og leiða félagshyggjustjórn. Það verður náttúrulega ekki nema að við náum góðum árangri þannig að það er náttúrulega verkefni númer eitt, tvö og þrjú.“ Þetta segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna í samtali við Vísi. Vinstri græn blésu í kvöld til fundar á Vesturgötu 7 til að „fara yfir stöðuna sem upp er komin í stjórnmálunum,“ eins og segir í fréttatilkynningu. Katrín segir að félagsmenn séu tilbúnir í kosningar og að samhljómur sé um að áherslur flokksins eigi fullt erindi. Hún segir að flokkurinn fari fram með sömu áherslur og fyrir ári vegna þess að liðsmönnum Vinstri grænna finnist „lítið sem ekkert hafa miðað fram þegar kemur að uppbyggingu í skólamálum, heilbrigðiskerfinu og þegar kemur að því að leiðrétta stöðu öryrkja og aldraðra og verst settu hópanna,“ segir Katrín. „Þessi umræða snýst bara um það hver ætlar að starfa með okkur og að okkar áherslum,“ segir Katrín þegar hún er spurð hvort Vinstri græn ætli sér að starfa með Sjálfstæðisflokkum að loknum kosningum. „Við höfum sýnt það með okkar verkum að við erum ekki að fara í ríkisstjórn til að fara í valdastóla heldur til þess að hafa áhrif og það þarf ekkert að efast um okkar heilindi í því,“ segir Katrín að lokum. Á fimmtudaginn verður annar fundur haldinn þar sem ákveðið verður hvort flokkurinn fari í uppstillingu eða forval en Katrín segir ljóst að þau þurfi að vinna mjög hratt.Hér að neðan er mynd sem Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, tók í kvöld á fundinum.Húsfyllir á félagsfundi VGR. Kata með þrusuræðu! Við í VG erum meira en tilbúin í þessar kosningar ! #vinstrigraen #vg pic.twitter.com/NHboqdegXK— Rósa Björk B (@RosaBjorkB) September 18, 2017 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Sjá meira
„Ég tala fyrir því að VG stefnir á það að fara í ríkisstjórn að loknum kosningum og leiða félagshyggjustjórn. Það verður náttúrulega ekki nema að við náum góðum árangri þannig að það er náttúrulega verkefni númer eitt, tvö og þrjú.“ Þetta segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna í samtali við Vísi. Vinstri græn blésu í kvöld til fundar á Vesturgötu 7 til að „fara yfir stöðuna sem upp er komin í stjórnmálunum,“ eins og segir í fréttatilkynningu. Katrín segir að félagsmenn séu tilbúnir í kosningar og að samhljómur sé um að áherslur flokksins eigi fullt erindi. Hún segir að flokkurinn fari fram með sömu áherslur og fyrir ári vegna þess að liðsmönnum Vinstri grænna finnist „lítið sem ekkert hafa miðað fram þegar kemur að uppbyggingu í skólamálum, heilbrigðiskerfinu og þegar kemur að því að leiðrétta stöðu öryrkja og aldraðra og verst settu hópanna,“ segir Katrín. „Þessi umræða snýst bara um það hver ætlar að starfa með okkur og að okkar áherslum,“ segir Katrín þegar hún er spurð hvort Vinstri græn ætli sér að starfa með Sjálfstæðisflokkum að loknum kosningum. „Við höfum sýnt það með okkar verkum að við erum ekki að fara í ríkisstjórn til að fara í valdastóla heldur til þess að hafa áhrif og það þarf ekkert að efast um okkar heilindi í því,“ segir Katrín að lokum. Á fimmtudaginn verður annar fundur haldinn þar sem ákveðið verður hvort flokkurinn fari í uppstillingu eða forval en Katrín segir ljóst að þau þurfi að vinna mjög hratt.Hér að neðan er mynd sem Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, tók í kvöld á fundinum.Húsfyllir á félagsfundi VGR. Kata með þrusuræðu! Við í VG erum meira en tilbúin í þessar kosningar ! #vinstrigraen #vg pic.twitter.com/NHboqdegXK— Rósa Björk B (@RosaBjorkB) September 18, 2017
Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Sjá meira