Ræða hvort hægt sé að taka uppreist æru Hjalta til baka vegna gruns um skjalafals Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 19. september 2017 09:00 Svandís segir að ekki sé hægt að komast til botns í málinu nema með skýringum Sigríðar. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra verður á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag. Fundurinn var boðaður áður en ríkisstjórnarsamstarfinu var slitið en þar verður meðal annars fjallað um mál tengd uppreist æru. „Uppleggið var fyrst og fremst að tala um úrskurð Úrskurðarnefndar upplýsingamála og niðurstöðu nefndarinnar og hvernig sú niðurstaða er á skjön við það sem ráðherra hafði gert og leyndarhyggjuna sem ráðuneytið hafði staðið fyrir í raun,“ segir Svandís Svavarsdóttir. Fundurinn hefst klukkan tíu í dag og verður 90 mínútna langur. „Ég geri nú ráð fyrir að það verði farið yfir fleiri mál, mér finnst til dæmis spurning með endurupptöku á uppreistarmáli Hjalta í ljósi þess að þar er greinilega skjalafals á ferð, eða að minnsta kosti grunsemdir um það. Svo þurfum við í nefndinni að fjalla um hvernig við ætlum að taka málið áfram, hvað við ætlum að gera svo og hvernig verður komist til botns í þessu máli, bæði stjórnsýslulega og pólitískt.“ Svandís segir að ekki verði farið yfir ákveðin frumvörp á þessum fundi. „Hins vegar er fundur þingflokksformanna klukkan eitt þar sem við erum að halda áfram þeirri vinnu sem að forsetinn fól okkur að fara í sem að er að skoða lögmannafrumvarpið frá Pírötum og mögulega einhver ákvæði úr frumvarpi ráðherra um að fella niður hugtakið uppreist æru. Það er eitt af því sem við ætlum að skoða og gæti þá verið hluti af þessum þinglokum.“ Hún segir að tilefnið fyrir fundinum sé ekki farið þó að það sé búið að boða til kosninga. Ekki sé hægt að komast til botns í málinu nema með skýringum ráðherra. „Það er mikilvægt að halda því til haga að það sem að gerðist í þessu öllu saman var það að krafan um réttlátt þjóðfélag fyrir brotaþola kynferðisbrota er krafan sem felldi þessa ríkisstjórn.“ Svandís segir að spurningar séu vaknaðar um hvort mögulegt sé að taka uppreist æru til baka. „Það þarf að fara yfir það. Maður heyrir að lögmenn velta þessu fyrir sér í ýmsar áttir, hvort að ráðuneytið hafi frumkvæðisskyldu í þessu eða hvort að það þurfi að höfða sérstakt mál eða hvernig þurfi að gera þetta. Við getum ekki annað en leitað svara við þeim spurningum og ef til vill þurfum við að leita stuðnings hjá Umboðsmanni Alþingis ef að spurningarnar verði mikið flóknari.“ Uppreist æru Tengdar fréttir Vísar því á bug að hafa blekkt umsagnaraðila Hjalti Sigurjón Hauksson segir Harald Þór Teitsson og Svein Matthíasson líkast til hrædda enda sé búið að taka hann af lífi í umræðunni. Hann skilji vel að þeir vilji ekki vera næstir í gálgann. 19. september 2017 09:00 Uppreist æra Hjalta gæti verið í hættu Tilefni gæti verið til endurupptöku á ákvörðunum um uppreista æru ef formgallar hafa verið á umsóknum. Breytingar á meðmælabréfum gætu talist refsiverðar. Þetta segir lektor í refsirétti 18. september 2017 20:00 Sigríður neitaði að skrifa undir uppreist æru fyrir dæmdan kynferðisbrotamann Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir áburð um trúnaðarbrot af hennar hálfu ekki standast skoðun. 18. september 2017 08:52 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira
Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra verður á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag. Fundurinn var boðaður áður en ríkisstjórnarsamstarfinu var slitið en þar verður meðal annars fjallað um mál tengd uppreist æru. „Uppleggið var fyrst og fremst að tala um úrskurð Úrskurðarnefndar upplýsingamála og niðurstöðu nefndarinnar og hvernig sú niðurstaða er á skjön við það sem ráðherra hafði gert og leyndarhyggjuna sem ráðuneytið hafði staðið fyrir í raun,“ segir Svandís Svavarsdóttir. Fundurinn hefst klukkan tíu í dag og verður 90 mínútna langur. „Ég geri nú ráð fyrir að það verði farið yfir fleiri mál, mér finnst til dæmis spurning með endurupptöku á uppreistarmáli Hjalta í ljósi þess að þar er greinilega skjalafals á ferð, eða að minnsta kosti grunsemdir um það. Svo þurfum við í nefndinni að fjalla um hvernig við ætlum að taka málið áfram, hvað við ætlum að gera svo og hvernig verður komist til botns í þessu máli, bæði stjórnsýslulega og pólitískt.“ Svandís segir að ekki verði farið yfir ákveðin frumvörp á þessum fundi. „Hins vegar er fundur þingflokksformanna klukkan eitt þar sem við erum að halda áfram þeirri vinnu sem að forsetinn fól okkur að fara í sem að er að skoða lögmannafrumvarpið frá Pírötum og mögulega einhver ákvæði úr frumvarpi ráðherra um að fella niður hugtakið uppreist æru. Það er eitt af því sem við ætlum að skoða og gæti þá verið hluti af þessum þinglokum.“ Hún segir að tilefnið fyrir fundinum sé ekki farið þó að það sé búið að boða til kosninga. Ekki sé hægt að komast til botns í málinu nema með skýringum ráðherra. „Það er mikilvægt að halda því til haga að það sem að gerðist í þessu öllu saman var það að krafan um réttlátt þjóðfélag fyrir brotaþola kynferðisbrota er krafan sem felldi þessa ríkisstjórn.“ Svandís segir að spurningar séu vaknaðar um hvort mögulegt sé að taka uppreist æru til baka. „Það þarf að fara yfir það. Maður heyrir að lögmenn velta þessu fyrir sér í ýmsar áttir, hvort að ráðuneytið hafi frumkvæðisskyldu í þessu eða hvort að það þurfi að höfða sérstakt mál eða hvernig þurfi að gera þetta. Við getum ekki annað en leitað svara við þeim spurningum og ef til vill þurfum við að leita stuðnings hjá Umboðsmanni Alþingis ef að spurningarnar verði mikið flóknari.“
Uppreist æru Tengdar fréttir Vísar því á bug að hafa blekkt umsagnaraðila Hjalti Sigurjón Hauksson segir Harald Þór Teitsson og Svein Matthíasson líkast til hrædda enda sé búið að taka hann af lífi í umræðunni. Hann skilji vel að þeir vilji ekki vera næstir í gálgann. 19. september 2017 09:00 Uppreist æra Hjalta gæti verið í hættu Tilefni gæti verið til endurupptöku á ákvörðunum um uppreista æru ef formgallar hafa verið á umsóknum. Breytingar á meðmælabréfum gætu talist refsiverðar. Þetta segir lektor í refsirétti 18. september 2017 20:00 Sigríður neitaði að skrifa undir uppreist æru fyrir dæmdan kynferðisbrotamann Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir áburð um trúnaðarbrot af hennar hálfu ekki standast skoðun. 18. september 2017 08:52 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira
Vísar því á bug að hafa blekkt umsagnaraðila Hjalti Sigurjón Hauksson segir Harald Þór Teitsson og Svein Matthíasson líkast til hrædda enda sé búið að taka hann af lífi í umræðunni. Hann skilji vel að þeir vilji ekki vera næstir í gálgann. 19. september 2017 09:00
Uppreist æra Hjalta gæti verið í hættu Tilefni gæti verið til endurupptöku á ákvörðunum um uppreista æru ef formgallar hafa verið á umsóknum. Breytingar á meðmælabréfum gætu talist refsiverðar. Þetta segir lektor í refsirétti 18. september 2017 20:00
Sigríður neitaði að skrifa undir uppreist æru fyrir dæmdan kynferðisbrotamann Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir áburð um trúnaðarbrot af hennar hálfu ekki standast skoðun. 18. september 2017 08:52