Förðunartískan í haust og vetur lítur svona út Guðný Hrönn skrifar 19. september 2017 09:45 Hrafnhildur spáir í förðunartísku vetursins. vísir/ernir Förðunarfræðingurinn Hrafnhildur Björk Runólfsdóttir spáir í förðunartískuna sem er fram undan. Það eru spennandi hlutir í gangi ef marka má spá Hrafnhildar, svo sem meiri litagleði í augnförðuninni. „Við sjáum allt frá náttúrulegu útliti með jarðlitum yfir í djarfari förðun eins og grafíska augnblýanta og æpandi liti,“ segir Hrafnhildur spurð út í tískustrauma vetrarins í förðunarheiminum. „Þrátt fyrir tískusveiflur sem koma og fara þá eru nokkrir hlutir sem alltaf skipta máli. Finna liti sem henta húðgerð og augnlit. Velja förðun sem viðkomandi líður vel með. Það er flottasta tískan,“ bætir Hrafnhildur við.Rauðar varir verða vinsælar í vetur að sögn Hrafnhildar.NORDICPHOTOS/GETTYSex atriði sem einkenna hausttískuna í förðun1. Augnskuggar eru bæði mattir og sanseraðir núna. Ég reikna með að við munum sjá eitthvað af djörfum förðunum með bleiku eða bláu í aðalhlutverki.2. Ég spái rauðum vörum í haust, rauður varalitur er jú alltaf klass- ískur. En núna kemur hann inn í fleiri tónum; rauðbrúnum, appelsínugulum og dökkfjólurauðum litum.3. Mött áferð á varalitum hefur verið málið undan farið. Nú virðist vera breyting á þessu, við sjáum mikið af sanseruðum varalitum. Endurkoma er á glossinum góða, meira sést af glimmeri og svokallaðri „frosty“ áferð.Bláir augnskuggar munu verða vinsælir í vetur.NORDICPHOTOS/GETTY4. Ekki kæmi á óvart ef maskarar færu að koma í alls kyns litum eins og var vinsælt á 80’s tímabilinu. Við erum að tala um sterka liti eins og rauða, bláa og bleika.5. Þykkar augabrúnir hafa verið allsráðandi í einhvern tíma og ég reikna ekki með að það breytist mikið.6. „Contour og highlight“ er orðið mýkra en áður. Á tíma voru m a r g a r konur með ýkt „contour og highlight“ en það er á leiðinni út og þess í stað er útlitið orðið náttúrulegra. Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Förðunarfræðingurinn Hrafnhildur Björk Runólfsdóttir spáir í förðunartískuna sem er fram undan. Það eru spennandi hlutir í gangi ef marka má spá Hrafnhildar, svo sem meiri litagleði í augnförðuninni. „Við sjáum allt frá náttúrulegu útliti með jarðlitum yfir í djarfari förðun eins og grafíska augnblýanta og æpandi liti,“ segir Hrafnhildur spurð út í tískustrauma vetrarins í förðunarheiminum. „Þrátt fyrir tískusveiflur sem koma og fara þá eru nokkrir hlutir sem alltaf skipta máli. Finna liti sem henta húðgerð og augnlit. Velja förðun sem viðkomandi líður vel með. Það er flottasta tískan,“ bætir Hrafnhildur við.Rauðar varir verða vinsælar í vetur að sögn Hrafnhildar.NORDICPHOTOS/GETTYSex atriði sem einkenna hausttískuna í förðun1. Augnskuggar eru bæði mattir og sanseraðir núna. Ég reikna með að við munum sjá eitthvað af djörfum förðunum með bleiku eða bláu í aðalhlutverki.2. Ég spái rauðum vörum í haust, rauður varalitur er jú alltaf klass- ískur. En núna kemur hann inn í fleiri tónum; rauðbrúnum, appelsínugulum og dökkfjólurauðum litum.3. Mött áferð á varalitum hefur verið málið undan farið. Nú virðist vera breyting á þessu, við sjáum mikið af sanseruðum varalitum. Endurkoma er á glossinum góða, meira sést af glimmeri og svokallaðri „frosty“ áferð.Bláir augnskuggar munu verða vinsælir í vetur.NORDICPHOTOS/GETTY4. Ekki kæmi á óvart ef maskarar færu að koma í alls kyns litum eins og var vinsælt á 80’s tímabilinu. Við erum að tala um sterka liti eins og rauða, bláa og bleika.5. Þykkar augabrúnir hafa verið allsráðandi í einhvern tíma og ég reikna ekki með að það breytist mikið.6. „Contour og highlight“ er orðið mýkra en áður. Á tíma voru m a r g a r konur með ýkt „contour og highlight“ en það er á leiðinni út og þess í stað er útlitið orðið náttúrulegra.
Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira