Viðskipti innlent

Páll nýr forstöðumaður þjónustusviðs Eignaumsjónar

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Páll Þór Ármann hefur verið ráðinn til að stjórna þjónustusviði Eignaumsjónar hf.
Páll Þór Ármann hefur verið ráðinn til að stjórna þjónustusviði Eignaumsjónar hf. Aðsent
Páll Þór Ármann hefur verið ráðinn til að stjórna þjónustusviði Eignaumsjónar hf. Félagið sérhæfir sig í rekstri fjöleignahúsa, húsfélaga og rekstrarfélaga ásamt því að bjóða upp á þjónustu við leigufélög varðandi rekstrar- og leiguumsjón.

„Páll er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og með framhaldsmenntun í rekstrarhagfræði frá Verslunarháskólanum í Kaupmannahöfn. Hann kom til starfa hjá Eignaumsjón árið 2012 og hefur sinnt markaðs- og sölumálum en tekur nú við starfi forstöðumanns þjónustusviðs. Áður en Páll kom til Eignaumsjónar var hann m.a. framkvæmdastjóri Stangveiðifélags Reykjavíkur, framkvæmdastjóri Egilshallarinnar, framkvæmdastjóri Fríkortsins, markaðsstjóri Ferðaskrifstofu Íslands og forstöðumaður sölu- og markaðsdeildar KEA,“ segir í tilkynningunni. 

Páll verður ábyrgur fyrir framkvæmd á ráðgjöf og almennri þjónustu, annarri en fjármála- og bókhaldsþjónustu, til viðskiptavina félagsins, ásamt því að annast framkvæmd aðal- og félagsfunda og þjónustu sem snýr að viðhaldi og rekstri fjöleignahúsa. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×