Stíf fundahöld í þinghúsinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. september 2017 15:01 Frá fundi formanna flokkanna sem hófst klukkan 14 í dag. vísir/einar Stíf fundahöld hafa verið á Alþingi í dag þar sem forystumenn og þingmenn flokkanna sem þar eiga sæti reyna að ná lendingu varðandi það hvernig má ljúka þingstörfum áður en gengið verður til kosninga þann 28. október. Ekkert liggur fyrir um hvernig þingstörfunum verður framhaldið og hvenær þingi verður slitið en ljúka þarf ýmsum málum eða koma þeim í ákveðinn farveg fyrir kosningar. Í morgun fór fram opinn fundur í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd þingsins þar sem Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sat fyrir svörum um reglur um uppreist æru. Það má segja að uppreist æra, sem hefur mikið verið í umræðunni undanfarna mánuði, hafi fellt ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra. Björt framtíð sleit ríkisstjórnarsamstarfinu á fimmtudaginn í liðinni viku og bar fyrir sig trúnaðarbresti sem þau telj Sigríði og Bjarna hafa gerst sek um þegar þau greindu ekki öðrum ráðherrum í ríkisstjórninni frá því að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna, skrifaði undir umsögn á umsókn dæmds kynferðisbrotamanns um uppreist æru.Þingflokksformenn funduðu með forseta um uppreist æru Fundur stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar hófst klukkan 10 og stóð í tæpa tvo tíma. Klukkan 13 hittust svo formenn þingflokkanna og ræddu einnig uppreist æru og mál þar að lútandi ásamt Unni Brá Konráðsdóttur, forseta þingsins. „Við vorum að fara yfir mál sem lúta að uppreist æru, skoða hegningarlögin og lögmannalögin og ákveðnar útfærslur. Það er almennur samhljómur um að við þurfum að ljúka þessu með einhverjum sóma,“ segir Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að verið sé að skoða ýmsa kosti. „En svo er almenn óvissa um það hvernig þingstörfunum verður framhaldið. Menn eru að ræða ýmislegt í ýmsum hornum en það er ekki kominn neinn botn í þetta,“ segir Birgir. Klukkan 14 hófst síðan fundur formanna flokkanna með forseta þingsins þar sem málefni stjórnarskrárinnar eru til umræðu og hvernig halda má á þeim málum síðustu daga þingsins. Á morgun er svo fyrirhugaður annar fundur formanna flokkanna þar sem staðan verður tekin og hvort hægt sé að komast að samkomulagi um þinglok. Alþingi Kosningar 2017 Tengdar fréttir Óvissa ríkir um störf þingsins vikurnar fram að kosningadegi Forseti Íslands féllst á þingrofstillögu forsætisráðherra í gær. Hann biður kjósendur um að mæta á kjörstað þrátt fyrir leiða. Formenn flokka á þingi funduðu um framvindu þingstarfa fram að kosningum án niðurstöðu. 19. september 2017 06:00 Röð kosninga kemur illa við pyngju flokka Kostnaður stjórnmálaflokkanna vegna kosninga hleypur á tugum milljóna. Framkvæmdastjóri VG segir framlög frá ríkinu ekkert hafa hækkað. 19. september 2017 06:00 Ný könnun: Sjálfstæðismenn og VG jafnstór og átta flokkar inni á þingi Ómögulegt yrði að mynda tveggja flokka ríkisstjórn. Sjálfstæðisflokkur og VG eru stærstu flokkarnir. 19. september 2017 02:00 Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Stíf fundahöld hafa verið á Alþingi í dag þar sem forystumenn og þingmenn flokkanna sem þar eiga sæti reyna að ná lendingu varðandi það hvernig má ljúka þingstörfum áður en gengið verður til kosninga þann 28. október. Ekkert liggur fyrir um hvernig þingstörfunum verður framhaldið og hvenær þingi verður slitið en ljúka þarf ýmsum málum eða koma þeim í ákveðinn farveg fyrir kosningar. Í morgun fór fram opinn fundur í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd þingsins þar sem Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sat fyrir svörum um reglur um uppreist æru. Það má segja að uppreist æra, sem hefur mikið verið í umræðunni undanfarna mánuði, hafi fellt ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra. Björt framtíð sleit ríkisstjórnarsamstarfinu á fimmtudaginn í liðinni viku og bar fyrir sig trúnaðarbresti sem þau telj Sigríði og Bjarna hafa gerst sek um þegar þau greindu ekki öðrum ráðherrum í ríkisstjórninni frá því að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna, skrifaði undir umsögn á umsókn dæmds kynferðisbrotamanns um uppreist æru.Þingflokksformenn funduðu með forseta um uppreist æru Fundur stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar hófst klukkan 10 og stóð í tæpa tvo tíma. Klukkan 13 hittust svo formenn þingflokkanna og ræddu einnig uppreist æru og mál þar að lútandi ásamt Unni Brá Konráðsdóttur, forseta þingsins. „Við vorum að fara yfir mál sem lúta að uppreist æru, skoða hegningarlögin og lögmannalögin og ákveðnar útfærslur. Það er almennur samhljómur um að við þurfum að ljúka þessu með einhverjum sóma,“ segir Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að verið sé að skoða ýmsa kosti. „En svo er almenn óvissa um það hvernig þingstörfunum verður framhaldið. Menn eru að ræða ýmislegt í ýmsum hornum en það er ekki kominn neinn botn í þetta,“ segir Birgir. Klukkan 14 hófst síðan fundur formanna flokkanna með forseta þingsins þar sem málefni stjórnarskrárinnar eru til umræðu og hvernig halda má á þeim málum síðustu daga þingsins. Á morgun er svo fyrirhugaður annar fundur formanna flokkanna þar sem staðan verður tekin og hvort hægt sé að komast að samkomulagi um þinglok.
Alþingi Kosningar 2017 Tengdar fréttir Óvissa ríkir um störf þingsins vikurnar fram að kosningadegi Forseti Íslands féllst á þingrofstillögu forsætisráðherra í gær. Hann biður kjósendur um að mæta á kjörstað þrátt fyrir leiða. Formenn flokka á þingi funduðu um framvindu þingstarfa fram að kosningum án niðurstöðu. 19. september 2017 06:00 Röð kosninga kemur illa við pyngju flokka Kostnaður stjórnmálaflokkanna vegna kosninga hleypur á tugum milljóna. Framkvæmdastjóri VG segir framlög frá ríkinu ekkert hafa hækkað. 19. september 2017 06:00 Ný könnun: Sjálfstæðismenn og VG jafnstór og átta flokkar inni á þingi Ómögulegt yrði að mynda tveggja flokka ríkisstjórn. Sjálfstæðisflokkur og VG eru stærstu flokkarnir. 19. september 2017 02:00 Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Óvissa ríkir um störf þingsins vikurnar fram að kosningadegi Forseti Íslands féllst á þingrofstillögu forsætisráðherra í gær. Hann biður kjósendur um að mæta á kjörstað þrátt fyrir leiða. Formenn flokka á þingi funduðu um framvindu þingstarfa fram að kosningum án niðurstöðu. 19. september 2017 06:00
Röð kosninga kemur illa við pyngju flokka Kostnaður stjórnmálaflokkanna vegna kosninga hleypur á tugum milljóna. Framkvæmdastjóri VG segir framlög frá ríkinu ekkert hafa hækkað. 19. september 2017 06:00
Ný könnun: Sjálfstæðismenn og VG jafnstór og átta flokkar inni á þingi Ómögulegt yrði að mynda tveggja flokka ríkisstjórn. Sjálfstæðisflokkur og VG eru stærstu flokkarnir. 19. september 2017 02:00