Jón Arnór: Hræðileg stemning á leiknum Anton Ingi Leifsson skrifar 19. september 2017 21:35 Jón Arnór með boltann í leiknum í kvöld. vísir/eyþór Jón Arnór Stefánsson, einn af lykilmönnum KR, sendi stuðningsmönnum liðsins tóninn eftir tap KR í Evrópubikarnum gegn Belfius á heimavelli í kvöld. „Þetta var bara ekki nægilega gott. Það er örugglega auðveldlega hægt að kenna mörgu um, en við vorum bara ekki nægilega góðir í okkar aðgerðum,” sagði Jón Arnór í samtali við Vísi í leikslok. „Við töpuðum of mörgum boltum klaufalega. Við vorum langt frá okkar besta í dag, en mér fannst líka bara vera léleg stemning á leiknum. Mér fannst þetta ekki nægilega gott.” Stúkan í kvöld var nokkuð þéttsetinn, en ekki heyrðist mikið frá henni. Jón Arnór var mjög ósáttur með stemninguna og lét heyra í sér. „Við vorum að spila Evrópuleik, stúkan er dauf og hræðileg stemning á leiknum og hjá okkur væntanlega líka. Ég er ekki ánægður með það og ef við ætlum að vinna fimmta titilinn í röð þá verðum við að fá góðan stuðning.” „Fólkið er mjög góðu vant og það þarf aðeins að hrista upp í þessu. Það þarf betri stuðning og það þarf ekki bara að fagna körfum; það er hægt að garga okkur í gang og gefa okkur búst því við þurfum á því að halda eins og önnur lið.”Umfjöllun:KR - Belfius 67-88 | Erfitt verkefni bíður KR í Belgíu Sóknarleikur KR var oft á tíðum stirður og óagaður. Aðspurður hvort leikur liðsins hafi verið stirður svaraði hann ákveðinn: „Þetta var bara lélegt. Við spiluðum ekki okkar besta leik og áttum fá svör gegn þeirra sóknarleik. Þeir voru að keyra mikið að körfunni og hittu öllu fyrir utan. Þeir sprengu þetta bara upp þegar þeir vildu og á sama tíma vorum við skrefinu á eftir.” „Við vorum heldur ekki nógu agaðir og vel stilltir í vörninni. Við erum búnir að vera stutt saman og við munum auðvitað bæta okkur leik, en það er bara vika í Belgíu. Við þurfum að bæta okkar leik og slípa okkur varnar- og sóknarlega,” en er þetta einvígi búið? „Þetta er erfitt. Við ætlum að fara til Belgíu og gera betur. Við erum að fara inn í langt tímabil hér heima og að berjast um titla. Við erum að koma okkur í gang og við erum hér til að bæta okkur. Við munum fyrst og fremst nýta þessa leiki í það,” sagði ákveðinn Jón Arnór að lokum. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson, einn af lykilmönnum KR, sendi stuðningsmönnum liðsins tóninn eftir tap KR í Evrópubikarnum gegn Belfius á heimavelli í kvöld. „Þetta var bara ekki nægilega gott. Það er örugglega auðveldlega hægt að kenna mörgu um, en við vorum bara ekki nægilega góðir í okkar aðgerðum,” sagði Jón Arnór í samtali við Vísi í leikslok. „Við töpuðum of mörgum boltum klaufalega. Við vorum langt frá okkar besta í dag, en mér fannst líka bara vera léleg stemning á leiknum. Mér fannst þetta ekki nægilega gott.” Stúkan í kvöld var nokkuð þéttsetinn, en ekki heyrðist mikið frá henni. Jón Arnór var mjög ósáttur með stemninguna og lét heyra í sér. „Við vorum að spila Evrópuleik, stúkan er dauf og hræðileg stemning á leiknum og hjá okkur væntanlega líka. Ég er ekki ánægður með það og ef við ætlum að vinna fimmta titilinn í röð þá verðum við að fá góðan stuðning.” „Fólkið er mjög góðu vant og það þarf aðeins að hrista upp í þessu. Það þarf betri stuðning og það þarf ekki bara að fagna körfum; það er hægt að garga okkur í gang og gefa okkur búst því við þurfum á því að halda eins og önnur lið.”Umfjöllun:KR - Belfius 67-88 | Erfitt verkefni bíður KR í Belgíu Sóknarleikur KR var oft á tíðum stirður og óagaður. Aðspurður hvort leikur liðsins hafi verið stirður svaraði hann ákveðinn: „Þetta var bara lélegt. Við spiluðum ekki okkar besta leik og áttum fá svör gegn þeirra sóknarleik. Þeir voru að keyra mikið að körfunni og hittu öllu fyrir utan. Þeir sprengu þetta bara upp þegar þeir vildu og á sama tíma vorum við skrefinu á eftir.” „Við vorum heldur ekki nógu agaðir og vel stilltir í vörninni. Við erum búnir að vera stutt saman og við munum auðvitað bæta okkur leik, en það er bara vika í Belgíu. Við þurfum að bæta okkar leik og slípa okkur varnar- og sóknarlega,” en er þetta einvígi búið? „Þetta er erfitt. Við ætlum að fara til Belgíu og gera betur. Við erum að fara inn í langt tímabil hér heima og að berjast um titla. Við erum að koma okkur í gang og við erum hér til að bæta okkur. Við munum fyrst og fremst nýta þessa leiki í það,” sagði ákveðinn Jón Arnór að lokum.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjá meira