Erlent

Einstakar myndir vinanna af Kim Wall

Atli Ísleifsson skrifar
Kim Wall var þrítug að aldri.
Kim Wall var þrítug að aldri.

Sænska ríkissjónvarpið hefur tekið saman áður óbirt myndskeið þar sem sjá má sænsku blaðakonuna í vinnuferð sinni til Marshalleyja í Kyrrahafi.

Það voru samstarfsmenn hennar, þau Coleen Jose og Hendrik Henzel, sem tóku myndskeiðin.

Wall skrifaði greinar meðal annars fyrir Guardian, New York Times, Vice og Harper's Bazaar og hafa samstarfsmenn lýst henni sem fréttakonu sem ávallt reyndi að hafa upp á öðruvísi fréttum.

Wall vann til Hansel Mieth-verðlaunanna fyrir bestu stafrænu fréttaumfjöllunina fyrir frétt sína um loftslagsbreytingar og kjarnorkuprófanir á Marshalleyjum.

Sjá má brot af myndskeiðunum á SVT að neðan, en lengri útgáfu má sjá á vef SVT.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×