Guðlaug Kristjánsdóttir nýr stjórnarformaður Bjartrar framtíðar Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 2. september 2017 18:12 Guðlaug Kristjánsdóttir er stjórnarformaður Bjartrar framtíðar. mynd/Björt framtíð Guðlaug Kristjánsdóttir hefur verið kjörin nýr stjórnarformaður Bjartrar framtíðar. Ársfundur flokksins fór fram í dag. „Þetta er svolítið tilfinningaþrungið – merkilegt nokk – en það er gott að finna meðbyr,“ sagði Guðlaug í samtali við fréttastofu Vísis. Tveir voru í framboði til stjórnarformanns en ásamt Guðlaugu gaf G. Valdemar Valdemarsson kost á sér. Hlaut Guðlaug 48 atkvæði en G. Valdemar 28. Guðlaug er oddviti Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði og forseti bæjarstjórnar. Hún starfar sem verkefnastjóri í hálfu starfi hjá námsbraut í sjúkraþjálfun við HÍ. Guðlaug gegndi formennsku Bandalags háskólamanna á árunum 2008 – 2014 og hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa fyrir félagið. Aðspurð um helstu áherslumál sín í nýju hlutverki fullyrti Guðlaug að hún hefði í hyggju að hlúa að tengslum þingflokksins og sveitarstjórnarstigsins. „Ég bauð mig fram vegna þess að mér finnst mikilvægt í þessum flokki að stjórnarformaðurinn tengi vel saman sveitastjórnarstigið og þingið og það er mikið annríki á öllum stöðum. Við erum lítill flokkur með litla yfirbyggingu en erum með fólk í hlutverkum vítt og breitt, bæði í meirihlutum og í ríkisstjórn.“Frá ársfundi Bjartrar framtíðar í dag.mynd/vísirÞurfum að vera dugleg við að segja okkar sögu sjálf Í framboðsræðu minntist Guðlaug meðal annars á þjóðfélagsumræðuna og að hún teldi að bæta þyrfti viðbragðsflýtinn af hálfu flokksins, hvort sem áreitið kæmi að utan, innan eða úr grasrótinni. „Við þurfum að fara inn í umræðuna í samfélaginu þegar hún er, ekki bíða,“ sagði í ræðunni. Ræðu Guðlaugar má lesa í heild sinni hér. Aðspurð um hvort henni þætti ómaklega vegið að Bjartri framtíð í almennri umræðu svaraði Guðlaug að hún yrði oft vör við slíkt. „Ég segi [í framboðsræðunni] að það séu ýmsir sjálfskipaðir talsmenn fyrir okkur sem virðast nú ekki endilega hafa kynnt sér stefnuna áður en þeir tjá sig um hana. Það er svo sem ekkert við því að gera, við þurfum einfaldlega að vera dugleg við að segja okkar sögu sjálf.“ Fráfarandi stjórnarformaður Bjartrar framtíðar er Eva Einarsdóttir. Stj.mál Tengdar fréttir Björt framtíð mælist með 2,9 prósent fylgi Stuðningur við ríkisstjórnina mælist 30,9 prósent samkvæmt nýrri könnun MMR. 20. júní 2017 11:32 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira
Guðlaug Kristjánsdóttir hefur verið kjörin nýr stjórnarformaður Bjartrar framtíðar. Ársfundur flokksins fór fram í dag. „Þetta er svolítið tilfinningaþrungið – merkilegt nokk – en það er gott að finna meðbyr,“ sagði Guðlaug í samtali við fréttastofu Vísis. Tveir voru í framboði til stjórnarformanns en ásamt Guðlaugu gaf G. Valdemar Valdemarsson kost á sér. Hlaut Guðlaug 48 atkvæði en G. Valdemar 28. Guðlaug er oddviti Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði og forseti bæjarstjórnar. Hún starfar sem verkefnastjóri í hálfu starfi hjá námsbraut í sjúkraþjálfun við HÍ. Guðlaug gegndi formennsku Bandalags háskólamanna á árunum 2008 – 2014 og hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa fyrir félagið. Aðspurð um helstu áherslumál sín í nýju hlutverki fullyrti Guðlaug að hún hefði í hyggju að hlúa að tengslum þingflokksins og sveitarstjórnarstigsins. „Ég bauð mig fram vegna þess að mér finnst mikilvægt í þessum flokki að stjórnarformaðurinn tengi vel saman sveitastjórnarstigið og þingið og það er mikið annríki á öllum stöðum. Við erum lítill flokkur með litla yfirbyggingu en erum með fólk í hlutverkum vítt og breitt, bæði í meirihlutum og í ríkisstjórn.“Frá ársfundi Bjartrar framtíðar í dag.mynd/vísirÞurfum að vera dugleg við að segja okkar sögu sjálf Í framboðsræðu minntist Guðlaug meðal annars á þjóðfélagsumræðuna og að hún teldi að bæta þyrfti viðbragðsflýtinn af hálfu flokksins, hvort sem áreitið kæmi að utan, innan eða úr grasrótinni. „Við þurfum að fara inn í umræðuna í samfélaginu þegar hún er, ekki bíða,“ sagði í ræðunni. Ræðu Guðlaugar má lesa í heild sinni hér. Aðspurð um hvort henni þætti ómaklega vegið að Bjartri framtíð í almennri umræðu svaraði Guðlaug að hún yrði oft vör við slíkt. „Ég segi [í framboðsræðunni] að það séu ýmsir sjálfskipaðir talsmenn fyrir okkur sem virðast nú ekki endilega hafa kynnt sér stefnuna áður en þeir tjá sig um hana. Það er svo sem ekkert við því að gera, við þurfum einfaldlega að vera dugleg við að segja okkar sögu sjálf.“ Fráfarandi stjórnarformaður Bjartrar framtíðar er Eva Einarsdóttir.
Stj.mál Tengdar fréttir Björt framtíð mælist með 2,9 prósent fylgi Stuðningur við ríkisstjórnina mælist 30,9 prósent samkvæmt nýrri könnun MMR. 20. júní 2017 11:32 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira
Björt framtíð mælist með 2,9 prósent fylgi Stuðningur við ríkisstjórnina mælist 30,9 prósent samkvæmt nýrri könnun MMR. 20. júní 2017 11:32