Heimir: Vantaði alla skynsemi í liðið Kristinn Páll Teitsson skrifar 2. september 2017 18:15 Heimir ásamt þjálfaraliði sínu fyrir leik. Vísir/Ernir „Þeir byrjuðu vel, náðu markinu sem þeir þurftu og fengu sjálfstraustið til að vinna þennan leik,“ sagði Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska liðsins, aðspurður hvað hefði farið úrskeiðis í 0-1 tapi Íslands gegn Finnlandi í dag í samtali við RÚV eftir leik. „Við vissum að þessi leikur yrði erfiður og við mættum ekki af nægilegum krafti í byrjun hans. Við urðum undir í bardaganum og þrátt fyrir að við höfum unnið okkur betur og betur inn í leikinn þá dugði það ekki til.“ Heimir sagði pirring hafa truflað leikmenn sína í fyrri hálfleik. „Ég bað strákanna um að halda haus í hálfleik, við vorum orðnir pirraðir. Það vantaði alla skynsemi í okkur, bæði þegar kom að spili og dómgæslunni og ég sagði þeim að einbeita sér að því sem við ætluðum okkur að gera. Það gekk betur í seinni hálfleik og mér fannst mark liggja í loftinu en því miður kom það ekki,“ sagði Heimir en íslenska liðið fékk sex gul spjöld í dag. „Menn létu mótlætið, baráttuna í Finnum og dómgæsluna fara í taugarnar á sér. Þegar þú missir agann á þennan hátt þá hrannast upp spjöldin. Rúrik kom inn og gerði sóknarlega það sem við vildum en var afar óheppinn í seinna spjaldinu þar sem hann er að passa sig sérstaklega á að snerta hann ekki.“ Íslenska liðið gæti misst Úkraínu eða Tyrkland fram úr sér í kvöld en framundan er gríðarlega erfiður leikur gegn Úkraínu á Laugardalsvelli á þriðjudaginn. „Við vissum það alltaf að við þyrftum að hugsa um alla þessa leiki sem úrslitaleiki. Þótt að við höfum ekki fengið stig í kvöld erum við enn í baráttunni, sérstaklega um annað sætið. Þetta voru vonbrigði og við felum það ekkert en við þurfum að fylgjast með úrslitum kvöldsins og vinna út frá því.“ HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Finnland - Ísland 1-0 | Slök frammistaða og tap í Tampere | Sjáðu markið Ísland laut í lægra haldi fyrir Finnlandi, 1-0, í Tampere í I-riðli undankeppni HM 2018 í dag. 2. september 2017 18:00 Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Handbolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Sjá meira
„Þeir byrjuðu vel, náðu markinu sem þeir þurftu og fengu sjálfstraustið til að vinna þennan leik,“ sagði Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska liðsins, aðspurður hvað hefði farið úrskeiðis í 0-1 tapi Íslands gegn Finnlandi í dag í samtali við RÚV eftir leik. „Við vissum að þessi leikur yrði erfiður og við mættum ekki af nægilegum krafti í byrjun hans. Við urðum undir í bardaganum og þrátt fyrir að við höfum unnið okkur betur og betur inn í leikinn þá dugði það ekki til.“ Heimir sagði pirring hafa truflað leikmenn sína í fyrri hálfleik. „Ég bað strákanna um að halda haus í hálfleik, við vorum orðnir pirraðir. Það vantaði alla skynsemi í okkur, bæði þegar kom að spili og dómgæslunni og ég sagði þeim að einbeita sér að því sem við ætluðum okkur að gera. Það gekk betur í seinni hálfleik og mér fannst mark liggja í loftinu en því miður kom það ekki,“ sagði Heimir en íslenska liðið fékk sex gul spjöld í dag. „Menn létu mótlætið, baráttuna í Finnum og dómgæsluna fara í taugarnar á sér. Þegar þú missir agann á þennan hátt þá hrannast upp spjöldin. Rúrik kom inn og gerði sóknarlega það sem við vildum en var afar óheppinn í seinna spjaldinu þar sem hann er að passa sig sérstaklega á að snerta hann ekki.“ Íslenska liðið gæti misst Úkraínu eða Tyrkland fram úr sér í kvöld en framundan er gríðarlega erfiður leikur gegn Úkraínu á Laugardalsvelli á þriðjudaginn. „Við vissum það alltaf að við þyrftum að hugsa um alla þessa leiki sem úrslitaleiki. Þótt að við höfum ekki fengið stig í kvöld erum við enn í baráttunni, sérstaklega um annað sætið. Þetta voru vonbrigði og við felum það ekkert en við þurfum að fylgjast með úrslitum kvöldsins og vinna út frá því.“
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Finnland - Ísland 1-0 | Slök frammistaða og tap í Tampere | Sjáðu markið Ísland laut í lægra haldi fyrir Finnlandi, 1-0, í Tampere í I-riðli undankeppni HM 2018 í dag. 2. september 2017 18:00 Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Handbolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Sjá meira
Umfjöllun: Finnland - Ísland 1-0 | Slök frammistaða og tap í Tampere | Sjáðu markið Ísland laut í lægra haldi fyrir Finnlandi, 1-0, í Tampere í I-riðli undankeppni HM 2018 í dag. 2. september 2017 18:00