Aron Einar: VIð vinnum saman sem þjóð og við töpum saman sem þjóð Kristinn Páll Teitsson skrifar 2. september 2017 18:30 Aron kallar eftir aukaspyrnu í leiknum í dag. Vísir/Ernir „Það er erfitt að taka þessu en við vinnum saman sem þjóð og við töpum saman sem þjóð, nú er það undir okkur komið að svara fyrir þetta á þriðjudaginn kemur,“ sagði Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska liðsins, svekktur að leikslokum eftir 0-1 tap Íslands gegn Finnlandi í dag í samtali við Hauk Harðarson hjá RÚV eftir leik. „Fyrri hálfleikurinn var ekki nægilega góður hreint út sagt, þeir voru ákveðnari og höfðu betur í baráttunni sem skilaði þeim oft á tíðum seinni boltanum. Við fengum færi hérna undir lokin en það er því miður ekki hægt að taka margt jákvætt úr þessum leik.“ Aron sagði Rúrik hafa verið niðurlútan í búningsklefanum en herbergisfélagi hans fékk tvö gul spjöld með aðeins mínútu millibili. „Þetta var klaufalegt, hann veit það manna best og hann var ansi þungur inn í klefa áðan. Þetta var svekkjandi að sjá en tapið er ekki honum að kenna. Við hefðum átt að koma ákveðnari inn í þennan leik en við lærum af því.“ Aron Einar virtist strax vera kominn við hugann við næsta leik. „Það er leikur á þriðjudaginn og menn verða svekktir í kvöld en við erum í þessu saman sem lið og þjóð og það er mitt að gíra menn aftur í gang. Þetta verður erfitt í kvöld en við verðum að halda dampi, verja heimavöllinn og vinna Úkraínu. Við komum inn í þessa törn í leit að sex stigum en við þurfum bara núna að taka þrjú.“ HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Finnland - Ísland 1-0 | Slök frammistaða og tap í Tampere | Sjáðu markið Ísland laut í lægra haldi fyrir Finnlandi, 1-0, í Tampere í I-riðli undankeppni HM 2018 í dag. 2. september 2017 18:00 Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Fleiri fréttir Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Sjá meira
„Það er erfitt að taka þessu en við vinnum saman sem þjóð og við töpum saman sem þjóð, nú er það undir okkur komið að svara fyrir þetta á þriðjudaginn kemur,“ sagði Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska liðsins, svekktur að leikslokum eftir 0-1 tap Íslands gegn Finnlandi í dag í samtali við Hauk Harðarson hjá RÚV eftir leik. „Fyrri hálfleikurinn var ekki nægilega góður hreint út sagt, þeir voru ákveðnari og höfðu betur í baráttunni sem skilaði þeim oft á tíðum seinni boltanum. Við fengum færi hérna undir lokin en það er því miður ekki hægt að taka margt jákvætt úr þessum leik.“ Aron sagði Rúrik hafa verið niðurlútan í búningsklefanum en herbergisfélagi hans fékk tvö gul spjöld með aðeins mínútu millibili. „Þetta var klaufalegt, hann veit það manna best og hann var ansi þungur inn í klefa áðan. Þetta var svekkjandi að sjá en tapið er ekki honum að kenna. Við hefðum átt að koma ákveðnari inn í þennan leik en við lærum af því.“ Aron Einar virtist strax vera kominn við hugann við næsta leik. „Það er leikur á þriðjudaginn og menn verða svekktir í kvöld en við erum í þessu saman sem lið og þjóð og það er mitt að gíra menn aftur í gang. Þetta verður erfitt í kvöld en við verðum að halda dampi, verja heimavöllinn og vinna Úkraínu. Við komum inn í þessa törn í leit að sex stigum en við þurfum bara núna að taka þrjú.“
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Finnland - Ísland 1-0 | Slök frammistaða og tap í Tampere | Sjáðu markið Ísland laut í lægra haldi fyrir Finnlandi, 1-0, í Tampere í I-riðli undankeppni HM 2018 í dag. 2. september 2017 18:00 Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Fleiri fréttir Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Sjá meira
Umfjöllun: Finnland - Ísland 1-0 | Slök frammistaða og tap í Tampere | Sjáðu markið Ísland laut í lægra haldi fyrir Finnlandi, 1-0, í Tampere í I-riðli undankeppni HM 2018 í dag. 2. september 2017 18:00