Heimir: Engin skömm að tapa hér þótt að það séu allir drullu svekktir 2. september 2017 19:45 „Þetta var verðugur andstæðingur hér í dag og það er engin skömm að tapa hér en auðvitað eru allir drullu svekktir,“ sagði Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska liðsins, í viðtali við Arnar Björnsson í Tampere aðspurður hvað hefði farið úrskeiðis í dag eftir tap í Finnlandi. „Fyrri hálfleikurinn var ekki góður, sérstaklega framan af. Finnarnir voru ofan á og voru mun ákveðnari í baráttunni. Fyrir vikið voru þeir að vinna fyrsta og annan bolta.“ Heimi fannst íslenska liðið gleyma sér í pirringi á köflum. „Það fór svolítið í taugarnar á strákunum að þeim fannst Finnarnir spila ansi harkalega og dómarinn ekki dæma vel í dag. Þetta fór allt í taugarnar á mönnum og menn misstu aðeins hausinn en undir lok fyrri hálfleiks og í seinni var spilamennskan mun betri,“ sagði Heimir sem varði Rúrik sem fékk tvö gul spjöld á aðeins mínútu. „Hann gerir allt sem hann getur til að brjóta ekki á honum en hællinn virðist snerta hann. Líklegast verðuru að dæma á þetta en mér fannst þetta hart sem annað gula spjaldið.“ Heimir hrósaði finnska liðinu. „Við höfum held ég ekki áður lent í svona miklu mótlæti, kannski voru menn eitthvað með það í huganum að þetta yrði auðveldur leikur en finnska liðið fékk sjálfstraustið sem þeim hefur vantað með því að skora svona snemma leiks,“ sagði Heimir sem var heldur ósáttari með dómgæsluna: „Hann átti ekkert góðan dag frekar en íslenska liðið en það koma svona leikir. Við þurfum að geta haldið einbeitingu á leiknum þegar þetta kemur upp.“ Framundan er gríðarlega mikilvægur leikur gegn Úkraínu. „Það tók gríðarlega á að sækjast eftir þessu marki, sérstaklega manni færri og menn verða kannski örlítið þreyttir á morgun en fyrst og fremst eru menn sárir og svekktir en verða að rífa sig upp.“ Framundan er spennandi barátta við Tyrki og Úkraínumenn um annað sæti riðilsins en hann á von á því að fyrsta sætið sé úr sögunni. „Þetta ræðst ekki fyrr en í lokaumferðinni, lið eiga eftir að tapa stigum og það eru margir leikir eftir innbyrðis. Líklegast er baráttan um fyrsta sætið töpuð en það er aldrei að vita. Menn verða að gjöra svo vel að rífa sig upp og mæta af krafti í Úkraínuleikinn.“ HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Finnland - Ísland 1-0 | Slök frammistaða og tap í Tampere | Sjáðu markið Ísland laut í lægra haldi fyrir Finnlandi, 1-0, í Tampere í I-riðli undankeppni HM 2018 í dag. 2. september 2017 18:00 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
„Þetta var verðugur andstæðingur hér í dag og það er engin skömm að tapa hér en auðvitað eru allir drullu svekktir,“ sagði Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska liðsins, í viðtali við Arnar Björnsson í Tampere aðspurður hvað hefði farið úrskeiðis í dag eftir tap í Finnlandi. „Fyrri hálfleikurinn var ekki góður, sérstaklega framan af. Finnarnir voru ofan á og voru mun ákveðnari í baráttunni. Fyrir vikið voru þeir að vinna fyrsta og annan bolta.“ Heimi fannst íslenska liðið gleyma sér í pirringi á köflum. „Það fór svolítið í taugarnar á strákunum að þeim fannst Finnarnir spila ansi harkalega og dómarinn ekki dæma vel í dag. Þetta fór allt í taugarnar á mönnum og menn misstu aðeins hausinn en undir lok fyrri hálfleiks og í seinni var spilamennskan mun betri,“ sagði Heimir sem varði Rúrik sem fékk tvö gul spjöld á aðeins mínútu. „Hann gerir allt sem hann getur til að brjóta ekki á honum en hællinn virðist snerta hann. Líklegast verðuru að dæma á þetta en mér fannst þetta hart sem annað gula spjaldið.“ Heimir hrósaði finnska liðinu. „Við höfum held ég ekki áður lent í svona miklu mótlæti, kannski voru menn eitthvað með það í huganum að þetta yrði auðveldur leikur en finnska liðið fékk sjálfstraustið sem þeim hefur vantað með því að skora svona snemma leiks,“ sagði Heimir sem var heldur ósáttari með dómgæsluna: „Hann átti ekkert góðan dag frekar en íslenska liðið en það koma svona leikir. Við þurfum að geta haldið einbeitingu á leiknum þegar þetta kemur upp.“ Framundan er gríðarlega mikilvægur leikur gegn Úkraínu. „Það tók gríðarlega á að sækjast eftir þessu marki, sérstaklega manni færri og menn verða kannski örlítið þreyttir á morgun en fyrst og fremst eru menn sárir og svekktir en verða að rífa sig upp.“ Framundan er spennandi barátta við Tyrki og Úkraínumenn um annað sæti riðilsins en hann á von á því að fyrsta sætið sé úr sögunni. „Þetta ræðst ekki fyrr en í lokaumferðinni, lið eiga eftir að tapa stigum og það eru margir leikir eftir innbyrðis. Líklegast er baráttan um fyrsta sætið töpuð en það er aldrei að vita. Menn verða að gjöra svo vel að rífa sig upp og mæta af krafti í Úkraínuleikinn.“
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Finnland - Ísland 1-0 | Slök frammistaða og tap í Tampere | Sjáðu markið Ísland laut í lægra haldi fyrir Finnlandi, 1-0, í Tampere í I-riðli undankeppni HM 2018 í dag. 2. september 2017 18:00 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Umfjöllun: Finnland - Ísland 1-0 | Slök frammistaða og tap í Tampere | Sjáðu markið Ísland laut í lægra haldi fyrir Finnlandi, 1-0, í Tampere í I-riðli undankeppni HM 2018 í dag. 2. september 2017 18:00