Vill að aðkoma íslenska ríkisins að starfsemi United Silicon verði rannsökuð Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 3. september 2017 20:00 Þingmaður Viðreisnar vill að aðkoma íslenska ríkisins að starfsemi kísilmálmverksmiðjunnar í Helguvík verði rannsökuð. Beðið er meðal annars um upplýsingar varðandi kostnað sem íslenska ríkið hefur lagt í verkefnið og forsendur fyrir umhverfismati. Þegar þing hefst að nýju mun Hanna Katrín Friðriksson leggja fram beiðni um að Ríkisendurskoðun geri stjórnsýsluathugun á aðdraganda þess að United Silicon fékk starfsleyfi sitt og hvernig eftirfylgni hefur verð háttað. Beiðnin er þríþætt. Í fyrsta lagi hvaða ríkisstyrki fyrirtækið hefur fengið í formi skattaívilnana en fyrir þremur árum komst eftirlitsstofnun EFTA að þeirri niðurstöðu að ívilnunarsamningar við fyrirtækið fælu í sér rekstraraðstoð en ekki fjárfestingaaðstoð og gengu því gegn EES samningnum. „Ég veit hreinlega ekki hvar málið er statt varðandi viðbrögð íslenskra stjórnvalda þar að lútandi. Þetta eru gríðarlegir fjármunir sem um ræðir. Það er ekki gott að fara á svig við reglur og skekkja samkeppnisstöðuna. Svo ívilnum við aðilum - sem takast ekki betur til en þetta með verkefni sín," segir Hanna Katrín. Í öðru lagi verði kannað hvaða forsendur lágu að baki umhverfismati. „Hver sé munurinn á forsendum og raunveruleikanum. Og af hverju er sá munur því hann er klárlega til staðar.“ Og í þriðja lagi hvernig eftirliti er háttað og hvort ákveðið sé fyrirfram hve lengi aðilar fái að njóta vafans er upp koma vandamál enda bíði enn stærri verkefni á hliðarlínunni. „Við þurfum eitt skipti fyrir öll að vita hvort við erum að standa nægilega vel að þessum málum. Hvort mögulega einhverjir hagsmunir séu að ráða ferð, sem eru ekki hagsmunir almennings eða náttúrunnar. Við þurfum að vita hvort stjórnvöld séu afvegaleidd og hvað gerir að verkum að þessi staða er komin upp núna. Við getum ekki haldið áfram á þessari braut.“ Tengdar fréttir Ráðherra segir United Silicon hafa svipt íbúa frelsi sínu Ástandið í Reykjanesbæ er orðið grafalvarlegt að sögn umhverfisráðherra. 30. ágúst 2017 08:25 Undir stjórnendum United Silicon komið hvenær rekstur geti hafist á ný Forstjóri United Silicon segir það undir forsvarsmönnum United Silicon komið hvort og þá hvenær unnt verður að hefja rekstur kísilverksmiðjunnar í Helguvík á ný. 2. september 2017 13:46 Umhverfisstofnun stöðvar starfsemi United Silicon Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um að stöðva starfsemi Sameinaðs Sílikons hf., samanber lagagrein um hollustuhætti og mengunarvarnir, segir í tilkynningu. 1. september 2017 21:06 Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Þingmaður Viðreisnar vill að aðkoma íslenska ríkisins að starfsemi kísilmálmverksmiðjunnar í Helguvík verði rannsökuð. Beðið er meðal annars um upplýsingar varðandi kostnað sem íslenska ríkið hefur lagt í verkefnið og forsendur fyrir umhverfismati. Þegar þing hefst að nýju mun Hanna Katrín Friðriksson leggja fram beiðni um að Ríkisendurskoðun geri stjórnsýsluathugun á aðdraganda þess að United Silicon fékk starfsleyfi sitt og hvernig eftirfylgni hefur verð háttað. Beiðnin er þríþætt. Í fyrsta lagi hvaða ríkisstyrki fyrirtækið hefur fengið í formi skattaívilnana en fyrir þremur árum komst eftirlitsstofnun EFTA að þeirri niðurstöðu að ívilnunarsamningar við fyrirtækið fælu í sér rekstraraðstoð en ekki fjárfestingaaðstoð og gengu því gegn EES samningnum. „Ég veit hreinlega ekki hvar málið er statt varðandi viðbrögð íslenskra stjórnvalda þar að lútandi. Þetta eru gríðarlegir fjármunir sem um ræðir. Það er ekki gott að fara á svig við reglur og skekkja samkeppnisstöðuna. Svo ívilnum við aðilum - sem takast ekki betur til en þetta með verkefni sín," segir Hanna Katrín. Í öðru lagi verði kannað hvaða forsendur lágu að baki umhverfismati. „Hver sé munurinn á forsendum og raunveruleikanum. Og af hverju er sá munur því hann er klárlega til staðar.“ Og í þriðja lagi hvernig eftirliti er háttað og hvort ákveðið sé fyrirfram hve lengi aðilar fái að njóta vafans er upp koma vandamál enda bíði enn stærri verkefni á hliðarlínunni. „Við þurfum eitt skipti fyrir öll að vita hvort við erum að standa nægilega vel að þessum málum. Hvort mögulega einhverjir hagsmunir séu að ráða ferð, sem eru ekki hagsmunir almennings eða náttúrunnar. Við þurfum að vita hvort stjórnvöld séu afvegaleidd og hvað gerir að verkum að þessi staða er komin upp núna. Við getum ekki haldið áfram á þessari braut.“
Tengdar fréttir Ráðherra segir United Silicon hafa svipt íbúa frelsi sínu Ástandið í Reykjanesbæ er orðið grafalvarlegt að sögn umhverfisráðherra. 30. ágúst 2017 08:25 Undir stjórnendum United Silicon komið hvenær rekstur geti hafist á ný Forstjóri United Silicon segir það undir forsvarsmönnum United Silicon komið hvort og þá hvenær unnt verður að hefja rekstur kísilverksmiðjunnar í Helguvík á ný. 2. september 2017 13:46 Umhverfisstofnun stöðvar starfsemi United Silicon Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um að stöðva starfsemi Sameinaðs Sílikons hf., samanber lagagrein um hollustuhætti og mengunarvarnir, segir í tilkynningu. 1. september 2017 21:06 Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Ráðherra segir United Silicon hafa svipt íbúa frelsi sínu Ástandið í Reykjanesbæ er orðið grafalvarlegt að sögn umhverfisráðherra. 30. ágúst 2017 08:25
Undir stjórnendum United Silicon komið hvenær rekstur geti hafist á ný Forstjóri United Silicon segir það undir forsvarsmönnum United Silicon komið hvort og þá hvenær unnt verður að hefja rekstur kísilverksmiðjunnar í Helguvík á ný. 2. september 2017 13:46
Umhverfisstofnun stöðvar starfsemi United Silicon Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um að stöðva starfsemi Sameinaðs Sílikons hf., samanber lagagrein um hollustuhætti og mengunarvarnir, segir í tilkynningu. 1. september 2017 21:06