Telur ólíklegt að átök brjótist út á Kóreuskaga að svo stöddu Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. september 2017 22:00 Ekki eru miklar líkur á því að átök brjótist út á Kóreuskaga að svo stöddu, að mati Veru Knútsdóttur, öryggis- og varnarmálafræðings. Líklegra sé að Norður-Kórea sé að sýna fram á styrk sinn með kjarnorkuvopnatilraunum en aldrei megi þó útiloka hættu á átökum. Stjórnvöld Norður-Kóreu hafa sætt mikilli gagnrýni í kjölfar nýjustu kjarnavopnatilraunar sinnar. Þá skilja sumir Twitter-viðbrögð Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem hótun um hernaðaraðgerðir og svipaða sögu var að segja af ummælum James Mattis varnarmálaráðherra Bandaríkjanna fyrr í kvöld.Vera Knútsdóttir, öryggis- og varnarmálafræðingur.Skjáskot/Stöð 2Ólíklegt að átök brjótist út að svo stöddu Vera Knútsdóttir, framkvæmdastjóri félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og öryggis- og varnarmálafræðingur, var gestur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún hefur látið sig málefni Norður-Kóreu allmiklu varða en aðspurð segir hún ólíklegt að átök brjótist út á Kóreuskaga. „Það má aldrei útiloka að það sé hætta á átökum, þar sem það hefur aldrei verið undirritað friðarsamkomulag. Það er í raun bara vopnahlé frá því að Kóreustríðið var en ég held að það sé frekar ólíklegt að það gerist að svo stöddu,“ sagði Vera. „Ég held að þetta séu frekar Norður-Kóreu-menn að sýna að þeim sé alvara með kjarnorkuvopnaáætlun sinni og að vinnan haldi áfram og að þeir séu alltaf að ná lengra og lengra.“Eldflaugar til Guam raunveruleg ógn Vera er jafnframt á því að Norður-Kórea gæti verið að beina skeytum sínum á einhvern tiltekinn stað á jörðinni. Hún segir aðspurð að eldflaugar, sem nái til bandaríska sjálfsumdæmishéraðsins Guam, séu raunveruleg ógn. „Já, þeir eru búnir að vera að þróa eldflaugar, semsagt langdrægar, og þær eru með drægni að Japan eins og sást nýlega. Þeir gætu þess vegna alveg náð til Guam, það er alveg raunveruleg ógn. Hvort það næði meginlandi Bandaríkjanna tel ég ólíklegt eins og er en hvort að þeir komi kjarnaoddinum sjálfum á eldflaug, það er annað mál. Ég er ekki viss um að þeir séu alveg komnir þangað.“Yfirvöld í Norður-Kóreu segja tilraunina í nótt hafa heppnast fullkomlega. Hér má sjá Kim Jong-un, leiðtoga einræðisríkisins, virða fyrir sér vetnissprengjuna.Vísir/AFPEn hvert er næsta skref alþjóðsamfélagsins? „Núna er það Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna sem mun koma saman og ræða hertari viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu. Það er í rauninni eina aðgerðin sem Kínverjar geta fallist á að þessu sinni.“Funda um aðgerðir á morgun Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun koma saman á neyðarfundi á morgun og funda um vopnatilraunir Norður-Kóreu. Yfirvöld í Kína, Rússlandi og Bretlandi eru enn fremur á meðal þeirra sem fordæmt hafa tilraunina. Norður-Kóreumenn sprengdu í nótt vetnissprengju í tilraunaskyni en sprengjan var sú öflugasta sem einræðisríkið hefur sprengt til þessa. Sprengingunni fylgdi jarðskjálfti sem mældist 6,3 að stærð og fannst hann víða í norðausturhluta Kína. Þá segja yfirvöld í Norður-Kóreu að hægt verði að festa sprengjuna á langdræga eldflaug.Viðtalið við Veru og umfjöllun Stöðvar 2 um nýjustu kjarnorkutilraun Norður-Kóreu má horfa á í spilaranum efst í fréttinni. Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kórea staðfestir kjarnavopnatilraun Ríkismiðill Norður-Kóreu segir yfirvöld þar í landi hafa gert tilraun með kjarnorkuvopn. 3. september 2017 07:19 Segjast hafa smíðað háþróaða vetnissprengju Sprengjunni var lýst sem „fjölhagnýtri vetnissprengju með gríðarlegan eyðileggingarmátt sem jafnvel er hægt að sprengja í mikilli hæð.“ 2. september 2017 23:58 Langöflugasta sprengjan hingað til Vetnissprengjan sem Norður-Kóreumenn sprengdu í nótt var um það bil tíu sinnum öflugri en nokkuð annað kjarnorkuvopn sem ríkið hefur gert tilraunir með. 3. september 2017 09:12 Trump um aðgerðir Norður-Kóreu: „Þeir skilja bara eitt“ Bandaríkjaforseti segir hegðun einræðisríkisins fjandsamlega og Kína til skammar. 3. september 2017 12:14 Ógninni verði svarað með umfangsmiklum hernaðaraðgerðum James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, ræddi við blaðamenn fyrir utan Hvíta húsið í dag og sagði Bandaríkin hafa alla burði til að verja sig og bandamenn sína. 3. september 2017 20:17 Bandaríkin hætti viðskiptum við viðskiptaþjóðir Norður-Kóreu Donald Trump íhugar að meina ríkjum sem eiga í viðskiptum við Norður-Kóreu að stunda viðskipti við Bandaríkin. 3. september 2017 17:15 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Ekki eru miklar líkur á því að átök brjótist út á Kóreuskaga að svo stöddu, að mati Veru Knútsdóttur, öryggis- og varnarmálafræðings. Líklegra sé að Norður-Kórea sé að sýna fram á styrk sinn með kjarnorkuvopnatilraunum en aldrei megi þó útiloka hættu á átökum. Stjórnvöld Norður-Kóreu hafa sætt mikilli gagnrýni í kjölfar nýjustu kjarnavopnatilraunar sinnar. Þá skilja sumir Twitter-viðbrögð Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem hótun um hernaðaraðgerðir og svipaða sögu var að segja af ummælum James Mattis varnarmálaráðherra Bandaríkjanna fyrr í kvöld.Vera Knútsdóttir, öryggis- og varnarmálafræðingur.Skjáskot/Stöð 2Ólíklegt að átök brjótist út að svo stöddu Vera Knútsdóttir, framkvæmdastjóri félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og öryggis- og varnarmálafræðingur, var gestur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún hefur látið sig málefni Norður-Kóreu allmiklu varða en aðspurð segir hún ólíklegt að átök brjótist út á Kóreuskaga. „Það má aldrei útiloka að það sé hætta á átökum, þar sem það hefur aldrei verið undirritað friðarsamkomulag. Það er í raun bara vopnahlé frá því að Kóreustríðið var en ég held að það sé frekar ólíklegt að það gerist að svo stöddu,“ sagði Vera. „Ég held að þetta séu frekar Norður-Kóreu-menn að sýna að þeim sé alvara með kjarnorkuvopnaáætlun sinni og að vinnan haldi áfram og að þeir séu alltaf að ná lengra og lengra.“Eldflaugar til Guam raunveruleg ógn Vera er jafnframt á því að Norður-Kórea gæti verið að beina skeytum sínum á einhvern tiltekinn stað á jörðinni. Hún segir aðspurð að eldflaugar, sem nái til bandaríska sjálfsumdæmishéraðsins Guam, séu raunveruleg ógn. „Já, þeir eru búnir að vera að þróa eldflaugar, semsagt langdrægar, og þær eru með drægni að Japan eins og sást nýlega. Þeir gætu þess vegna alveg náð til Guam, það er alveg raunveruleg ógn. Hvort það næði meginlandi Bandaríkjanna tel ég ólíklegt eins og er en hvort að þeir komi kjarnaoddinum sjálfum á eldflaug, það er annað mál. Ég er ekki viss um að þeir séu alveg komnir þangað.“Yfirvöld í Norður-Kóreu segja tilraunina í nótt hafa heppnast fullkomlega. Hér má sjá Kim Jong-un, leiðtoga einræðisríkisins, virða fyrir sér vetnissprengjuna.Vísir/AFPEn hvert er næsta skref alþjóðsamfélagsins? „Núna er það Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna sem mun koma saman og ræða hertari viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu. Það er í rauninni eina aðgerðin sem Kínverjar geta fallist á að þessu sinni.“Funda um aðgerðir á morgun Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun koma saman á neyðarfundi á morgun og funda um vopnatilraunir Norður-Kóreu. Yfirvöld í Kína, Rússlandi og Bretlandi eru enn fremur á meðal þeirra sem fordæmt hafa tilraunina. Norður-Kóreumenn sprengdu í nótt vetnissprengju í tilraunaskyni en sprengjan var sú öflugasta sem einræðisríkið hefur sprengt til þessa. Sprengingunni fylgdi jarðskjálfti sem mældist 6,3 að stærð og fannst hann víða í norðausturhluta Kína. Þá segja yfirvöld í Norður-Kóreu að hægt verði að festa sprengjuna á langdræga eldflaug.Viðtalið við Veru og umfjöllun Stöðvar 2 um nýjustu kjarnorkutilraun Norður-Kóreu má horfa á í spilaranum efst í fréttinni.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kórea staðfestir kjarnavopnatilraun Ríkismiðill Norður-Kóreu segir yfirvöld þar í landi hafa gert tilraun með kjarnorkuvopn. 3. september 2017 07:19 Segjast hafa smíðað háþróaða vetnissprengju Sprengjunni var lýst sem „fjölhagnýtri vetnissprengju með gríðarlegan eyðileggingarmátt sem jafnvel er hægt að sprengja í mikilli hæð.“ 2. september 2017 23:58 Langöflugasta sprengjan hingað til Vetnissprengjan sem Norður-Kóreumenn sprengdu í nótt var um það bil tíu sinnum öflugri en nokkuð annað kjarnorkuvopn sem ríkið hefur gert tilraunir með. 3. september 2017 09:12 Trump um aðgerðir Norður-Kóreu: „Þeir skilja bara eitt“ Bandaríkjaforseti segir hegðun einræðisríkisins fjandsamlega og Kína til skammar. 3. september 2017 12:14 Ógninni verði svarað með umfangsmiklum hernaðaraðgerðum James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, ræddi við blaðamenn fyrir utan Hvíta húsið í dag og sagði Bandaríkin hafa alla burði til að verja sig og bandamenn sína. 3. september 2017 20:17 Bandaríkin hætti viðskiptum við viðskiptaþjóðir Norður-Kóreu Donald Trump íhugar að meina ríkjum sem eiga í viðskiptum við Norður-Kóreu að stunda viðskipti við Bandaríkin. 3. september 2017 17:15 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Norður-Kórea staðfestir kjarnavopnatilraun Ríkismiðill Norður-Kóreu segir yfirvöld þar í landi hafa gert tilraun með kjarnorkuvopn. 3. september 2017 07:19
Segjast hafa smíðað háþróaða vetnissprengju Sprengjunni var lýst sem „fjölhagnýtri vetnissprengju með gríðarlegan eyðileggingarmátt sem jafnvel er hægt að sprengja í mikilli hæð.“ 2. september 2017 23:58
Langöflugasta sprengjan hingað til Vetnissprengjan sem Norður-Kóreumenn sprengdu í nótt var um það bil tíu sinnum öflugri en nokkuð annað kjarnorkuvopn sem ríkið hefur gert tilraunir með. 3. september 2017 09:12
Trump um aðgerðir Norður-Kóreu: „Þeir skilja bara eitt“ Bandaríkjaforseti segir hegðun einræðisríkisins fjandsamlega og Kína til skammar. 3. september 2017 12:14
Ógninni verði svarað með umfangsmiklum hernaðaraðgerðum James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, ræddi við blaðamenn fyrir utan Hvíta húsið í dag og sagði Bandaríkin hafa alla burði til að verja sig og bandamenn sína. 3. september 2017 20:17
Bandaríkin hætti viðskiptum við viðskiptaþjóðir Norður-Kóreu Donald Trump íhugar að meina ríkjum sem eiga í viðskiptum við Norður-Kóreu að stunda viðskipti við Bandaríkin. 3. september 2017 17:15