Þegar menntamálaráðherrann lagði niður zetuna Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. september 2017 10:00 Magnús Torfi Ólafsson. vísir/gva „Uppgjöf eða eðlileg breyting?“ Svo hljóðaði spurningin sem blasti við lesendum Morgunblaðsins að morgni 5. september árið 1973 en degi áður hafði Magnús Torfi Ólafsson menntamálaráðherra ákveðið að leggja skildi zetuna niður. „Það hafði komið í ljós, þegar nefndin sem vinnur að endurskoðun stafsetningarinnar, var farin að starfa að algjör samstaða var innan hennar um þessa sérstöku breytingu,“ vitnaði blaðamaður Morgunblaðsins óbeint í ráðherra. Auk Magnúsar spurði Morgunblaðið fimm karlmenn út í ákvörðunina. Halldór Halldórsson, prófessor og formaður nefndarinnar, sagði að líta mætti svo á sem þetta væri róttæk breyting. „Það má líka segja, að þetta sé hvarf til fyrri tíma, vegna þess að þetta er mjög svipað ástand og var fyrir 1929.“ Baldur Jónsson lektor var hins vegar ósáttur við brotthvarf zetunnar og aðrar stafsetningarbreytingar sem gerðar voru samtímis. „Yfirleitt er það mikill ábyrgðarhluti að breyta stafsetningu og það gera menningarþjóðir alls ekki, nema þær séu til neyddar. Þetta veldur miklu meira raski, en menn koma auga á í fljótu bragði.“ Á sama máli var Jón Guðmundsson, yfirkennari við MR. „Ég tel enga ástæðu hafa verið til breytinga á stafsetningunni.“ Gunnar Finnbogason, sem titlaður var cand. mag., var öllu sáttari og sagði breytingarnar eðlilegar. Erlendur Jónsson íslenskukennari tók í sama streng og benti á að fjöldi rithöfunda hafi til að mynda alls ekki notað zetuna. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
„Uppgjöf eða eðlileg breyting?“ Svo hljóðaði spurningin sem blasti við lesendum Morgunblaðsins að morgni 5. september árið 1973 en degi áður hafði Magnús Torfi Ólafsson menntamálaráðherra ákveðið að leggja skildi zetuna niður. „Það hafði komið í ljós, þegar nefndin sem vinnur að endurskoðun stafsetningarinnar, var farin að starfa að algjör samstaða var innan hennar um þessa sérstöku breytingu,“ vitnaði blaðamaður Morgunblaðsins óbeint í ráðherra. Auk Magnúsar spurði Morgunblaðið fimm karlmenn út í ákvörðunina. Halldór Halldórsson, prófessor og formaður nefndarinnar, sagði að líta mætti svo á sem þetta væri róttæk breyting. „Það má líka segja, að þetta sé hvarf til fyrri tíma, vegna þess að þetta er mjög svipað ástand og var fyrir 1929.“ Baldur Jónsson lektor var hins vegar ósáttur við brotthvarf zetunnar og aðrar stafsetningarbreytingar sem gerðar voru samtímis. „Yfirleitt er það mikill ábyrgðarhluti að breyta stafsetningu og það gera menningarþjóðir alls ekki, nema þær séu til neyddar. Þetta veldur miklu meira raski, en menn koma auga á í fljótu bragði.“ Á sama máli var Jón Guðmundsson, yfirkennari við MR. „Ég tel enga ástæðu hafa verið til breytinga á stafsetningunni.“ Gunnar Finnbogason, sem titlaður var cand. mag., var öllu sáttari og sagði breytingarnar eðlilegar. Erlendur Jónsson íslenskukennari tók í sama streng og benti á að fjöldi rithöfunda hafi til að mynda alls ekki notað zetuna.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira