Andlegri heilsu íslenskra ungmenna hrakar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. september 2017 11:10 Frá geðdeild Landspítalans. vísir/eyþór Andlegri heilsu íslenskra ungmenna hefur hrakað á undanförnum árum ef miðað er við gögn frá heilsugæslustöðvum, heilbrigðisstofnunum og úr Lyfjagagnagrunni. Þetta kemur fram í nýjum Talnabrunni, fréttabréfi Embættis landlæknis, en þar segir til dæmis að skráðum samskiptum á heilsugæslustöðvum vegna tiltekinna geðrænna sjúkdóma hjá einstaklingum sem eru 20 ára og yngri hefur fjölgað þó nokkuð frá árinu 2011. Nokkuð hefur verið fjallað um geðheilbrigði ungs fólks undanfarið, ekki síst í kjölfar þess að tveir ungir menn sviptu sig lífi á geðdeild Landspítalans á tveggja vikna tímabili í ágúst.Samskipti vegna kvíðaraskana fjórfölduðust Til skráðra samskipta teljast til að mynda komur, símtöl og vitjanir. Árið voru þau um 3000 talsins hjá þessum aldurshópi en ári 2015 voru þau orðin tæplega 8000. Má rekja þessa aukningu til fjölgunar á samskiptum vegna kvíðaraskana þar sem fjöldi samskipta vegna þeirra fjórfaldaðist á milli áranna 2011 og 2015, að því er segir í Talnabrunninum. Þá fjölgaði sjúkrahúslegum hjá einstaklingum 20 ára og yngri á milli áranna 2011 og 2015 en árið 2016 dró verulega úr sjúkrahúslegum vegna geðraskana hjá þessum hópi. „Mögulega má rekja þessa lækkun á innlagnartíðni á síðastliðnu ári til þess að samtímis var sálfræðiþjónusta aukin í Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins þótt ekki sé hægt að staðhæfa það með vissu. Eins er mögulegt að aukin sérhæfð úrræði í bráða- og göngudeildarþjónustu, ásamt auknu samráði milli heilsugæslu og sérhæfðra sjúkrastofnana, eigi þátt í þessari lækkun,“ segir í Talnabrunninum.Hátt í 40 prósent mátu andlega heilsu sæmilega eða lélega Auk þess sem tölur frá heilsugæslustöðvum og heilbrigðisstofnunum voru skoðaðar var einni litið til kannana sem gerðar hafa verið á vegum Embættis landlæknis. Þær gefa jafnframt til kynna að ungmennum líði almennt verr nú en áður. „Spurt hefur verið um mat á andlegri heilsu í rannsókninni Heilsa og líðan Íslendinga en hún var lögð fyrir landsmenn á árunum 2007, 2009 og 2012. Árið 2007 mátu 16,8% einstaklinga á aldrinum 18-24 ára andlega heilsu sína annað hvort sæmilega eða lélega, árið 2009 var þetta hlutfall 15,8% en 22,3% árið 2012. Undanfarin ár hefur embættið einnig staðið fyrir vöktun á nokkrum áhrifaþáttum heilbrigðis þar sem haft er samband við 8.000 manna úrtak af landinu öllu, 18 ára og eldri, sem valdir eru af handahófi úr viðhorfahópi Gallup og þjóðskrá. Í þessari vöktun hefur andleg líðan verið metin með sömu spurningu og í rannsókninni Heilsa og líðan Íslendinga og benda niðurstöður til áframhaldandi hnignunar. Árið 2016 mátu 36,2% einstaklinga á aldrinum 18-24 ára andlega heilsu sína annað hvort sæmilega eða lélega. [...] Vert er að hafa í huga að þessar tölur byggja á sjálfsmati en ekki á greiningu hjá meðferðaraðila,“ segir í Talnabrunninum.Mikilvægt að varpa skýrara ljósi á umfang vandans Þá hafi svipuð þróun komið fram í gögnum þjónustumiðstöðvar Reykjavíkurborgar í Breiðholti. Þar hefur verið skimað fyrir einkennum kvíða og þunglyndis á meðal unglinga í efstu bekkjum grunnskóla frá árinu 2009. „Þau gögn sýna hækkun á hlutfalli þeirra sem mælast yfir viðmiðunarmörkum á skimunarlista fyrir kvíða og þunglyndi, einkum meðal stúlkna. Hlutfall stúlkna sem var yfir viðmiðunarmörkum fyrir þunglyndi meira en tvöfaldaðist á árunum 2009 til 2015 og hlutfall þeirra sem reyndust yfir viðmiðunarmörkum fyrir kvíða nær fjórfaldaðist á sama tímabili (2). Ekki er gott að segja til um ástæðu þessarar neikvæðu þróunar og að öllum líkindum er um marga samverkandi þætti að ræða. Það kann að vera að hluta þessarar aukningar megi rekja til viðhorfsbreytingar sem orðið hefur í samfélaginu gagnvart geðrænum vanda. Slík viðhorfsbreyting getur leitt til þess að fólk eigi auðveldara með að gera sér grein fyrir og tjá sig um andlega vanlíðan og þannig valdið því að fleiri virðast eiga við andlega erfiðleika að stríða þegar í raun er um að ræða bætta skráningu á vandamálum. Þó má ekki loka augum fyrir því að þessar tölur geti endurspeglað raunverulega hnignun í andlegri heilsu ungs fólks sem brýnt er að skoða nánar,“ segir í Talnabrunninum. Því sé mikilvægt að fara yfir öll tiltæk gögn svo hægt sé að varpa skýrara ljósi á umfang vandamálsins. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Annað dauðsfall á geðdeild Landspítalans Ungur karlmaður svipti sig lífi á geðdeild Landspítalans í gær. Þetta er í annað skipti á tíu dögum sem maður fellur fyrir eigin hendi á geðdeild spítalans. 25. ágúst 2017 17:53 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Skautafjör á Laugarvatni í dag „Biðröðin er löng“ Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Sjá meira
Andlegri heilsu íslenskra ungmenna hefur hrakað á undanförnum árum ef miðað er við gögn frá heilsugæslustöðvum, heilbrigðisstofnunum og úr Lyfjagagnagrunni. Þetta kemur fram í nýjum Talnabrunni, fréttabréfi Embættis landlæknis, en þar segir til dæmis að skráðum samskiptum á heilsugæslustöðvum vegna tiltekinna geðrænna sjúkdóma hjá einstaklingum sem eru 20 ára og yngri hefur fjölgað þó nokkuð frá árinu 2011. Nokkuð hefur verið fjallað um geðheilbrigði ungs fólks undanfarið, ekki síst í kjölfar þess að tveir ungir menn sviptu sig lífi á geðdeild Landspítalans á tveggja vikna tímabili í ágúst.Samskipti vegna kvíðaraskana fjórfölduðust Til skráðra samskipta teljast til að mynda komur, símtöl og vitjanir. Árið voru þau um 3000 talsins hjá þessum aldurshópi en ári 2015 voru þau orðin tæplega 8000. Má rekja þessa aukningu til fjölgunar á samskiptum vegna kvíðaraskana þar sem fjöldi samskipta vegna þeirra fjórfaldaðist á milli áranna 2011 og 2015, að því er segir í Talnabrunninum. Þá fjölgaði sjúkrahúslegum hjá einstaklingum 20 ára og yngri á milli áranna 2011 og 2015 en árið 2016 dró verulega úr sjúkrahúslegum vegna geðraskana hjá þessum hópi. „Mögulega má rekja þessa lækkun á innlagnartíðni á síðastliðnu ári til þess að samtímis var sálfræðiþjónusta aukin í Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins þótt ekki sé hægt að staðhæfa það með vissu. Eins er mögulegt að aukin sérhæfð úrræði í bráða- og göngudeildarþjónustu, ásamt auknu samráði milli heilsugæslu og sérhæfðra sjúkrastofnana, eigi þátt í þessari lækkun,“ segir í Talnabrunninum.Hátt í 40 prósent mátu andlega heilsu sæmilega eða lélega Auk þess sem tölur frá heilsugæslustöðvum og heilbrigðisstofnunum voru skoðaðar var einni litið til kannana sem gerðar hafa verið á vegum Embættis landlæknis. Þær gefa jafnframt til kynna að ungmennum líði almennt verr nú en áður. „Spurt hefur verið um mat á andlegri heilsu í rannsókninni Heilsa og líðan Íslendinga en hún var lögð fyrir landsmenn á árunum 2007, 2009 og 2012. Árið 2007 mátu 16,8% einstaklinga á aldrinum 18-24 ára andlega heilsu sína annað hvort sæmilega eða lélega, árið 2009 var þetta hlutfall 15,8% en 22,3% árið 2012. Undanfarin ár hefur embættið einnig staðið fyrir vöktun á nokkrum áhrifaþáttum heilbrigðis þar sem haft er samband við 8.000 manna úrtak af landinu öllu, 18 ára og eldri, sem valdir eru af handahófi úr viðhorfahópi Gallup og þjóðskrá. Í þessari vöktun hefur andleg líðan verið metin með sömu spurningu og í rannsókninni Heilsa og líðan Íslendinga og benda niðurstöður til áframhaldandi hnignunar. Árið 2016 mátu 36,2% einstaklinga á aldrinum 18-24 ára andlega heilsu sína annað hvort sæmilega eða lélega. [...] Vert er að hafa í huga að þessar tölur byggja á sjálfsmati en ekki á greiningu hjá meðferðaraðila,“ segir í Talnabrunninum.Mikilvægt að varpa skýrara ljósi á umfang vandans Þá hafi svipuð þróun komið fram í gögnum þjónustumiðstöðvar Reykjavíkurborgar í Breiðholti. Þar hefur verið skimað fyrir einkennum kvíða og þunglyndis á meðal unglinga í efstu bekkjum grunnskóla frá árinu 2009. „Þau gögn sýna hækkun á hlutfalli þeirra sem mælast yfir viðmiðunarmörkum á skimunarlista fyrir kvíða og þunglyndi, einkum meðal stúlkna. Hlutfall stúlkna sem var yfir viðmiðunarmörkum fyrir þunglyndi meira en tvöfaldaðist á árunum 2009 til 2015 og hlutfall þeirra sem reyndust yfir viðmiðunarmörkum fyrir kvíða nær fjórfaldaðist á sama tímabili (2). Ekki er gott að segja til um ástæðu þessarar neikvæðu þróunar og að öllum líkindum er um marga samverkandi þætti að ræða. Það kann að vera að hluta þessarar aukningar megi rekja til viðhorfsbreytingar sem orðið hefur í samfélaginu gagnvart geðrænum vanda. Slík viðhorfsbreyting getur leitt til þess að fólk eigi auðveldara með að gera sér grein fyrir og tjá sig um andlega vanlíðan og þannig valdið því að fleiri virðast eiga við andlega erfiðleika að stríða þegar í raun er um að ræða bætta skráningu á vandamálum. Þó má ekki loka augum fyrir því að þessar tölur geti endurspeglað raunverulega hnignun í andlegri heilsu ungs fólks sem brýnt er að skoða nánar,“ segir í Talnabrunninum. Því sé mikilvægt að fara yfir öll tiltæk gögn svo hægt sé að varpa skýrara ljósi á umfang vandamálsins.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Annað dauðsfall á geðdeild Landspítalans Ungur karlmaður svipti sig lífi á geðdeild Landspítalans í gær. Þetta er í annað skipti á tíu dögum sem maður fellur fyrir eigin hendi á geðdeild spítalans. 25. ágúst 2017 17:53 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Skautafjör á Laugarvatni í dag „Biðröðin er löng“ Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Sjá meira
Annað dauðsfall á geðdeild Landspítalans Ungur karlmaður svipti sig lífi á geðdeild Landspítalans í gær. Þetta er í annað skipti á tíu dögum sem maður fellur fyrir eigin hendi á geðdeild spítalans. 25. ágúst 2017 17:53