Suu Kyi hvött til að grípa í taumana Kjartan Kjartansson skrifar 4. september 2017 17:55 Suu Kyi er talin raunverulegur leiðtogi Búrma þó að að nafninu til sé hún utanríkisráðherra. Vísir/AFP Sérstakur sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna vegna mannréttindabrota í Búrma gagnrýnir friðarverðlaunahafa Nóbels, Aung San Suu Kyi, fyrir að halda ekki hlífiskildi yfir rohingjafólki. Tugir þúsunda þeirra hafa flúið ofsóknir í landinu. Her Búrma hefur beitt fólk sem tilheyrir rohingjaættbálkinum hörku eftir árásir uppreisnarmanna úr þeirra röðum á lögreglustöðvar nýlega. Sögur fara af því að hermenn brenni þorp og ráðist á óbreytta borgara. Suu Kyi er utanríkisráðherra Búrma en lög landsins banna henni að gegna embætti forseta. Hún er engu að síður talin raunverulegur þjóðarleiðtogi Búrma.Herinn heldur enn verulegum völdumYanghee Lee, sendifulltrúi SÞ, gagnrýnir Suu Kyi fyrir aðgerðaleysi og segir ástandið í Rakhine-héraði grafalvarlegt og að hún verði að grípa í taumana, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. SÞ áætla að 87.000 rohingjar hafi nú flúið yfir landamærin til Bangaldess frá því að herferð hersins hófst. „Raunverulegi leiðtoginn verður að grípa inn í, við því búumst við af öllum ríkisstjórnum, að verja alla innan lögsögu þeirra,“ sagði Lee. Herinn réði ríkjum í Búrma í áratugi en hann heldur enn umtalsverðum völdum í landinu. Þannig heldur hann fjórðungi sæta á þjóðþinginu. Um milljón rohingja búa í Búrma en meirihluti þeirra er múslimar. Ættbálkurinn hefur sætt ofsóknum í Búrma. Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Nærri 20.000 flúið á viku Þjóðflokkurinn flýr átök í Rakhine-héraði Bangladess en átökin í héraðinu versnuðu til muna þegar Rohingya-múslimar réðust á þrjátíu lögreglustöðvar á föstudag. Yfirvöld svöruðu árásunum með hervaldi. 31. ágúst 2017 07:00 Fjögur hundruð Rohingjar drepnir í Mjanmar Ofbeldið í Rakhine-héraði í landinu fer nú stigvaxandi. 1. september 2017 08:27 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira
Sérstakur sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna vegna mannréttindabrota í Búrma gagnrýnir friðarverðlaunahafa Nóbels, Aung San Suu Kyi, fyrir að halda ekki hlífiskildi yfir rohingjafólki. Tugir þúsunda þeirra hafa flúið ofsóknir í landinu. Her Búrma hefur beitt fólk sem tilheyrir rohingjaættbálkinum hörku eftir árásir uppreisnarmanna úr þeirra röðum á lögreglustöðvar nýlega. Sögur fara af því að hermenn brenni þorp og ráðist á óbreytta borgara. Suu Kyi er utanríkisráðherra Búrma en lög landsins banna henni að gegna embætti forseta. Hún er engu að síður talin raunverulegur þjóðarleiðtogi Búrma.Herinn heldur enn verulegum völdumYanghee Lee, sendifulltrúi SÞ, gagnrýnir Suu Kyi fyrir aðgerðaleysi og segir ástandið í Rakhine-héraði grafalvarlegt og að hún verði að grípa í taumana, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. SÞ áætla að 87.000 rohingjar hafi nú flúið yfir landamærin til Bangaldess frá því að herferð hersins hófst. „Raunverulegi leiðtoginn verður að grípa inn í, við því búumst við af öllum ríkisstjórnum, að verja alla innan lögsögu þeirra,“ sagði Lee. Herinn réði ríkjum í Búrma í áratugi en hann heldur enn umtalsverðum völdum í landinu. Þannig heldur hann fjórðungi sæta á þjóðþinginu. Um milljón rohingja búa í Búrma en meirihluti þeirra er múslimar. Ættbálkurinn hefur sætt ofsóknum í Búrma.
Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Nærri 20.000 flúið á viku Þjóðflokkurinn flýr átök í Rakhine-héraði Bangladess en átökin í héraðinu versnuðu til muna þegar Rohingya-múslimar réðust á þrjátíu lögreglustöðvar á föstudag. Yfirvöld svöruðu árásunum með hervaldi. 31. ágúst 2017 07:00 Fjögur hundruð Rohingjar drepnir í Mjanmar Ofbeldið í Rakhine-héraði í landinu fer nú stigvaxandi. 1. september 2017 08:27 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira
Nærri 20.000 flúið á viku Þjóðflokkurinn flýr átök í Rakhine-héraði Bangladess en átökin í héraðinu versnuðu til muna þegar Rohingya-múslimar réðust á þrjátíu lögreglustöðvar á föstudag. Yfirvöld svöruðu árásunum með hervaldi. 31. ágúst 2017 07:00
Fjögur hundruð Rohingjar drepnir í Mjanmar Ofbeldið í Rakhine-héraði í landinu fer nú stigvaxandi. 1. september 2017 08:27