Seldi birgðir af frosnum hval fyrir 1,3 milljarða Haraldur Guðmundsson skrifar 5. september 2017 06:00 Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, tilkynnti í mars í fyrra að hvalveiðum fyrirtækisins yrði hætt sökum markaðsaðstæðna í Japan. vísir/anton brink Hvalur hf. seldi hvalaafurðir fyrir 1.247 milljónir króna á síðasta fjárhagsári fyrirtækisins sem lauk í september í fyrra. Skip félagsins fóru ekki til veiða sumarið 2016 en kjötbirgðir þess voru þá metnar á 2.560 milljónir króna samanborið við 3.567 milljónir árið á undan. Samkvæmt nýjum ársreikningi Hvals, sem skilað var inn til Ríkisskattstjóra (RSK) í síðustu viku, hagnaðist félagið um rétt tæpa tvo milljarða króna frá tímabilinu 1. október 2015 til 30. september 2016. Tekjur frá dótturfélaginu Vogun hf. námu þá 3,2 milljörðum en voru 2,5 milljarðar árið á undan. Vogun á 33,5 prósenta hlut í sjávarútvegsfyrirtækinu HB Granda og 37,6 prósent í Hampiðjunni. Hlutabréf Hvals í Vogun voru metin á 23 milljarða króna í lok fjárhagsársins en eignir fyrrnefnda félagsins námu þá alls 26,8 milljörðum. Skuldirnar voru 10,9 milljarðar og átti Hvalur 12,6 milljarða í óráðstöfuðu eigin fé. Fiskveiðihlutafélagið Venus, í eigu Kristjáns Loftssonar, forstjóra Hvals, Birnu Loftsdóttur og Sigríðar Vilhjálmsdóttur, var þá stærsti eigandi fyrirtækisins með 39,5 prósenta hlut. Alls eru hluthafar Hvals 111 talsins. Stjórn fyrirtækisins lagði í maí síðastliðnum til að greiddur yrði út 625 milljóna króna arður til eigenda. Þrjú árin þar á undan námu arðgreiðslur alls 2,6 milljörðum. Hvalveiðiskip Hvals fóru síðast til veiða í september 2015. Frá 2013 til septemberloka 2015 veiddi Hvalur alls 426 langreyðar. Veiðar á þeim hófust aftur árið 2006. Kristján Loftsson sagði í mars 2016 að erfiðlega hefði gengið að koma kjötinu á markað í Japan. Fyrirtækið hefði mætt fjölmörgum hindrunum þar í landi og þær hefðu meðal annars snúið að síendurtekinni efnagreiningu á kjötinu. Fyrirtækið flutti í síðasta mánuði út um 1.400 tonn af frosnu hvalkjöti til Japans frá Hafnarfjarðarhöfn með flutningaskipinu Winter Bay. Ekki náðist í Kristján við vinnslu fréttarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir Engar hvalveiðar í sumar: „Ef við hefðum vitað hvað var í vændum í Japan hefðum við aldrei byrjað aftur“ Hvalur hf. hyggst ekki veiða neina hvali næsta sumar þar sem fyrirtækinu hefur gengið illa að koma hvalaafurðum á markað í Japan. 25. febrúar 2016 08:24 Frystar hvalaafurðir Hvals hf metnar á 3,6 milljarða Afkoman 752 milljónum lakari en árið á undan 4. september 2016 19:30 Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Hvalur hf. seldi hvalaafurðir fyrir 1.247 milljónir króna á síðasta fjárhagsári fyrirtækisins sem lauk í september í fyrra. Skip félagsins fóru ekki til veiða sumarið 2016 en kjötbirgðir þess voru þá metnar á 2.560 milljónir króna samanborið við 3.567 milljónir árið á undan. Samkvæmt nýjum ársreikningi Hvals, sem skilað var inn til Ríkisskattstjóra (RSK) í síðustu viku, hagnaðist félagið um rétt tæpa tvo milljarða króna frá tímabilinu 1. október 2015 til 30. september 2016. Tekjur frá dótturfélaginu Vogun hf. námu þá 3,2 milljörðum en voru 2,5 milljarðar árið á undan. Vogun á 33,5 prósenta hlut í sjávarútvegsfyrirtækinu HB Granda og 37,6 prósent í Hampiðjunni. Hlutabréf Hvals í Vogun voru metin á 23 milljarða króna í lok fjárhagsársins en eignir fyrrnefnda félagsins námu þá alls 26,8 milljörðum. Skuldirnar voru 10,9 milljarðar og átti Hvalur 12,6 milljarða í óráðstöfuðu eigin fé. Fiskveiðihlutafélagið Venus, í eigu Kristjáns Loftssonar, forstjóra Hvals, Birnu Loftsdóttur og Sigríðar Vilhjálmsdóttur, var þá stærsti eigandi fyrirtækisins með 39,5 prósenta hlut. Alls eru hluthafar Hvals 111 talsins. Stjórn fyrirtækisins lagði í maí síðastliðnum til að greiddur yrði út 625 milljóna króna arður til eigenda. Þrjú árin þar á undan námu arðgreiðslur alls 2,6 milljörðum. Hvalveiðiskip Hvals fóru síðast til veiða í september 2015. Frá 2013 til septemberloka 2015 veiddi Hvalur alls 426 langreyðar. Veiðar á þeim hófust aftur árið 2006. Kristján Loftsson sagði í mars 2016 að erfiðlega hefði gengið að koma kjötinu á markað í Japan. Fyrirtækið hefði mætt fjölmörgum hindrunum þar í landi og þær hefðu meðal annars snúið að síendurtekinni efnagreiningu á kjötinu. Fyrirtækið flutti í síðasta mánuði út um 1.400 tonn af frosnu hvalkjöti til Japans frá Hafnarfjarðarhöfn með flutningaskipinu Winter Bay. Ekki náðist í Kristján við vinnslu fréttarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir Engar hvalveiðar í sumar: „Ef við hefðum vitað hvað var í vændum í Japan hefðum við aldrei byrjað aftur“ Hvalur hf. hyggst ekki veiða neina hvali næsta sumar þar sem fyrirtækinu hefur gengið illa að koma hvalaafurðum á markað í Japan. 25. febrúar 2016 08:24 Frystar hvalaafurðir Hvals hf metnar á 3,6 milljarða Afkoman 752 milljónum lakari en árið á undan 4. september 2016 19:30 Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Engar hvalveiðar í sumar: „Ef við hefðum vitað hvað var í vændum í Japan hefðum við aldrei byrjað aftur“ Hvalur hf. hyggst ekki veiða neina hvali næsta sumar þar sem fyrirtækinu hefur gengið illa að koma hvalaafurðum á markað í Japan. 25. febrúar 2016 08:24
Frystar hvalaafurðir Hvals hf metnar á 3,6 milljarða Afkoman 752 milljónum lakari en árið á undan 4. september 2016 19:30