Stjórn Trump afnemur vernd fyrir innflytjendur sem voru fluttir sem börn til Bandaríkjanna Kjartan Kjartansson skrifar 5. september 2017 15:24 Innflytjendur og stuðningsmenn þeirra mótmæltu afnámi DACA fyrir utan Hvíta húsið í dag. Vísir/AFP Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna tilkynnti í dag að ríkisstjórn Donalds Trump ætlaði að fella úr gildi vernd sem fólk sem var flutt ólöglega til Bandaríkjanna sem börn hafa notið úr gildi. Leiðtogar beggja flokka hafa varað við því að fella verndina úr gildi. Um 800.000 manns hafa fengið atvinnuleyfi í Bandaríkjunum til tveggja ára í senn samkvæmt DACA-áætluninni svonefndu sem Barack Obama, fyrrverandi forseti, kom til framkvæmda með forsetatilskipun árið 2012. Bandarískir fjölmiðlar hafa undanfarna daga fjallað um áform Trump um að afnema þess vernd fyrir fólk sem hefur alist upp í Bandaríkjunum og var ekki sjálfráða þegar það var flutt ólöglega til landsins. Samkvæmt henni hafa ungir innflytjendur sem eru gjaldgengir til að sækja um verndina ekki þurft að óttast að vera vísað úr landi.Frestað um hálft ár svo þingið geti brugðist viðTrump eftirlét Jeff Sessions, dómsmálaráðherra sínum, hins vegar að tilkynna um ákvörðunina um að fella DACA úr gildi í dag. Sessions lagði áherslu á að áætlunin stæði á veikum lagalegum grunni og líklegt væri að dómstólar myndu telja hana stangast á við stjórnarskrá. Nokkur ríki höfðu hótað að höfða mál gegn alríkisstjórninni vegna áætlunarinnar. Sessions sagði að dómsmálaráðuneyti hans myndi ekki verja DACA fyrir dómstólum. Tók hann þó fram að ákvörðunin þýddi ekki að fólkið sem hefði notið verndar væri slæmt. Ríkisstjórnin væri aðeins að framfylgja bandarískum innflytjendalögum. Hálft ár mun þó líða þar til ákvörðunin tekur gildi að sögn Washington Post en Sessions sagði að það gæfi Bandaríkjaþingi ráðrúm til að bregðast við ef því svo sýndist. Leiðtogar bæði repúblikana og demókrata hafa varað við því að fella DACA úr gildi síðustu daga. Þá er talið að Obama muni senda frá sér yfirlýsingu vegna ákvörðunar Trump. Hann hefur haldið sig til hlés frá því að hann lét af embætti og veigrað sér við því að gagnrýna Trump með beinum hætti. Politico greindi frá því í gær að hann hefði þegar undirbúið yfirlýsingu sem hann hygðist birta á samfélagsmiðlum.Uppfært 16:25Upphaflega stóð að nokkur ríki hefðu höfðað mál gegn alríkisstjórninni vegna DACA. Rétt er að þau hótuðu málshöfðun felldi Trump áætlunina ekki úr gildi. Donald Trump Tengdar fréttir Trump hvattur til að hlífa ungum innflytjendum Trump hefur lýst því yfir að hann hyggist afnema DACA-áætlunina en talsmenn Hvíta hússins segja hann munu tilkynna um ákvörðun sína á þriðjudag. 1. september 2017 23:46 Segja að Trump vilji nema áætlun sem ver börn ólöglegra innflytjenda úr gildi Forsetinn hyggst gefa Bandaríkjaþingi sex mánuði til að smíða nýja löggjöf til að koma í stað DACA-löggjafarinnar svokölluðu sem tók gildi árið 2012. 4. september 2017 10:44 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Sjá meira
Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna tilkynnti í dag að ríkisstjórn Donalds Trump ætlaði að fella úr gildi vernd sem fólk sem var flutt ólöglega til Bandaríkjanna sem börn hafa notið úr gildi. Leiðtogar beggja flokka hafa varað við því að fella verndina úr gildi. Um 800.000 manns hafa fengið atvinnuleyfi í Bandaríkjunum til tveggja ára í senn samkvæmt DACA-áætluninni svonefndu sem Barack Obama, fyrrverandi forseti, kom til framkvæmda með forsetatilskipun árið 2012. Bandarískir fjölmiðlar hafa undanfarna daga fjallað um áform Trump um að afnema þess vernd fyrir fólk sem hefur alist upp í Bandaríkjunum og var ekki sjálfráða þegar það var flutt ólöglega til landsins. Samkvæmt henni hafa ungir innflytjendur sem eru gjaldgengir til að sækja um verndina ekki þurft að óttast að vera vísað úr landi.Frestað um hálft ár svo þingið geti brugðist viðTrump eftirlét Jeff Sessions, dómsmálaráðherra sínum, hins vegar að tilkynna um ákvörðunina um að fella DACA úr gildi í dag. Sessions lagði áherslu á að áætlunin stæði á veikum lagalegum grunni og líklegt væri að dómstólar myndu telja hana stangast á við stjórnarskrá. Nokkur ríki höfðu hótað að höfða mál gegn alríkisstjórninni vegna áætlunarinnar. Sessions sagði að dómsmálaráðuneyti hans myndi ekki verja DACA fyrir dómstólum. Tók hann þó fram að ákvörðunin þýddi ekki að fólkið sem hefði notið verndar væri slæmt. Ríkisstjórnin væri aðeins að framfylgja bandarískum innflytjendalögum. Hálft ár mun þó líða þar til ákvörðunin tekur gildi að sögn Washington Post en Sessions sagði að það gæfi Bandaríkjaþingi ráðrúm til að bregðast við ef því svo sýndist. Leiðtogar bæði repúblikana og demókrata hafa varað við því að fella DACA úr gildi síðustu daga. Þá er talið að Obama muni senda frá sér yfirlýsingu vegna ákvörðunar Trump. Hann hefur haldið sig til hlés frá því að hann lét af embætti og veigrað sér við því að gagnrýna Trump með beinum hætti. Politico greindi frá því í gær að hann hefði þegar undirbúið yfirlýsingu sem hann hygðist birta á samfélagsmiðlum.Uppfært 16:25Upphaflega stóð að nokkur ríki hefðu höfðað mál gegn alríkisstjórninni vegna DACA. Rétt er að þau hótuðu málshöfðun felldi Trump áætlunina ekki úr gildi.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump hvattur til að hlífa ungum innflytjendum Trump hefur lýst því yfir að hann hyggist afnema DACA-áætlunina en talsmenn Hvíta hússins segja hann munu tilkynna um ákvörðun sína á þriðjudag. 1. september 2017 23:46 Segja að Trump vilji nema áætlun sem ver börn ólöglegra innflytjenda úr gildi Forsetinn hyggst gefa Bandaríkjaþingi sex mánuði til að smíða nýja löggjöf til að koma í stað DACA-löggjafarinnar svokölluðu sem tók gildi árið 2012. 4. september 2017 10:44 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Sjá meira
Trump hvattur til að hlífa ungum innflytjendum Trump hefur lýst því yfir að hann hyggist afnema DACA-áætlunina en talsmenn Hvíta hússins segja hann munu tilkynna um ákvörðun sína á þriðjudag. 1. september 2017 23:46
Segja að Trump vilji nema áætlun sem ver börn ólöglegra innflytjenda úr gildi Forsetinn hyggst gefa Bandaríkjaþingi sex mánuði til að smíða nýja löggjöf til að koma í stað DACA-löggjafarinnar svokölluðu sem tók gildi árið 2012. 4. september 2017 10:44