Tískustraumar sem minna á árið 2000 Guðný Hrönn skrifar 6. september 2017 09:30 Stílistinn Stella Björt Bergmann fer yfir tískustrauma vetrarins. vísir/ernir Stílistinn Stella Björt Bergmann Gunnarsdóttir fer yfir hausttískuna. Hún segir jogginggalla og dragtir verða aðalmálið þennan veturinn. Sömuleiðis támjóa skó, köflóttar flíkur og góða dúnúlpu. Innvíðu buxurnar víkja þá fyrir víðari sniðum og rauður er litur vetrarins.Rauður er litur vetrarins. Af sýningu Jil Sander.NORDICPHOTOS/AFPAðspurð hvernig hún myndi lýsa tískunni sem mun ríkja í haust og vetur segir stílistinn Stella Björt: „Sport í bland við „business bitch“ væri góð leið til að lýsa tískunni í haust og vetur. Svokallaðir „track suits“ verða áberandi, stórar dúnúlpur í anda Vetements og Balenciaga og dragtir í öllum útgáfum verða vinsælar,“ segir Stella. Hún segir smart að vera ýmist í strigaskóm eða pinnahælum við dragt.„Strigaskór eru hvergi nærri dottnir úr tísku og verða sterkari sem aldrei fyrr í vetur.“ „Fyrir þá sem vilja vera ögn meira áberandi eru litaðir feldir, jakkar úr pvc-efni og glimmerskór að koma mjög sterkt inn. Í mynstrum eru köflótt, dökk blómamynstur og hlébarðamynstur þau mest áberandi,“ segir Stella.Fyrirsæta í “double denim” á sýningu Paul & Joe.„Þótt ótrúlegt megi virðast er 2000-tískan að ryðja sér til rúms. Það er eitthvað sem fáir sáu fyrir. Örsmá sólgleraugu í skærum litum, flauelsgallar, „denim on denim“ og támjóir skór með örlitlum hæl,“ tekur Stella sem dæmi.„Klassíska alpahúfan er einnig komin aftur eftir langa pásu.“ Spurð út í vinsæla liti segir Stella: „Rautt er klárlega allsráðandi þetta misseri. Aðrir áberandi litir eru appelsínugulur og kóngablár.“En hvað er að detta úr tísku? „Gallabuxnatískan er að breytast töluvert. Innvíðar gallabuxur eru hægt og rólega að detta út og víðar gallabuxur að taka við. Choker-hálsmen eru einnig farin að sjást mun minna og eru látlausar keðjur orðnar hið nýja „go to“-hálsmen.Alpahúfur úr leðri sáust á tískupallinum hjá Christian Dior.Hvað er svo nauðsynlegt að eiga í fataskápnum í vetur fyrir þá sem vilja tolla í tískunni? „Dragt sem hægt er að klæða upp og niður og góð dúnúlpu.“ Mest lesið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Fleiri fréttir Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Stílistinn Stella Björt Bergmann Gunnarsdóttir fer yfir hausttískuna. Hún segir jogginggalla og dragtir verða aðalmálið þennan veturinn. Sömuleiðis támjóa skó, köflóttar flíkur og góða dúnúlpu. Innvíðu buxurnar víkja þá fyrir víðari sniðum og rauður er litur vetrarins.Rauður er litur vetrarins. Af sýningu Jil Sander.NORDICPHOTOS/AFPAðspurð hvernig hún myndi lýsa tískunni sem mun ríkja í haust og vetur segir stílistinn Stella Björt: „Sport í bland við „business bitch“ væri góð leið til að lýsa tískunni í haust og vetur. Svokallaðir „track suits“ verða áberandi, stórar dúnúlpur í anda Vetements og Balenciaga og dragtir í öllum útgáfum verða vinsælar,“ segir Stella. Hún segir smart að vera ýmist í strigaskóm eða pinnahælum við dragt.„Strigaskór eru hvergi nærri dottnir úr tísku og verða sterkari sem aldrei fyrr í vetur.“ „Fyrir þá sem vilja vera ögn meira áberandi eru litaðir feldir, jakkar úr pvc-efni og glimmerskór að koma mjög sterkt inn. Í mynstrum eru köflótt, dökk blómamynstur og hlébarðamynstur þau mest áberandi,“ segir Stella.Fyrirsæta í “double denim” á sýningu Paul & Joe.„Þótt ótrúlegt megi virðast er 2000-tískan að ryðja sér til rúms. Það er eitthvað sem fáir sáu fyrir. Örsmá sólgleraugu í skærum litum, flauelsgallar, „denim on denim“ og támjóir skór með örlitlum hæl,“ tekur Stella sem dæmi.„Klassíska alpahúfan er einnig komin aftur eftir langa pásu.“ Spurð út í vinsæla liti segir Stella: „Rautt er klárlega allsráðandi þetta misseri. Aðrir áberandi litir eru appelsínugulur og kóngablár.“En hvað er að detta úr tísku? „Gallabuxnatískan er að breytast töluvert. Innvíðar gallabuxur eru hægt og rólega að detta út og víðar gallabuxur að taka við. Choker-hálsmen eru einnig farin að sjást mun minna og eru látlausar keðjur orðnar hið nýja „go to“-hálsmen.Alpahúfur úr leðri sáust á tískupallinum hjá Christian Dior.Hvað er svo nauðsynlegt að eiga í fataskápnum í vetur fyrir þá sem vilja tolla í tískunni? „Dragt sem hægt er að klæða upp og niður og góð dúnúlpu.“
Mest lesið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Fleiri fréttir Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira