Arna Kristín endurráðin framkvæmdastjóri Sinfó Atli Ísleifsson skrifar 6. september 2017 10:09 Arna Kristín hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra frá árinu 2013. Sinfóníuhljómsveit Íslands Stjórn Sinfóníuhljómsveitar Íslands hefur endurráðið Örnu Kristínu Einarsdóttur framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitarinnar frá og með 1. september til fjögurra ára. Í tilkynningu frá Sinfóníunni kemur fram að Arna Kristín hafi gegnt stöðu framkvæmdastjóra frá árinu 2013. Áður var hún tónleikastjóri hljómsveitarinnar frá árinu 2007. „Þá starfaði hún sem flautuleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands og í Bretlandi um árabil. Arna Kristín er með meistaragráðu í menningar- og menntastjórnun frá Háskólanum á Bifröst, einleikarapróf frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og háskólagráður í þverflautuleik frá Indiana University í Bloomington í Bandaríkjunum og Royal Northern College of Music í Englandi,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Sigurbirni Þorkelssyni stjórnarformanni að stjórn Sinfóníuhljómsveitarinnar hafi átt gott og farsælt samstarf við Örnu Kristínu Einarsdóttur síðustu fjögur ár. „Arna Kristín er með skýra sýn á stefnu hljómsveitarinnar bæði hvað rekstur og listræn markmið varðar og hefur náð að styrkja stöðu hljómsveitarinnar.“ Arna Kristín segir það vera forréttindi að fá að leiða þann sterka hóp sem starfi hjá sveitinni. „Það þarf margar hendur til að reka eina sinfóníuhljómsveit, stofnun sem telur 100 manns, stendur fyrir meira en 100 viðburðum á ári og leikur fyrir nær fjórðung þjóðarinnar ár hvert. Ég er stoltust af því að hafa á síðustu fjórum árum náð að styrkja listræna stöðu hljómsveitarinnar með því að ná samstarfssamningum við listamenn á borð við Yan Pascal Tortelier aðalhljómsveitarstjóra, Osmo Vänskä aðalgesta- og heiðursstjórnanda og Daníel Bjarnason staðarlistamann. Þær listrænu áherslur og sá árangur sem hljómsveitin hefur náð við bestu aðstæður í Hörpu hefur skilað rekstrinum í jafnvægi og aukið áheyrendafjölda hljómsveitarinnar. Mest gleðst ég þó yfir jákvæðri afstöðu þjóðarinnar til hljómsveitarinnar. Ég finn mjög sterkt til ábyrgðar að vera treyst fyrir þessu dýrmæta fjöreggi þjóðarinnar sem henni hefur þótt svo vænt um og hún gætt svo vel að, allt frá stofnun árið 1950. Ég er líka svo heppin að tónlist er ástríða mín í lífinu og ég trúi svo heitt á mátt listarinnar fyrir allt samfélagið,“ segir Arna Kristín. Ráðningar Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira
Stjórn Sinfóníuhljómsveitar Íslands hefur endurráðið Örnu Kristínu Einarsdóttur framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitarinnar frá og með 1. september til fjögurra ára. Í tilkynningu frá Sinfóníunni kemur fram að Arna Kristín hafi gegnt stöðu framkvæmdastjóra frá árinu 2013. Áður var hún tónleikastjóri hljómsveitarinnar frá árinu 2007. „Þá starfaði hún sem flautuleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands og í Bretlandi um árabil. Arna Kristín er með meistaragráðu í menningar- og menntastjórnun frá Háskólanum á Bifröst, einleikarapróf frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og háskólagráður í þverflautuleik frá Indiana University í Bloomington í Bandaríkjunum og Royal Northern College of Music í Englandi,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Sigurbirni Þorkelssyni stjórnarformanni að stjórn Sinfóníuhljómsveitarinnar hafi átt gott og farsælt samstarf við Örnu Kristínu Einarsdóttur síðustu fjögur ár. „Arna Kristín er með skýra sýn á stefnu hljómsveitarinnar bæði hvað rekstur og listræn markmið varðar og hefur náð að styrkja stöðu hljómsveitarinnar.“ Arna Kristín segir það vera forréttindi að fá að leiða þann sterka hóp sem starfi hjá sveitinni. „Það þarf margar hendur til að reka eina sinfóníuhljómsveit, stofnun sem telur 100 manns, stendur fyrir meira en 100 viðburðum á ári og leikur fyrir nær fjórðung þjóðarinnar ár hvert. Ég er stoltust af því að hafa á síðustu fjórum árum náð að styrkja listræna stöðu hljómsveitarinnar með því að ná samstarfssamningum við listamenn á borð við Yan Pascal Tortelier aðalhljómsveitarstjóra, Osmo Vänskä aðalgesta- og heiðursstjórnanda og Daníel Bjarnason staðarlistamann. Þær listrænu áherslur og sá árangur sem hljómsveitin hefur náð við bestu aðstæður í Hörpu hefur skilað rekstrinum í jafnvægi og aukið áheyrendafjölda hljómsveitarinnar. Mest gleðst ég þó yfir jákvæðri afstöðu þjóðarinnar til hljómsveitarinnar. Ég finn mjög sterkt til ábyrgðar að vera treyst fyrir þessu dýrmæta fjöreggi þjóðarinnar sem henni hefur þótt svo vænt um og hún gætt svo vel að, allt frá stofnun árið 1950. Ég er líka svo heppin að tónlist er ástríða mín í lífinu og ég trúi svo heitt á mátt listarinnar fyrir allt samfélagið,“ segir Arna Kristín.
Ráðningar Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira