Facebook seldi rússnesku fyrirtæki auglýsingar fyrir kosningarnar í Bandaríkjunum Kjartan Kjartansson skrifar 6. september 2017 20:41 Mikið af gervifréttum var dreift á Facebook í aðdraganda kosninganna vestanhafs í fyrra. Einhverjar þeirra virðast hafa átt uppruna sinn að rekja til Rússlands. Vísir/AFP Rússnesk fyrirtæki sem er þekkt fyrir að dreifa áróðri í þágu stjórnvalda í Kreml keypti auglýsingar á Facebook fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra. Fulltrúar Facebook greindu bandarískum rannsakendum frá þessu í dag. Washington Post segir að Facebook hafi komist að því að fyrirtækið seldi rússneska fyrirtækinu þúsundir auglýsinga sem beindust að bandarískum kjósendum fyrir 100.000 dollara í aðdraganda kosninganna. Nokkrar auglýsinganna eru sagðar hafa vísað beint til frambjóðendanna Donalds Trump og Hillary Clinton en flestar hafi beinst að umdeildum málefnum eins og byssueign, innflytjendamálum, réttindum samkynhneigðra og kynþáttamismunun. Innri rannsakendur Facebook fundu 470 grunsamlega og líklega falska reikninga og síður sem þeir telja að sé stjórnað frá Rússlandi, hafi tengsl við rússneska fyrirtækið og eigi þátt í auglýsingunum.Rannsóknarefni hvernig Rússarnir vissu að hverjum þeir áttu að beina auglýsingumBandaríska leyniþjónustan hefur komist að þeirri niðurstöðu að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa afskipti af forsetakosningunum. Sérstakur rannsakandi dómsmálráðuneytisins kannar nú meðal annars hvort að þeir hafi átt í samráði við framboð Trump. Uppljóstranirnar um Facebook-auglýsingarnar eru sagðar vekja upp spurningar um hvaðan Rússarnir höfðu upplýsingar til að sérsníða þær að tilteknum notendum og hvort að bandarískir aðilar hafi komið þar að. „Ég skil að rússneska leyniþjónustan hafi náð að finna út úr því hvernig hún gæti nýtt sér botta. Hvort að hún hafi getað kunnað hvernig hún gat beint athygli sinni að ríkjum og hópum kjósenda sem demókratar kunnu ekki einu sinni vekur virkilega upp spurningar. Ég tel að það sé vert rannsóknarefni,“ segir Mark Warner, oddviti demókrata í leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar afskipti Rússa af kosningunum. Facebook hefur sætt gagnrýni í kjölfar kosninganna þar sem að miklu magni gervifrétta var deilt á samfélagsmiðlinum. Hefur fyrirtækið reynt að bregðast við þeirri gagnrýni síðan með því að merkja heimildir sem það telur ótrúverðugar. Donald Trump Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Rússnesk fyrirtæki sem er þekkt fyrir að dreifa áróðri í þágu stjórnvalda í Kreml keypti auglýsingar á Facebook fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra. Fulltrúar Facebook greindu bandarískum rannsakendum frá þessu í dag. Washington Post segir að Facebook hafi komist að því að fyrirtækið seldi rússneska fyrirtækinu þúsundir auglýsinga sem beindust að bandarískum kjósendum fyrir 100.000 dollara í aðdraganda kosninganna. Nokkrar auglýsinganna eru sagðar hafa vísað beint til frambjóðendanna Donalds Trump og Hillary Clinton en flestar hafi beinst að umdeildum málefnum eins og byssueign, innflytjendamálum, réttindum samkynhneigðra og kynþáttamismunun. Innri rannsakendur Facebook fundu 470 grunsamlega og líklega falska reikninga og síður sem þeir telja að sé stjórnað frá Rússlandi, hafi tengsl við rússneska fyrirtækið og eigi þátt í auglýsingunum.Rannsóknarefni hvernig Rússarnir vissu að hverjum þeir áttu að beina auglýsingumBandaríska leyniþjónustan hefur komist að þeirri niðurstöðu að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa afskipti af forsetakosningunum. Sérstakur rannsakandi dómsmálráðuneytisins kannar nú meðal annars hvort að þeir hafi átt í samráði við framboð Trump. Uppljóstranirnar um Facebook-auglýsingarnar eru sagðar vekja upp spurningar um hvaðan Rússarnir höfðu upplýsingar til að sérsníða þær að tilteknum notendum og hvort að bandarískir aðilar hafi komið þar að. „Ég skil að rússneska leyniþjónustan hafi náð að finna út úr því hvernig hún gæti nýtt sér botta. Hvort að hún hafi getað kunnað hvernig hún gat beint athygli sinni að ríkjum og hópum kjósenda sem demókratar kunnu ekki einu sinni vekur virkilega upp spurningar. Ég tel að það sé vert rannsóknarefni,“ segir Mark Warner, oddviti demókrata í leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar afskipti Rússa af kosningunum. Facebook hefur sætt gagnrýni í kjölfar kosninganna þar sem að miklu magni gervifrétta var deilt á samfélagsmiðlinum. Hefur fyrirtækið reynt að bregðast við þeirri gagnrýni síðan með því að merkja heimildir sem það telur ótrúverðugar.
Donald Trump Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira