Ól upp marga af bestu listamönnum Íslands Jón Hákon Halldórsson skrifar 7. september 2017 06:00 Þorgerður Ingólfsdóttir hefur stýrt kórastarfi í Menntaskólanum í Hamrahlíð í 50 ár. Hún hefur haft mikil áhrif á marga af fremstu listamönnum Íslands. vísir/stefán „Mér þætti gaman að vita hversu margir Íslendingar hafa unnið sama starfið í hálfa öld, sleitulaust, og skilað jafn góðu verki,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson, fyrrverandi nemandi í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Þorgerður Ingólfsdóttir ætlar að láta af starfi kórstjóra í Menntaskólanum við Hamrahlið í lok október og hefur skólinn auglýst starfið laust. Þorgerður hefur gegnt starfinu allt frá því árið 1967, þegar hún var 23 ára gömul. Árið 1982 stofnaði hún Hamrahlíðarkórinn, fyrir fyrrverandi nemendur skólans. Páll Óskar var í kórnum hjá Þorgerði í tvö ár og segir það hafa verið bæði hollt og gott. „Þarna fékk maður tækifæri til að kynnast íslenskum þjóðlögum og íslenskum tónlistararfi á þann hátt sem ég hefði annars aldrei fengið að kynnast honum,“ segir hann. Páll Óskar segir að fyrir utan hvað verkefnavalið hafi verið flott og krefjandi þá hafi hann lært alls kyns lífsreglur sem hann hafi notið allar götur síðan. „Til dæmis að mæta á réttum tíma á æfingar, að bera virðingu fyrir tíma annars fólks, að takast á við hluti með þolinmæði.“ Einræður Þorgerðar um lífsviðhorf hennar eru Páli Óskari líka hugleiknar. „Ég held að bestu kennararnir séu þannig að þeir fara út fyrir námsefnið og kenna þér einhverjar lífsreglur sem jafnvel foreldrar þínir gleyma að kenna þér,“ segir hann. Söngkonan Sigríður Thorlacius hefur svipaða sögu að segja og Páll Óskar. Hún var samtals í 10 ár hjá Þorgerði, bæði í MH kórnum og Hamrahlíðarkórnum. „Ég held að þetta sé einhver besti skóli sem ég hef farið í,“ segir Sigríður. Sigríður segir merkilegt að hugsa til þess hvernig Þorgerði hafi tekist að halda ákveðnum hljómi og tilteknu yfirbragði á kórnum í alla þessa áratugi, þótt hún sé sífellt með nýtt fólk í kórnum. „Hún er líka frumkvöðull í því að kórinn er alltaf að flytja nýja íslenska músík, músík eftir nútímatónskáld,“ segir Sigríður. Stuðmaðurinn Egill Ólafsson segist eiga Þorgerði feril sinn að þakka. „Þetta var aldeilis makalaust uppeldisstarf fyrir mína parta og leiddi mig inn á þá braut sem ég síðan fylgdi, músíkina,“ segir Egill. Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Lífið samstarf Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Mér þætti gaman að vita hversu margir Íslendingar hafa unnið sama starfið í hálfa öld, sleitulaust, og skilað jafn góðu verki,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson, fyrrverandi nemandi í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Þorgerður Ingólfsdóttir ætlar að láta af starfi kórstjóra í Menntaskólanum við Hamrahlið í lok október og hefur skólinn auglýst starfið laust. Þorgerður hefur gegnt starfinu allt frá því árið 1967, þegar hún var 23 ára gömul. Árið 1982 stofnaði hún Hamrahlíðarkórinn, fyrir fyrrverandi nemendur skólans. Páll Óskar var í kórnum hjá Þorgerði í tvö ár og segir það hafa verið bæði hollt og gott. „Þarna fékk maður tækifæri til að kynnast íslenskum þjóðlögum og íslenskum tónlistararfi á þann hátt sem ég hefði annars aldrei fengið að kynnast honum,“ segir hann. Páll Óskar segir að fyrir utan hvað verkefnavalið hafi verið flott og krefjandi þá hafi hann lært alls kyns lífsreglur sem hann hafi notið allar götur síðan. „Til dæmis að mæta á réttum tíma á æfingar, að bera virðingu fyrir tíma annars fólks, að takast á við hluti með þolinmæði.“ Einræður Þorgerðar um lífsviðhorf hennar eru Páli Óskari líka hugleiknar. „Ég held að bestu kennararnir séu þannig að þeir fara út fyrir námsefnið og kenna þér einhverjar lífsreglur sem jafnvel foreldrar þínir gleyma að kenna þér,“ segir hann. Söngkonan Sigríður Thorlacius hefur svipaða sögu að segja og Páll Óskar. Hún var samtals í 10 ár hjá Þorgerði, bæði í MH kórnum og Hamrahlíðarkórnum. „Ég held að þetta sé einhver besti skóli sem ég hef farið í,“ segir Sigríður. Sigríður segir merkilegt að hugsa til þess hvernig Þorgerði hafi tekist að halda ákveðnum hljómi og tilteknu yfirbragði á kórnum í alla þessa áratugi, þótt hún sé sífellt með nýtt fólk í kórnum. „Hún er líka frumkvöðull í því að kórinn er alltaf að flytja nýja íslenska músík, músík eftir nútímatónskáld,“ segir Sigríður. Stuðmaðurinn Egill Ólafsson segist eiga Þorgerði feril sinn að þakka. „Þetta var aldeilis makalaust uppeldisstarf fyrir mína parta og leiddi mig inn á þá braut sem ég síðan fylgdi, músíkina,“ segir Egill.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Lífið samstarf Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira