Þessar eyjur hafa orðið á vegi fellibylsins Irmu Atli Ísleifsson skrifar 7. september 2017 12:49 Fellibylurinn Irma gengur yfir hafsvæði norður af Hispanola-eyju í dag. Vísir/AFP Breska ríkissjónvarpið BBC hefur tekið saman yfirlit yfir þær eyjar í Karíbahafi sem þegar hafa orðið á vegi Irmu. Fellibylurinn hefur valið mikilli eyðileggingu og þegar kostað tíu mannslíf hið minnsta.Antígva og Barbúda • Íbúafjöldi: 90.800. • Ein af þeim eyjum í Karíbahafi þar sem velmegun er hvað mest vegna mikils ferðamannaiðnaðar og starfsemi aflandsbanka. • Barbúda var í raun fyrsta fórnarlamb Irmu, en Antígva slapp að mestu við eyðileggingu og hafa engar fréttir hafa borist um dauðsföll þar. Verra er ástandið á Barbúda þar sem 95 prósent bygginga eru sögð hafa orðið fyrir skemmdum. Staðfest er að einn hafi látið lífið á Barbúda í óveðrinu.Sankti Martin • Íbúafjöldi: 75 þúsund. • Vinsæll ferðamannastaður með fallegum ströndum. Nyrðri hluti eyjunnar er franskur (Saint-Martin) og sá syðri hollenskur (Sint-Maarten). • Staðfest er að átta manns hið minnsta eru látnir á franska hluta eyjarinnar. Fréttir hafa borist af mikilli eyðileggingu á eyjunni, flóðum og rafmagnsleysi.Sankti Barthelemy • Íbúafjöldi: 9.200. • Frönsk eyja og vinsæll áfangastaður fyrir auðuga ferðamenn. • Staðfest að tveir eru látnir og svo hafa borist fréttir af eyðileggingu, flóðum og rafmagnsleysi.Angvilla • Íbúafjöldi: 13.500. • Breskt yfirráðasvæði og vinsæll áfangastaður fyrir vel stæða ferðamenn. • Staðfest er að einn er látinn á eyjunni en umfang eyðileggingarinnar er enn ekki að fullu ljós.Bresku jómfrúreyjar • Íbúafjöldi: 20.600. • Standa saman af fjörutíu eyjum. • Irma gekk yfir nyrstu eyjarnar og er umfang eyðileggingar enn ekki ljós.Púertó Ríkó • Íbúafjöldi: 3,7 milljónir. • Sérstakt sambandssvæði Bandaríkjanna og vinsæll áfangastaður ferðamanna, en hefur glímt við miklar skuldir, fátækt og mikið atvinnuleysi. • Irma gekk yfir svæði norður af eyjunni og olli umfangsmiklu rafmagnsleysi. Umfang eyðileggingarinnar er enn ekki ljóst.Miðað við áætlaða leið Irmu á fellibylurinn enn eftir að herja á íbúa eftirfarandi eyja:Dóminíska lýðveldið • Íbúafjöldi: 10,8 milljónir. • Vinsæll áfangastaður ferðamanna á eyjunni Hispanola. Dóminíska lýðveldið er á austari hluta eyjunnar en Haítí á þeim vestari. • Fellibylurinn gengur nú yfir hafsvæðið rétt norður af eyjunni.Haítí • Íbúafjöldi: 10,6 milljónir. • Á sömu eyju og Dóminíska lýðveldið. Hefur þurft að glíma við afleiðingar mikils jarðskjálfta árið 2010. • Ekki er gert ráð fyrir að Irma gangi inn á landið þó að íbúar á norðurströnd landsins séu í viðbragðsstöðu.Turks- og Caicoseyjar • Íbúafjöldi: 31.500. • Breskar eyjar með blómstrandi ferðamannaiðnað, starfsemi aflandsbanka og sjávarútveg. • Eyjarnar eru láglendar og er hætta á að mikil flóð kunni að herja á íbúa þegar fellibylurinn fer hjá.Kúba • Íbúafjöldi: 11 milljónir. • Framleiðir mikið magn af sykri, tóbaki og kaffi. Mikill ferðamannaiðnaður á eyjunni. • Reiknað er með að fellibylurinn komi að eyjunni í kvöld.Bahamaeyjar • Íbúafjöldi: 350 þúsund. • Eyjaklasi sem samanstendur af samtals sjö hundruð eyjum. Tekið er á móti milljónum ferðamanna á ári hverju. • Viðvaranir hafa verið gefnar út á eyjunum vegna komu Irmu og er búist við mikilli ölduhæð og flóðum. Fellibylurinn Irma Tengdar fréttir Í beinni: Fellibylurinn Irma herjar á íbúa í Karíbahafi Fellibylurinn Irma hefur valdið miklu tjóni og eyðileggingu í Karíbahafi. Reiknað er með að fellibylurinn nái Flórída á laugardag. 7. september 2017 08:15 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Breska ríkissjónvarpið BBC hefur tekið saman yfirlit yfir þær eyjar í Karíbahafi sem þegar hafa orðið á vegi Irmu. Fellibylurinn hefur valið mikilli eyðileggingu og þegar kostað tíu mannslíf hið minnsta.Antígva og Barbúda • Íbúafjöldi: 90.800. • Ein af þeim eyjum í Karíbahafi þar sem velmegun er hvað mest vegna mikils ferðamannaiðnaðar og starfsemi aflandsbanka. • Barbúda var í raun fyrsta fórnarlamb Irmu, en Antígva slapp að mestu við eyðileggingu og hafa engar fréttir hafa borist um dauðsföll þar. Verra er ástandið á Barbúda þar sem 95 prósent bygginga eru sögð hafa orðið fyrir skemmdum. Staðfest er að einn hafi látið lífið á Barbúda í óveðrinu.Sankti Martin • Íbúafjöldi: 75 þúsund. • Vinsæll ferðamannastaður með fallegum ströndum. Nyrðri hluti eyjunnar er franskur (Saint-Martin) og sá syðri hollenskur (Sint-Maarten). • Staðfest er að átta manns hið minnsta eru látnir á franska hluta eyjarinnar. Fréttir hafa borist af mikilli eyðileggingu á eyjunni, flóðum og rafmagnsleysi.Sankti Barthelemy • Íbúafjöldi: 9.200. • Frönsk eyja og vinsæll áfangastaður fyrir auðuga ferðamenn. • Staðfest að tveir eru látnir og svo hafa borist fréttir af eyðileggingu, flóðum og rafmagnsleysi.Angvilla • Íbúafjöldi: 13.500. • Breskt yfirráðasvæði og vinsæll áfangastaður fyrir vel stæða ferðamenn. • Staðfest er að einn er látinn á eyjunni en umfang eyðileggingarinnar er enn ekki að fullu ljós.Bresku jómfrúreyjar • Íbúafjöldi: 20.600. • Standa saman af fjörutíu eyjum. • Irma gekk yfir nyrstu eyjarnar og er umfang eyðileggingar enn ekki ljós.Púertó Ríkó • Íbúafjöldi: 3,7 milljónir. • Sérstakt sambandssvæði Bandaríkjanna og vinsæll áfangastaður ferðamanna, en hefur glímt við miklar skuldir, fátækt og mikið atvinnuleysi. • Irma gekk yfir svæði norður af eyjunni og olli umfangsmiklu rafmagnsleysi. Umfang eyðileggingarinnar er enn ekki ljóst.Miðað við áætlaða leið Irmu á fellibylurinn enn eftir að herja á íbúa eftirfarandi eyja:Dóminíska lýðveldið • Íbúafjöldi: 10,8 milljónir. • Vinsæll áfangastaður ferðamanna á eyjunni Hispanola. Dóminíska lýðveldið er á austari hluta eyjunnar en Haítí á þeim vestari. • Fellibylurinn gengur nú yfir hafsvæðið rétt norður af eyjunni.Haítí • Íbúafjöldi: 10,6 milljónir. • Á sömu eyju og Dóminíska lýðveldið. Hefur þurft að glíma við afleiðingar mikils jarðskjálfta árið 2010. • Ekki er gert ráð fyrir að Irma gangi inn á landið þó að íbúar á norðurströnd landsins séu í viðbragðsstöðu.Turks- og Caicoseyjar • Íbúafjöldi: 31.500. • Breskar eyjar með blómstrandi ferðamannaiðnað, starfsemi aflandsbanka og sjávarútveg. • Eyjarnar eru láglendar og er hætta á að mikil flóð kunni að herja á íbúa þegar fellibylurinn fer hjá.Kúba • Íbúafjöldi: 11 milljónir. • Framleiðir mikið magn af sykri, tóbaki og kaffi. Mikill ferðamannaiðnaður á eyjunni. • Reiknað er með að fellibylurinn komi að eyjunni í kvöld.Bahamaeyjar • Íbúafjöldi: 350 þúsund. • Eyjaklasi sem samanstendur af samtals sjö hundruð eyjum. Tekið er á móti milljónum ferðamanna á ári hverju. • Viðvaranir hafa verið gefnar út á eyjunum vegna komu Irmu og er búist við mikilli ölduhæð og flóðum.
Fellibylurinn Irma Tengdar fréttir Í beinni: Fellibylurinn Irma herjar á íbúa í Karíbahafi Fellibylurinn Irma hefur valdið miklu tjóni og eyðileggingu í Karíbahafi. Reiknað er með að fellibylurinn nái Flórída á laugardag. 7. september 2017 08:15 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Í beinni: Fellibylurinn Irma herjar á íbúa í Karíbahafi Fellibylurinn Irma hefur valdið miklu tjóni og eyðileggingu í Karíbahafi. Reiknað er með að fellibylurinn nái Flórída á laugardag. 7. september 2017 08:15